Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUN'BLAÐSINS 331 Þrátt fyrir 1000 ára „reynslu". — Hvernig fór með sauðnautakálf- ana ? Hvernig er að fara með sauðfje vort? Hvernig höfum vjer verndað hestastofn vorn? — Og hvernig —? Hvernig? Yjer ættum að vera hreinskilnir við sjálfa oss og bæta eigi gráu ofan á svart að nausynjalausu. — — — Hreindýr eru hagspök. þ. e. a. s vanaföst og halda trygð við heimahagana. En þau eru rás- gjörn og rása á beit sinni 12—15 km. og snúa síðan við aftur. Þetta er eðli þeirra. Einnig skifta þau ;afnan um haglendi haust og vor og eru vanaföst 1 þeim efnum. Og kýr velja sjer venjulega á- kveðna haga um burðinn o. s. frv. Það þyrfti því allstóra „girðingu" á myndarlegu hreindýrabúi, ef um fasta búsetu væri að ræða. — En þetta atriði er eigi á dagskrá að sinni.--------- Mjer er vel ljóst, að erfitt er að ræða um mál af þessu tagi og þurfa að andmæla áhugamönnum. sem vilja vel, en vita of lítið eg hættir því við að beita fremur kappi en forsjá. Er það venju- lega lagt út á verra veg og talið stafa af „óvild“, kallað „níð“ og annað verra. Hjer er þó engu slíku til af dreifa af minni hálfu. Jeg þekki hr. Bertel Sigurgeirsson ekk ert persónulega. En mjer er þó kunnugt, að honum muni líkt far- ið og sjálfum mjer, að hann hafi „fengið hreindýr á heilann"! Jeg minnist þess, er jeg fyrir 12—14 á'rum síðan skrifaði allmargar greinar um hreindýr og hrein- dýrarækt í Yísi og Morgunblaðið, þá hringdi B. S. eitt sinn til mín ofan úr Bergstaðastræti og spurð- ist fyrir um hreindýr. Þetta er því engin ný bóla hjá honum, og held- ur eigi hjá mjer. Það mun nú senn 40 ár, síðan jeg tók að kynna mjer þessi mál til hlýtar, bæði heima ©g erlendis, og á jeg þó óefað margt ólært í þeim efnum.--------- Að lokum aðeins þetta í stuttu máli: Það myndi gleðja mig að lifa það að koma á hreindýrabú B. S. eða einhvers annars áhuga- manns, sem treystandi væri í þeim efnum, — en þeir eru því miður eigi margir — t. d. að 8—10 árum liðnum. Býst jeg þá við, að reynsl- an muni hafa sannað flest af því, sem jeg hefi drepið á hjer og annarsstaðar. Og eins hitt, að eigi vel að vera, verðum vjer íslend- ingar að fá oss sjerfróðan mann til aðstoðar í upphafi og leiðbein- inga — eins og Bandaríkjamenn hafa gert og aðrir þeir, er hrein- rækt hefja, — annað hvort Finn- lappa eða norskan hreinræktar- mann. Og því má eigi gleyma, að einstakir bændur eiga alls eigi nje mega hugsa til hreinræktar, heldur verður að stofna til hennar í sam- vinnu heilla hreppa eða hjeraða! Hefi jeg áður fært rík rök að þessu í mörgum blaðagreinum. Helgi Valtýsson. Gamlir Eyfirðingai Eftir Kristinn Daníelsson Herra ritstjóri. Ilesbókinni 7. þ. m. stóð, að sjera Kristinn K. Ólafsson forseti Kirkjuþings Islendinga í Canada muni vera Þingeyingur að uppruna. En þó að Þingeyj- ingar og Eyfirðingar sjeu ná- grannar og góðir vinir, þá vilja hvorirtveggja helst eiga sína merkismenn sjálfir. Og af því að jeg er af eyfirskum uppruna eins og forsetinn og þar að auki nafni hans, þá vil jeg nú leiðrjetta þetta. Sjera Kristinn er eiginlega ekki Ólafsson, heldur Kristinssön. Þess vegna skrifar hann Kristinn K. Mjer er í barnsminni Ólafur gamli'afi hans; mig minnir á Stokkahlöðum, næsta bæ við Hrafnagil, þar sem jeg er fædd- ur, og þótti allmerkur bóndi og átti mæt og merk börn. Kristinn sonur hans og faðir forsetans var bóndi þar í nágrenni, fátækur barnamaður og hugði líklega ekki gott til að geta mannað börn sín og varð því einn í útflytjenda- hópnum, sem fór úr Eyjafirði, mig minnir 1875. Er nú margt merkra niðja þeirra útflytjenda í Ameríku. Sjálfsagt væri sjera Kristinn nú ekki forseti kirkju- fjelagsins, hefði hann fæðst og alist upp í Eyjafirði, þótt hann sje „fegurst bygð á landi hjer“, auk annara kosta, sem það hjerað hefir. En kona sjera Kristins mun vera Þingeyingur og börn þeirra því eyfirsk í aðra ætt og þing- eysk í hina. Forsetinn sagði mjer, er hann var hjer fyrir nokkrum árum og jeg hitti hann heima hjá sjera Sigurði P. Sívertsen, að þau töluðu íslensku og vildu vera íslendingar, eins og hann sjálfur vill vera, þótt hann sje fæddur í Ameríku. Annar sonur Ólafs á Stokka- hlöðum, bróðir Kristins, hjet Jón Ólafsson bóndi á Rifkelsstöðum, vinur og lengi meðhjálpari föður míns í Munkaþverárkirkju, greind armaður og gegn. Hann var faðir Björns, ritstjóra Fróða og Aðal- steins, jafnaldra míns og að mig minnir fermingarbróður. Eftir fermingu varð hann búðarsveinn á Akureyri en seinna bankastjóri og bankaeigandi í Canada, Royal Bank of Canada, held jeg. Dóttir Ólafs hjet Kristín, sjer- staklega góð kona, fríð og fín- gerð. Hún var gift Pjetri Thor- laciusi, trjesmið, bónda á Stokka- hlöðum, syni Hallgríms Thorlacius ar prófasts á Hrafnagili næst á undan föður mínum. (Pjetur kom einu sinni úr kaup stað frá Akureyri um nótt og hitti mig, er jeg vakti yfir túni, því að gatan lá rjett hjá bæjar- veggnum á Hrafnagili. Gaf hann mjer þá sjálfskeiðing, er hann hafði keypt í ferðinni, mikið vopn, fagurt og biturlegt og mundi líklega mega nota í styr- jöldinni í návígi „með góðum árangri“ eins og styrjaldaraðil- arnir segja. Vinnumaðurinn sagði um morguninn, að nú hefði „hlaup ið á snærið fyrir mjer“. Var það í fyrsta sinn, sem jeg heyrði það Framh. á bls. 335.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.