Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 2
230 LESBOK MORGUNBLAÐSINS og œtti því að geta verið orðinn 450—500 dýr að 5 árum liðnum með éðlilegri aukningu. En af þess um hóp yrði þó, því miður, fullur helmingur tarfar veturgamlir og eldri. — Síðustu fregnir, sem mjer hafa borist, virðast ætla að sanna eðlilega fjölgun hjarðarinnar. Munu nú vera um 170 fullorðin dýr og 50—60 kálfar. Læt jeg því útrætt um þessa hlið málsins, enda hefði eigi tekið því að leiðrjetta þessar meinlitlu missagnir höf., hefði hann eigi hnýtt aftan við æfintýri sitt þvi, sem virðist vera aðaltilgangur hans með ritsmíð þessari. Verður eigi hjá því komist að víkja allýtar- lega að þeirri hlið málsins. Eftir að höfundurinn hefir lýst því mjög glæsilega — og að mörgu leyti rjettilega — hvílík paradís- arsæla hafi beðið dýranna hjer á landi fyrstu áratugina, hve þau hafi þroskast mjög og fjölgað stórlega, og síðan, hve maðurinn hafi ofsótt þau miskunnarlaust og nær gereytt þeim, sem og einnig mun sönnu nær, — tekur höf. að bollaleggja, hvernig eigi að vernda þann litla stofn, sem eftir er, í framtíðinni. Þ6« hefir hann rjett áður margfaldað hann að tölu. Seg ir hann nú „fá hundruð“, en fyrir tveim árum taldi hann þau 500— 600. Virðist því frekari vernd næsta óþörf í svip, þar sem all- ströng friðunarlög eru nýlega geng in í gildi, og gott eftirlit haft með dýrunum. Er því einskis ann- ars þörf að svo stöddu, en að dýrin fái fullan og allan frið næstu 5—8 árin, svo að þau geti fjölgað raunverulega! Höfundur rökræðir síðan málið, út frá veikum og lítt hugsuðum forsendum, og spyr síðan: — „Er nokkur meining í að eiga þennan stofn á einum stað oog setja hann á guð og gaddinn, sem kallað er? Margt mælir fastlega á móti því. Svo gæti farið, að óáran eyddi flokk þeim, sem ennþá byggir Vesturöræfin, og væri það óbætan- legt tjón“ o. s. frv. o. s. frv. Telur hann besta ráðið að dreifa dýrun- um um landið, og felist „í því mikið öryggi gegn aleyðingu þeirra af völdum manna og nátt- úrunnar". — Á þessum forsendum byggir liann síðau þá tillögu sina, aö „viö eigum aö koma upp storu og mynuariegu hreinayraoui, pai- sem bændur og aönr þeir, sem þessum malum unna, gætu lengm stoí'n frá tii bureksturs í íram- tíöinm. Þaö er eina örugga ieioin ut ur ranshondum og aleyöingu hins ágæta stoíns“ o. s. frv. Pessar boilaieggingar iata eigi óiíkiega í eyrurn, íramar en æiin- týrið, sem á undan er gengið. En óii þessi sptiaborg hrynur þó til grunna, ef við henni er hrófiað. Enda er hún bygð á ótrúlegri vanþekkingu á hreindýrum, eðii þeirra og öilu því, er hreindyra- rækt iýtur. Frá hvaða aleyðingu er nú svo afar nauðsynniegt að bjarga dýr- unum? Sjálfur segir höf., að iand- ið hafi reynst þeim paradís frá öndverðu, og mun það að mörgu leyti mjög nærri sanni. Og hann segir ennfremur, að „mennirnir sem næst þeim búa (nú?), sýna þeim fulla vinsemd og skilnmg“. Þá er sú hætta horfin, en þaðau stafaði hún mest áður! — Það hlýtur að vera „guð og gaddur- inn“, sem höfundur vantreystir nú svo mjög, og virðist það mjög tilefnislaust, eftir reynslu þeirri, sem fengin er. Býst jeg rniklu frekar við, að þessir tveir aðilar muni einmitt feta í fótspor man’n- anna og sýna hjörðinni litlu, sem þeir hafa þyrmt í 170 ár, vinsemd og skilninng engu síður en þeir! — Nú hafa hreindýrin í fyrsta sinn á 170 árum hlotið fulla vernd og öryggi, og þessa eiga þau að fá að njóta um hríð, áður en nokkr- ar tvíræðar tilraunir verði gerðar í aðra átt! — Það er eigi sökum þess, að tillaga Bertels Sigurgeirs- sonar um hreindýrahú, sje nein fjarstæða. Það er hún alls eigi. Enda er hún hvorki ný nje frum- leg. Það var nákvæmlega sama hugmyndin, sem vakti fyrir þeim Kalmannstungu-bræðrum fyrir lið- ugum 12 árum, — en þó á tals- vert öðrum grundvelli og þraut- hugsaðri. Hugmynd B. S. byggist á kálfa- tölu, — þótt þess sje hvergi getið — úr þessum litla flokki hreindýr- anna, sem fram til síðustu ára hefir farið hraðfækkandi á ári hverju, uns fækkunin virðist nf stöðvuð. Er því þetta hrein fjai stæða að svo stöddu, enda getut eigi komið til mála, að ríkisstjórn in leyfi neitt í þessa átt, fyrr et dýrunum hefir f jölgað svo, að taka mætti t. d. 50 kvígukálfa og fá- eina kálfa, án þess að of nærri sje gengið stofninum! En með færri en 5Ó—75 dýr verður eigi stofnað tilraunabú, svo að nokkur mynd sje á. En svo fjölmenn verður eigi hjörðin á Vestur-ör- æfum, að hún þoli slíka blóðtöku að skaðlausu, fyrr en að fullum 5 árum liðnum og úr því!-------- Þetta er aðeins ein hlið þessa merkilega máls. En svo er og önnur, sem er engu ómerkari. B- S. virðist hyggja, að stofna megi til hreindýraræktar á þeim grund velli, sem hann hefir haft kynn af. En það mun vera í Arnarfell í Þingvallasveit í hinum litla „Dýragarði" Matthíasar læknis Einarssonar. (en svo nenfnir M. E. það sjálfur rjettilega). Er það fróðleg tilraun og skemtileg um uppeldi hreinkálfa sem mann- elskra alidýra. En hreindýrarækt getur það aldrei orðið í almennum skilningi. Enda mun svo reynast, að dýrunum fjölgar t. d. upp í 50 eða fleiri. Hvernig myndr ganga að hemja t. d. 100—200 mannelska heimaalninga á sveitahæ heima við? — svo að lengra sje eigi farið! — — — Það er löngu vitað, að hrein- kálfar verða fljótt mannelskii og alætir undir manna höndum Er það margreynt á tilraunastöð Bandaríkjanna í Alaska. En þótt Bandaríkjamenn hafi beitt vís- indalegum rannsóknum og að- ferðum í hreinræktarmálum sín- um, hefir þeim aldrei komið til hugar að stofna til hreinræktar í heilum hjörðum öðruvísi en réynsl- an hefir sýnt og sannað að til- tækilegt sje með „hálfviltum“ hreinum, en mannvönum (ámóta og geldfjenaður). Þá aðeins helst eðli dýranna óskert og spillist eigi í sambúð við mennina. Og aðeins á þann hátt væri von um að geta rekið hreindýrarækt til nytja og án mikilla áfalla! — Vjer íslend- ingar höfum, því miður, eigi af miklu að státa í þessum efnum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.