Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 333 Böðvar frá Hnífsda!: YSTU ÚTNES iii. Næsta morgun lagði jeg af stað upp úr Hlöðuvík. Einn af sonum bóndans fylgdi mjer á leið. Veg- urinn lá í sneiðingum upp fjall, sem Skálakambur nefnist. Það fjall er hátt. snarbratt og að öllu hið erfiðasta yfirferðar. A vetr- um safnast þar sjóhengjur og er þá oft lífsháski að fara þar um, en er þó altaf umferð nokkur, því að þetta er nú bara leiðin til næsta bæjar úr Hlöðuvík. Er hún sennilega með ógreiðfærari bæjar- leiðum á landinu. Þegar við vor- um komnir upp á Skálakamb, kvaddi sonur bóndans mig og sneri heim á leið, en jeg gekk áfram í hægðum mínum og horfði í kringum mig. Yeður var nú þurt og sæmilega bjart. Langt fyrir neðan mig, niðri við sjóinn, lá lítil vík, sem heitir Hælavík. Á annan veginn- tak- markast hún af þverhníptu bjargi, ægilegu og hrikalegu tilsýndar. Það er Hælavíkurbjarg, mesta fugíabjargið norður þar, annað en Hornbjarg. Niðri í víkinni sást dálítill grænn blettur, það var túnið. Einnig sást þar móta fyrir húsum. Áxið áður höfðu búið þarna tveir bændur, en nú var jörðin komin í eyði. Mjer hafði verið sagt, að undanfarið hefði verið margt um manninn í Hæla- vík, það var fólk, sem vann að eggjatöku í bjarginu, en notaði hixsin niðri í víkinni sem aðal- bækistöð. En nú var þessu verki nýlokið og hafði fylgdarmaður minn talið víst, að allir myndu farnir þaðan. Jeg hætti því við að ganga niður í víkina, því að það var óravegur og sýnilegt að maður yrði svo að fara sömu leið upp úr henni aftur. Af efstu brekkunum upp af botni hennar, þar sem jeg gekk, gat maður líka vel sjeð yfir hana og fengið all- góða hugmynd um staðinn. Þarna var lítið land fyrir bújörð, en beitilandið gott fyrir sauðfje, það sem það náði. Fuglabjargið nær- tækt á vorin, reki nokkur, og svo auðvitað fiskur, skamt undan landi oftast nær, eins og í öllum víkum Hornstranda. Það er bara ekki altaf, sem hægt er að kom ast frá landi, vegna brims, helst yfir hásumarið, en þá kallar hey- skapurinn að — og ekki má slá slöku við hann, því að stundum er fremur þokusælt og þurklítið á Hornströndum á sumrin, þó er það betra þarna í Hælavík og yfir- leitt í víkunum vestan við Horn. Þegar kemur austur og suður fyrir Hornbjarg, eru óþurkar tíð- ari á sumrin og vetrarríki meira hvað snjóþvngsli snertir. Já, Hæla- vík er lítil og afskekt, hún væri tilvalinn sumarbústaður fyrir þreytta borgarbúa, en hún er erfið til að búa í henni alt árið fyrir fámenna fjölskyldu. Á svona staði eiga • að koma talstöðvar, eins og nú þykja sjálf- sögð tæki í öllum fiskiskipum, smáum og stórum. Það getur líka riðið á mannslífi, að geta komið frá sjer boðum á þessum afskektu stöðum, því að raunverulega eru þeir á sumum árstímum álíka einangraðir og skip á miðum úti. — — Aftur lá leiðin upp í móti, uns jeg kom í f jallaskarðið hinumeg- in. Þá opnaðist útsýn yfir Horn- vík að Hornbjargi, en næst mjer, fyrir framan mig og neðan, lá vík, sem heitir því einkennilega nafni: Rekavík bak Höfn. Þetta minnir á sum borganöfn í Þýska- landi og Englandi. En þessu er þannig várið, að vestantil í Horn- víkinni er býlið Höfn, vestan við Höfn gengur fjallrani í sjó, en bak við hann er þessi litla Reka- vík. Þarna var jeg um nóttina. Á þessum bæ var sjerstaklega bók- hneigt fólk, sem hafði gaman af að tála um það, sem það hafði lesið. Og það var undramargt, sem það hafði komist yfir, þótt ýmis- legt hefði að sjálfsögðu fram hjá því farið. Daginn eftir fór jeg svo á bát yfir Hornvíkina að bænum Horni, raunar eru þar nokkrir bæir. Þaðan sendi jeg símskeyti, því að þar er talstöð, þær þyrftu bara að vera langtum víðar. Það væri áreiðanlega sparnaður að fjölga þeim, en fækka dýrum símalagningum í afdölum og útkjálkum. Frá Horni lagði jeg svo leið mína sama dag yfir til Látravíkur. Á leiðinni gekk jeg fram á Hornbjarg og þótti allmikil hæð að sjá þar fram af í sjó niður. Færeysk fiskiskúta var þar á sjónum skamt undan bjarginu. Mjer sýndist hún eins og lítill árabátur. Síðan finnst mjer það skiljanlegra hvers vegna skipin sleppa svo oft hjá því að verða fyrir sprengjum flugvjel- anna, ef þau geta neytt þær til þess með loftvarnabyssum sínum að fljúga í nokkurri hæð. Látravík er rjett austan við Hornbjarg. Þetta er engin vík. Það hagar þar líkt til og í Ál- menningum, undirlendið, sem er mjög lítið, nær ekki nema fram á klettana sem rísa þverhnýptir ixr djxxpum sjó eða örmjórri fjöru. Þarna stendur Hornbjargsvitinn. Honum hefir víst verið valinn þar staður, fremur en á Hornbjargi sjálfu, vegna þess að oftar liggur þoka á bjarginu efst. í Látravík er land hrjóstrugt, en æði stórbrotið Og mikilúðugt. Af þessum háu bökkum sjer vel suðxxr með hinni sæbröttu, vog- skornu strandlengju, í austur sjer yfir Húnaflóa, hvar hillir uppi fjöllin á Skaganum, en nokkru norðar teygir hið breiða, blikandi úthaf arma sína að ystu sjónar- rönd. En úthafið teygir líka arma sína upp að þessari klettóttu strönd, stundum klappar það berg- inu góðlátlega með flötum lófa,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.