Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 8
336 LfcSBÖK MORGUNBLAÐSLN’S ORÐASPIL SKEMTILEG NÝJUNG FYRIR UNGA OG GAMLA Orðaspil er nýjung hjer á landi, en hefir fengið mjög mikla útbreiðslu víða um lönd. Er það nú fvrst að verða kunnugt hjer Er spilið í stuttu máli þannig, að á hverju spili er einn bókstafur og keppa spilamenn um, hver fyrstur getur úr ákveðnum stafa- fjölda, sem þeir fá gefinn á hend- ina, búið til sjálfstæð nafnorð, eða aukið stöfum sem þeir hafa fengið við orð þau, sem mótspilamenu hafa lagt fram, svo úr þeim verði önnur nafnorð, uns þeir hafa þann ig komið af sjer öllum spilunum, og er þá tap hinna til vinnandans þeim mun meira, sem þeir hafa fleiri stafi eftir á hendinni. „Joker“ ew í spilinu, sem getur gilt fyrir hvaða staf sem spila- manni hentar í hvert sinn. Það yrði of langt mál að rekja allar spilareglurnar hjer. En að spil þetta er gert hjer að um- talsefni, er vegna þess, að það er börnum og unglingum jafnt til fróðleiks og skemtunar. Því ung- lingar fá, með því að iðka spil þetta, tækifæri til þess að festa sjer í minni úr hvaða stöfum orðin eru mynduð. Er það ekki lítils virði að búa þau leikföng í hendur barna, sem geta, auk dægradval- arinnar, orðið þeim til fróðleiks og uppörvunar við nám sitt. Barnakennarar ættu að gefa orðaspilinu gaum, og sjá hvort ekki er hægt með því að vekja eftirtekt og áhuga barna fyrir því, hvernig þau eiga að stafa orðin rjett. En auk þess er orðaspilið skemti legt jafnt fyrir eldri sem yngri. Atli Már listmálari hefir teiknað spil þessi. Jokerinn. FJAÐRAFOK Sagt er, að fyrsta tesamkvæmið á Englandi hafi verið þannig: Sjómaður, sem kom frá Kína, gaf móður sinni poka með tei og sagði henni hvernig átti að fram- leiða þennan nýja drykk. Að því loknu fór hann burt, til þess að ganga sjer til skemtunar. Móðir hans hlýtur að hafa misskilið hann hrapallega, því að þegar hann kom heim, sat hún með 3 vinkonum sínum og át rjúkandi telaufið á ristuðu brauði. Yatu- inu hafði hún helt í vaskinn. ★ Henry Ford, bifreiðaframleið- andinn frægi, sem einnig er eig- andi dagblaðs, sem kemur út í Bandaríkjunum, er mikill mann- vinur. Eitt sinn skrifaði hann grein með eftirfarandi fyrirsögn: Hvað getum við gert fyrir hið hrjáða mannkyn? Daginn eftir birti annað blað eftirfarandi uppá- stungu: Settu nýjar fjaðrir í vagn ana þína, Henry. ★ Þó að flest, sem prentað er og skrifað, sje gert með svörtu efni á hvítum fleti, þá er þessi lita- samsetning ekki nema 6. í röðinni, að því er skýrleika snertir. Litasamsetning, sem auðveldast er að lesa við eðlilega birtu, er þessi og í þessari röð: svart á gulu, grænt á hvítu, rautt á hvítu, blátt á hvítu, hvítt á bláu. ★ Fyrir nokkrum árum skeði það merkilega undur, að sardínum rigndi úr skýjum himins á há- sljettu einni í Honduras, nokkuð langt frá sjó. íbúarnir lögðu ótta- slegnir á flótta er þeir sáu hina „illu anda“, sem komu úr þessum volduga skýstrók. Nýgift kona við matvörukaup- mann: — Eggin, sem jeg keypti hjá yður í gær, voru svo fjarska lítil. Haldið þjer nú ekki, að þjer takið þau of snemma úr hreiðr- inu ? ★ Konan við mann sinn: —* Þú ert með líkbrennslu, en jeg skal segja þjer það í eitt skifti fyrir öll, að þann dag, sem þú lætur brenna þig, erum við skilin að skiftum. ★ — Hún sagði að hann hefði roðnað, þegar hún kysti hann. — Auðvitað, hún litar frá sjer. ★ Fyrst drakk jeg vatn með whisky, svo drakk jeg whisky með vatni, svo whisky án vatns og nú drekk jeg whisky eins og vatn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.