Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 7
LEHBOK MORGUNBLAÐslNS 335 jeg hefði hlustað á erlendu frjett- irnar í útvarpinu kvöldið áður, en þegar jeg svaraði því neitandi, sögðu þeir mjer þær frá upphafi til enda Við fórum svo að tala um stríðið og þar kom jeg nú ekki að tómum kofunum. Þeir höfðu fylgst svo vel með öllum frjett- um og útskýringnm í útvarpinu, að þeir voru miklu betur að sjer en jeg í öllum aðdraganda stríðs- ins. Þeir báru litla virðingu fyrir heimspólitíkinni og þótti skömm koma til hinnar svokölluðu menn- ingar, sem hafði ekki fjarlægt manninn frá dýrseðlinu meira en það, að ósamkomulag út af verð- mætum jarðarinnar orsakaði grimd arlegar blóðsútheilingar og skipu- lagða eyðileggingu þeirra sönnu verðmæta, sem barist var um. Þetta var nú þeirra skoðun. Þeir buðu mjer far í bátnum heim í Bolurgarvík. Auðvitað var það miklu Ijettara fyrir mig, en jeg hafði nú ákveðið að ferðast þessa leið fótga'ngandi og hjelt fast við þá ákvörðun. Þeir sögðu mjer þá, að ef jeg yrði kominn heim á undan peim, skyldi jeg segja konunum, að hitt hefði jeg bændur þeirra í Smiðjuvík, og væri mjer heimill allur beini. Síð- an kvöddumst við þarna í fjör- unni. Gekk jeg upp úr Smiðju- vík yfir fremur lágan háls, vax- inn lyngi, grasi og víði. Þá tók við Barðsvík. Þar eru sandar breiðir með sjó fram. Er þar því langtum verri lending en í Smiðjuvík, en meiri reki. Landið upp frá sjónum er allstórt og grasgefið Þetta er eyðibýli. Jeg settist niður við hinar föllnu bæj- artóttir og ljet hugann reika, en um það skai ekki fjölyrða. Brátt reis jeg á fætur aftur og hjelt á- fram þvert yfir graslendi víkur- innar fiamarlega. Þarna voru stórar engjai vafnar í grasi, en þó nokkuð af sandi og leir í rót- inni. Hlíðin upp eftir fjallinu hinu megin v&r gróin langt upp fyrir miðju. Grösugir hjallar tóku við hver af öðrum. Mjer hafði verið sagt, að þeir væru eitthvað um 18—20. Það er drjúgt beitiland þarna, en það er líka drjúgt á brekkuna að sækja fyrir gangandi mann. Fjallið er bratt og hátt. Efst eru tvö skörð í hamrabelti fjallsbrún- arinnar, þau heita Gönguskörð. Hið fremra liggur hærra og er miklu verra yfirferðar, leiðin ligg ur því um hitt skarðið. Til er að vísu önnur Jeið úr Barðsvík til Bolungarvíkur, liggur hún með sjó frarn, hægari leið, en talsvert lengri. Þegar jeg var kominn töluverð- an spöl upp eftir hlíðinni, sá jeg hvar þokuslæður tóku að færast yfir Smiðjuvíkurbjarg. Þótti mjer ilt, ef þokan næði mjer, áður en jeg næði skarðinu, því að bæði gat hún vilt mig og tafið og eins • myndi hún eyðileggja alt útsýni. En ekki var um slíkt að fást. Jeg tók upp kortið og áttaði mig eins vel og hægt var, en jeg vissi, að það myudi mjer lítið duga, ef þokan skylli yfir, því að áttavita hafði jeg ekki. Og þokan skall yfir. í einu vetvangi lukti hún mig í faðmi hráslagans og dimm- unnar. Þokk&leg faðmlög það, eða hitt þó heldur Jæja, áfram þrammaði jeg samt og hugsaði sem svo, að ef jeg rækist alstaðar á ókleifa hamra, væri þó altaf hægt að halda undan brekkunni, finna sjóinn og fara þá hina lengri leið. Gamlir Eyfirðingar Framh. af bls. 331. orðtak og hjelt að. hann ætti við það, að gat var í endanum á skeiðunum, sem þræða mátti í snæri og festa við sig; minnir mig að jeg gjörði það til þess að týna ekki þessum kjörgrip). Þau Pjetur áttu dóttur er Ingi- björg hjet, glæsileg stúlka og tal- in einn besti kvenkostur þar um slóðir. Hún giftist vestra Eiríki Hjálmarssyni Bergmann, sem jeg held að hafi fyrstur eða einn fyrst ur íslendinga verið kjörinn á þing í Vesturheirrji. Þeir voru systkina- synir, hann og sjera Friðrik Berg- mann og Daníel Laxdal, er var merkur málflutningsmaður. Hann hjet eftir föður mínum, því að móðir hans, seinni kona Gríms Laxdals bókbindara, Aldís Berg- mann var hjá foreldrum mínum og mikil vinkona þeirra. Hún var fóstra mín og unnum við hvort öðru mjög; bar jeg upp fyrir henni flestar raunir mínar og fjekk venjulega úr bsbtt. Hún var hagmælt og orti hjartnæmt ljóð eftir elsta bróður minn Magnús, er dó úr tæring, er hann var að læra undir skóla. Var það ort í nafni móður okkar og á jeg það enn. Aðra dóttur átti Ólafur, er Að- albjörg hjet, einnig fríð og gjörfu leg. Hún giftist Hallgrími Hall- grímssyni. Hann var fríður mað- ur, hár og karlmannlegur og söng- maður ágætur, gjörðist atkvæða- maður og bjó á .Garðsá í Eyja- firði. Þau voru glæsileg hjón og brúðkaup þeirra fyrsta veislan sem jeg var í. Þar var Þórður læknir á Akureyri, sonur sjera Tómasar Sæmundssonar. Söng hann og þótti mikið til koma. Annars var lítið um söngmenn á þeim tíma, en þó heldur í þann veg að lifna og Hallgrímur þar einn með hinum fremstu. Fleiri voru börn Ólafs, góð og mæt. En jeg þori nú ekki að treysta á dofnandi minni mitt, til að segja sögur af þeim, þó að margt sje á sveimi í huganum um þessa góðu, gömlu Eyfirðinga, bæði þá, sem jeg hef nefnt og marga aðra. En skjóti nokkru skökku við um það sem jeg hef hjer sagt, mun það umbætt af öðrum, og skal þá, sem ætíð, „hafa þat, er rjettara reynisk", eins og um ætt og uppruna hins góða forseta Kirkjufjelagsins. — Hefurðu nokkurntíma lent í járnbrautarslysi ? — Já, það hefi jeg. Einu sinni, þegar jeg fór í gegnum neðan- jarðargöng, þá kysti jeg óvart föður stúlkunnar í stað hennar. Jeg lá í mánuð á eftir ★ — Herra minn, þjer hafið bjarg að lífi mínu. Hvernig get jeg sýnt yður þakklæti mitt í verki ? — Gifst tengdamóður minni og flutst til Ástralíu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.