Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 6
334 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS stundum slær það með krepptum hnefa og fylgir fast eftir. Þarna í kringum vitahúsið hefir sjórinn víða brotið djúpar gjár. Eru þær opnar til hálfs, en á hina þrjé vegu umluktar 10—15 metra háum, lóðrjettum berg- veggjum. Af þessum gjáabörmum er ægilegt að horfa niður í græn golandi hyldýpið, þar sem sjórinn svarrar við hinar svörtu kletta- þiljur. Frímann heitinn Haraldsson var þá vitavöíður í Látravík. Hann sýndi mjer íbúðarhúsið, vitann og umhverfið. Húsið var úr stein- steypu, stórt og mikið um sig, en eins og oft vill verða um opin- berar byggingar, ekki að sama skapi vandað að vinnu og frá- gangi. En hitt vakti mjer furðu, hversu mikið var búið að rækta um- hverfis húsið. á þessum berangurs legu bökkum, sem virtust ekki vera annað en grjót og klappir. Sú ræktun hlýtur að vera með afbrigðum dýr, en óneitanlega set- ur hún ftgurri og um leið byggi legri svip á staðinn. Frímann Haraldsson hafði ver- ið þarna vitavörður um nokkur ár, hafði áður verið bóndi á Horni 'og stundað land og sjó jöfnum höndum tins og þar tíðk- ast. Hann var talinn maður vel fjáður og atorkusamur umfram aðra menn. Á vetrum smíðaði hann áraskip og opna vjelbáta og seldi til ísafjarðar eða annara staða, þar lem eftirspurn var. Þóttu bát- ar hans vel reynast. Síðan hann kom í Látravík, hafði hann aðal- lega beitt dugnaði sínum að jarða- bótum, rifið upp grjót, brotið landið og gert sáðsljettur, sett upp girðingar, bætt lendingu o. s. frv.Lendingin í Látravík er þannig, að lenda má bátum í fjörunni undir klettunum í lygnu veðri og ládauðum sjó. En strax og sjór gerist úfinn, skellur brim- ið upp að klettunum og verður þá að „hífa“ bátana upp úr fjör- unni. Uppi á bökkunum er „krani“ til að draga þungavöru upp úr fjörunni. Frá klettabrúninni og í fjöru niðri lá stigi úr timbri, mikill og ramgjör Hafði Frímann smíð að stiga þann og felt í steyptan stöpul að neðan, því að ella myndi brimið lyfta honum upp og mölva. Svo nærri klettunum gekk fiskur stundum á sumrin, að Frímann sagði mjer, að vel mættu menn á báti við fiskidrátt heyra, ef konur gengju úr húsinu fram á bakkana og kölluðu á þá til maltíða. Jeg gisti í Látravík um nóttina, en lagði af stað þaðan morguninn eftir um dagmálaleytið. Jeg varð samferða unglingsmanni, sem var hjá Frímanni. Sá var bróðir bónda sonarins í Hlöðuvík, sem hafði fylgt mjer upp Skálakamb. Það átti ekki af mjer að ganga að hafa meira gott af þeirri ætt. Við gengum nú upp úr Látravík yfir háls einn og niður í Hrolleifs- vík. Þar höfðu víst verið tvö býli einhverntíma, en nú löngu komin í eyði. Nú voru þar sauðahús frá Frí- manni, hafði hann þar í beitar- húsum á vetrum, en heyjaði þar á sumrin. Það þætti sumstaðar ófært með öllu að ganga yfir fjall til beitarhúsa dag hvern á vetrum. Allmikinn snjó leggur þarna stundum í aðdragandanum báðumegin, en skefur af sjálfu fjallinu. En í svartabyl og veður- ofsa mega menn þar gæta sín að villast ekki fram af björgunum. — í Hrolleifsvík er undirlendi svipað og í Látravík, nema hvað það nær þó til sjávar á smábletti, svo að jeg býst við, að einhver not megi hafa þar af fjörubeit. Nú kvaddi jeg hinn unga mann, því að hann var að hyggja að kindum. Gekk jeg svo áfram upp úr þessu dalverpi. Ekki var vert að fara of geyst fyrst í stað. Það var sporadrjúgur spölur til næstu mannabygða. IV Þetta er g”eiðfærasti og skemt’ legasti vegurinn, sen.’ jeg hefi enn farið á þessu ferðalagi. Fremur sljettir, grasi grónir harðvellis- balar tejgja kjarnmikinn, ilmandi gróðurvef á fremsta hlunn hengi- flugsins En harðvelli er þetta sannarlega, því að grunnur er jarðvegurinn og blágrýtisbjarg undir. Stundum þræði jeg fjár- götur, sem öðru hvoru liggja svo tæpt, að varla er meira en fet frá þeim og út á bjargbrúnina. Bjarg- ið er mismunandi hátt og fellur sumstaðar beint í sjó niður. Sól skín í heiði og útsýni er dásam- legt austur vfir Húnaflóa. Á einum stað skerst mjór dal- skorningur upp í f jallgarðinn. Þaðan streymir bergvatnsá, sem fellur niður af brún bjargsins í kolgrænan sjó. Þetta er Drífandi, án efa einhver sjerkennilegasti foss á landinu, þótt ekki sje hann vatnsmikill. Þegar nær dregur Smiðjuvík verður landið uppi á björgunum breiðara og enn gróð- urmeira. Slægjublettir eru þar á víð og dreif. En björgin sjálf eru líka hærri Heitir nokkur hluti þeirra Smiðjuvíkurbjarg. í bjarg- sillunum er nokkur gróður og fuglalíf eigi all-lítið. Máfar og veiðibjöllur lyfta sjer ljettilega upp yfir brúnina, líta snöggvast niður á mig og svífa svo fram a/ bjarginu aftur, hægt og tígulega. Fýlarnir fljúga um í hópum, en þeir eru öllu þunglamalegri í hreyfingum, þar sem þeir aka spikfeitum skrokkum sínum áfram með tíðum vængjaslætti. Fýllinn verpir þarna í björgun- um, en svartfuglinn ekki. Þeir eru aldrei saman. Svartfuglinn forðast að verpa eggjum sínum, þar sem nokkur gróður hefir fest rætur, en fýllinn sækist eftir gróðri — og ræktar út frá sjer. Björgin taka enda og Smiðju- vík blasir við. Heldur er undir- lendið af skornum skamti, en þarna er ágæt lending, eftir því sem um er að gera í þessum vík- um. Hús standa enn í Smiðjuvík og túnbletturinn er sæmilega sprottinn, en jörðin er í eyði. Þegar jeg gekk niður í víkina brá mjer í brún, er jeg sá bát þar í lendingu, því jeg vissi þar engra manna von. Gekk jeg nú til þeirra og reyndust þetta þá vera bænd- urnir úr Boiungarvík, allir þrír: Jón í Seli og svo bræðurnir Reim- ar og Jónas Finnbogasynir. Voru þeir að sækja þangað rekaviðar- smælki til eldiviðar. Á leiðinni höfðu þeir svo veitt seli og fisk. Höfðu þeir tekið upp nesti siti og sátu nú að snæðingi þarna í fjörunni. Þeir spurðu mig, hvort

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.