Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 67 urinn öðrum meiri fellur honum 1 skaut. Hann er talinn jafnoki niestu leikritaskálda heimsins. Að líkindum hefir ekkert ís- lenskt skáld hlotið svo skjóta irægð, sem hann. En enginn kunni betur að taka þessum frama en hann, sami látlausi maðurinn, er trúði takmarka- laust á vináttu og falsleysi ann- ara, og ekkert varð honum sár- ara en verða fyrir óheilindum af þeim, er hann taldi sjer trúa vini.-------- • »6 Jóhann virtist gleði- og bjartsýnismaður á margt í líf- lnu, fylgdi honum svo að segja *rá vöggu til grafar skuggi dauð ans, alla daga, með bikarinn barmafullan af myrkri og Sleymsku. — Jeg heyrði hann sjálfan segja frá því, er hann *°m í síðasta sinni heim til okk- ar vorið 1919. Mjer er ógleym- anleg þessi síðasta sjón mín á ft°num, — er hann kom inn úr dyrunum heima hjá mjer greip Það mig, hve mjög hann líktist myndum þeim, er til eru af Jón- asi Hallgrímssyni. Ennið var eins og sami svipur um höku og Vanga. Jeg gat ekki stilt mig Um að hafa orð á því við hann. ' Þarna sat þá þessi maður, Sem eg mundi svo vel eftir, frá Pví er eg sem barn hlýddi á ¦flntýrl hans, og sem seinna tófraði mig með leikritum sín- Um og ljóðum. — Enn leiftruðu augu hans og orðin skutu gneist- Um» er hann talaði um áhuga- mál sín. Hann spurði og sagði íra jöfnum höndum, en brátt snjerust umræður í ákveðna átt. að voru trúmálin. á sagði hann °kkur frá þessum ótta sínum við Jauðann, er alla stund hefði y'&t honum: „Þegar jeg var arn dreymdi mig einu sinni að Suð kom til mín, gamall, síð- skeggjaður öldungur, og guð Sagði við mig: „Jeg skal gefa Wer eina ósk". Og hvers haldið Pið að jeg hafi óskað mjer? Jeg oskaði að hann ljeti.mig verða bráðkvaddan. Svo mikið hugs- aði ieg þá um dauðann". En ekkert okkar vissi þá, að aauðinn var búinn að rjetta að nonum bikarinn. — Nokkrum mánuðum seinna — regnþrunginn, dimman síðsum- ardag — barst andlátsfregn Jó- hanns út um bygðir og bæ ís- lands, hvarvetna blöktu fánar í hálfa stöng. Sjálf náttúran var „hrumgjörn", er hún tregaði einn af frægustu sonum sínum, er fjell í valinn á hátindi frægð- ar sinnar, og á besta aldurs- skeiði, aðeins 39 ára. — Þegar Jóhann fæddist var hann svo vesæll, að hann var látinn liggja í hveiti, blaktandi skar, sem eng ir hefðu tregað, nema foreldr- ar, — þegar hann dó varð hann þjóð sinni og ótalmörgum öðr- um harmdauði. — Enn er sæti hans óskipað, enginn hefir tek- ið upp merki hans. Ótalmargt hefir breyst. Ætt- in er horfin af óðalinu, Vöku- kofinn af holtinu, og drengur- inn, er einu sinni stóð þar um undurfagra vornótt og drakk í sig fegurð hennar — og ljet sig dreyma stóra drauma, er rætt- ust — hann er líka horfinn sjón- um okkar. „En orðstír deyr aldregi, hveim sjer góðan getr". Undarlega lík urðu örlögin, þeim frændum Jónasi og Jó- hanni. Báðir falla þeir mitt í manndóm sínum, annar 38, hinn 39 ára. Báðir bera þeir beinin „langt frá sinni feðrafold". Skyldi ekki fara vel á að þeir yrðu báðir fluttir heim að Þing- völlum, að hlið skáldjöfursins Einars Benediktssonar, er kvað um Væringjana. Allir voru þeir Væringjar. „Sje eyjunni borin sú fjöður, sem flaug, skal hún fljúga endur til móður- stranda. Því aldrei skal bresta sú trausta taug, sem ber tregandi heimþrá hins forna anda. Vor landi vill mannast á heims- ins hátt, en hólminn á starf hans, líf hans og mátt — og í vöggunnar landi skal varð- inn standa". Smælki. Gerald B. Klein kennari í Tulsa í Bandaríkjunum sannaði fyrir nemendum sínum hvað það er hæpið að trúa því, sem gengið hefir munnlega manna á milii. Hann tók einn nemanda sinn af- síðis og sagði honum eftirfarandi sögu: — Skömmu fyrir dagrenningu einn kaldan vetrarmorgun árið 1899 heyrðust þrjú skammbyssu- skot frá veiðisetri Kudolfs, krón- prins Austurríkis. Vinir Rudolfs brutust inn í húsið. Þeir fundu alt á tjá og tundri, vínflöskur á gólf- inu og kvenmannsföt á bekk fyr- ir framan arininn. í rúminu lá Rudolf alklæddur, en skotinn gegnum höfuðið. Við hlið hans lá nakinn kvenmannslíkami, og and- lit hennar var hulið hinu brúna hári hennar. Kennarinn sagði nemandanum að segja sessunaut sínum söguna og síðan átti hver maður að segja söguna í eyra næsta manns. Klein sagði tuttugasta og fjórða nem- andanum að skrifa söguna á skóla- töfluna. Hann skrifaði: Pjórir karlmenn og fjórar kon- ur fóru inn í klefa kvöld eitt og er þau komu út aftur höfðu þau gleymt, hversvegna þau fóru inn. Prestur nokkur segir frá því, að mestu vandræði, sem hann hafi komist í yfir prjedikun, hafi ver- ið einu sinni, er gömul kona á- kveðin á svipinn, kom í kirkju til hans og settist á fyrsta bekk. Þeg- ar prestur hóf ræðuna tók gamla konan upp hjá sjer heyrnartæki, upp úr trjestokk, sem hún var með. Hún skrúfaði saman heyrn- artækin og hagræddi þeim. Eftir að hún hafði hlustað í tvær eða þrjár mínútur, tók hún af sjer heyrnartækin, skrúfaði þau í sundur og' stakk þeim ofan í stokk inn aftur. En presturinn varð að halda ræðunni áfram — en það segir presturinn að hafi verið eitt af því erfiðasta, sem fyrir sig hafi komið, að ljúka við ræðuna, eftir að hafa fengið þessar móttökur li.iá írömhi konunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.