Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 4
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Prá Canberra, hö fuðborg Ástralíu. ASTRALIUMENN LEOGJA SIO ALLA FRAM BANDARlKIN skiftir það alt í einu miklu, hvernig varnir Ástralíu eru og hvort þjóðin er veik eða sterk til að mæta árás. Og það er styrkur, en ekki veikleiki, sem um er að ræða. Jeg er nýkominn frá land inu. Jeg er forviða eftir að hafa sjeð þjóð, sem hefir lagt sig alla fram til að undirbúa sig undir hættuna. Ófriðarundirbúningur Astralíu er stórfeldur. 1 Ástralíu eru hálf miljón manna í einkennisbúningum, áhugasamir sjálfboðaliðar, — 120,000 þeirra eru erlendis. En hin áhugasama ástralska þjóð væri til lítils gagns, ef hún þyrfti að sækja hergögn og birgðir til Bretlands. Því er ekki þannig varið. Þessi afskekta eyjaheimsálfa, sem fyrir nokkrum árum var þýðingarmikil vegna fjárræktar og víðlendra hveitiakra, fram- leiðir nú flugvjelar, skriðdreka, fallbyssur, skip og þúsund aðra smáhluti, sem nauðsynlegir eru í ófriði. Framleiðslan er í svo stórum stíl, að hún nægir ekki aðeins til eigin þarfa, heldur hefir einnig verið framleitt Eftir A. ABEND Hallett Abend, höfundur þessarar greínar, er ný- kominn til Bandaríkjanna frá Ástralíu, þar sem hann kynti sjer undirbúning Astralíumanna undir stríðið. Þegar þetta er skrifað er búist við innrás Japana í Ástralíu og er líklegt að íslenskír lesendur hafi gagn og gaman af að kynnast undirbúningi Ástralíumanna til að mæta þeirri innrás. Höfundurínn er kunnur ame- rískur blaðamaður. handa Bretum í Singapore, Mal- aya, Indlandi, Miðjarðarhafs- löndum. Jafnvel Nýja Sjáland og hollensku Austur-Indlands- eyjarnar hafa fengið birgðir frá Ástralíu. FIMTI HVER FULLORDINN MAÐUR I síðasta stríði unnu aldrei fleiri en 4000 manns í hergagna iðnaði Ástralíu. Nú vinna 56,000 manns að hergagnaframleiðslu. Ef alt er talið með, sem að ein- hverju leyti vinnur að landvarna iðnaði, þá má segja að 600,000 ástralskir karlar og konur starfi í þágu herframleiðslunnar. — Þannig eru 1,100,000 manns af 7,500,000 íbúum landsins við einhver störf vegna ófriðar- ins. — Þessi íbúafjöldi, sem er álíka og' íbúatala New York, er dreifður um landflæmi, sem er eins víðáttumikið og Bandaríki Norður-Ameríku. — Það er fimti hver fullorðinn maður í landinu. Hundruð þúsundir fjár var ekki rúið síðastliðið ár, og ekki var hægt að skera upp alt hveiti. Menn höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Iðnverin nýju eru sett upp í nýjum borgum, nafnlausum borgum, og það er ekki sagt frá, hvar þessar borgir eru reistar. Þegar maður flýgur yfir hið mikla eyðilega landflæmi kem- ur maður alt í einu auga á rjúk- andi verksmiðjureykháfa og borgir iðandi af lifi, sem eru mjög líkar okkar eigin iðnver- um. Afskektir sveitabæir eru orðnir að sprengiefnaverksmiðj- um, langt inni í landi, til að minni hætta sje á loftárásum:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.