Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 11
LE8BÖK MORGUNBLAÐSINS 75 Á MÝRUM Eftir RAGMflR Á5QEIRS50N \ Mýrunum er, sem kunnugt •*^* er, láglendi, mikið að víð- áttu milli fjalls og fjöru. Hallar því til suðurs frá fjöllunum, með fúamýrasundum milli blágrýtisása og niður við sjóinn er landið að- eins fáa metra yfir sjávarflöt. Víða er þar útfiri mikið og má þar fara um víðáttumikil flæmi þurr- um fótum um fjöru, þar sem er alldjúpt vatn um flóð. Strendurnar eru vogskornar mjög og illræmdir klasar af skerjum út af þeim, langt til hafs Hafa þau sker orðið orsök stórra slysa bæði fyr og síðar. Straum- ar eru þar víða harðir með sjávarföllum og sumstaðar illfært nema um liggjandann. Mýrasund- in milli ásanna eru jafnan illfær meðan jörðin er þíð og vegna þess hafa Mýrarnar verið illa settar hvað samgöngur snertir fram á þennan dag. Suðvestast á Mýrunum gengur höfði einn fram í sjó og er hann 15 metra hár og mun hærri stað- ur naumast vera til þar í nánd. Þessi höfði er ysti hluti ness sem heitir Kóranes. Þangað var eltur Kóri, þræll Ketils gufu, eftir að þeir þrælar höfðu drepið Lamba ¦ Lambastöðum, sem Egla greinir írá. Var Kóri drepinn í nesinu °g ber það því nafn hans. En annar þrællinn, Skorri, synti út 1 ey, ekki fjarri landi og var veg- mn þar, en hinn þriðji, Þormóð- llr, svam út í Þormóðssker og var þar höggvinn. Er þangað rúmur klukkustundar róður frá Kóranesi, svo vel hefir hann verið syndur maðurinn sá. En 'ekki hefir sundi hans verið eins á lofti haldið og sundafreki Grettis, enda var Þor- móður ánauðugur maður, þræll. Enginn veit sé orsök til þrælk- unar þessa vaska sundmanns, en vegalengdin sem hann synti mun þyi sem næst jafnlöng og úr Drangey að tanganum við Reyki á Reykjaströnd. Vestan við Kóranes er lágt bjarg, víst örlítið lægra en nesið, og heitir það Höllubjarg. Sundið á milli er mjótt og er það mynni Straumfjarðar, sem gengur þar innúr og greinist í grunna voga og umlykur nokkrar grónar eyjai.' og hólma. f mynni fjarðarins er mikill straumur, með út- og að- falli og dýpi mikið. Rjett fyrir innan Höllubjargið er hin gamla skipalega og á eynni eða vestan við sundið var hinn gamli versl- unarstaður Straumf jörður syðri. JÞar mun hafa verið verslunar- staður á fyrri öldum og alt fram yfir síðustu aldamót, og þangað sóttu nærliggjandi sveitir kaup- staðavörur sínar. En því eru mjer Kóranes og Straumfjörður hugstæðir staðir, að þar bjuggu foreldrar mínir frá því að þau byrjuðu hjúskap sinn og rjett fram yfir aldamótin, og var faðir minn því hinn síðasti kaupmaður í Straumfirði. Þar sá- um við eldri systkinin dagsins Ijós fyrst og við þessa staði eru því fyrstu minningar bernsku minnar bundnar. í Straumfirði bjó fyrrum ein hin fjölkunnugasta kona, sem ís- lcnskar þjóðsögur geta um — Straumfjarðar-Halla. Svo mikið var álit hennar hjá alþýðu, að þjóðsagan hefir gert haná að syst- ur Sæmundar fróða, enda þótt víst megi telja, að Halla hafi verið uppi tvö til þrjú hundruð árum seinna en Sæmundur. Mörg ör- nefni á Stranmfjarðareyjunni minna á gömlu konuna og það eru munnmæli að hún hafi mælt svo um, að aldrei skyldi kaupstaður vera í Straumfirði í langan tíma samfleytt. Þykir það mjög hafa ræst. Þegar jeg fæddist, fimm árum fyrir aldamótin, áttu foreldrar mínir heima í Kóranesi og var faðir minn þá verslunarstjóri þar fyrir föður sinn, Eyþór Felixson, sem hafði þá mikla verslun í Reykjavík. Fyrstu minningar mín- ar hygg jeg, með vissu, að muni vera frá því er jeg var á þriðja árinu í Kóranesi. Og ekki munu þær merkilegar þykja, eða vera fyrir aðra en sjálfan mig. En eitt það fyrsta, sem jeg man frá því ári var að mamma tók mig einu sinni og leiddi mig við hönd sjer út í garð með hlöðnum veggjum úr grjótí í kringum. Þar var lítill en frjósamur blettur, sem hún hugsaði um. Hún hafði verið er- lendis og geiigið þar á kvenna- skóla áður en hún giftist og með- al annars til gagns og nytsemda hafði hún lært dálítið um garð- yrkju. Vissi hún því dálítið meir en alment gerðist þá um blóm og matjurtir. Þetta var um hásumarið og þarna stóðu í garðinum fáeinar tegundir fljótvaxinna matjurta, þar voru næpur og salat- blöð, en langmesta eftirtek mína vöktu þó hinar litlu, fagurrauðu hreðkur, sem hún dró mjer til mikillar undrunar upp úr hinni svörtu, sendnu mold. Vor\i þetta fyrstu kynni mín af garð- yrkju og grasafræði, því móðir mín vissi einnig rjett nöfn á al- gengum blómtegundum og jeg lærði þau snemma hjá henni. Hef- ir mjer stundum síðar þótt það einkennileg tilviljun, að fyrstu minningar mínar frá bernsku skuli \rera viðvíkjandi garðyrkju. Það man jeg, að þá var Kóra- neshöfðinn með grænan kollinn um sumarið og að fuglarnir voru margir, sem flugu og syntu þar alt í kring. Einnig man jeg, að sjómenn komu að landi, sem sótt höfðu vörur suður til Reykjavík- ur fyrir föður minn, á skipum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.