Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 10
74 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Stefan Zweig unni því fagra í lífinu Eftir SIR NEWMAN FLOWER Landflóttarithöfundurinn austurríski, sem nýl. framdi sjálfsmorð í Suður-Ameríku, er nokkuð kunnur hjer á landi. Bækur hans, svo sem „Magellan", „María Antoin- ette" og nú síðast „María Stú- art", hafa verið þýddar á ís- lensku. Eftirfarandi grein um þenna merka rithöfund er rituð af Sir Newman Flower. Stefan Zweig, einn af mestu œfisagna og sögurithöfund- um þessarar aldar, hefir tek- ið inn eitur og kona hans með honum, í Brasilíu. Hann er á tindi frægðar sinnar, fjármál hans eru örugg, síðara hjónaband hans — ekki þriggja ára gamalt — er hamingjusamt. Hvað olli óham- ingju hans? . Við skulum athuga líf þessa manns. Hann varð tvisvar sinn- um auðugur maður. Hann misti alt sitt er markið fjell 1923. Hann vann með penna sín- um og varð auðugur á ný. Bækur hans voru seldar í Þýskalandi og utan Þýskalands, ekki í tug þús- unda tali, heldur í hundruðum þúsunda. En einungis af því að hann var austurrískur (Gyðingur voru bæk- ur hans bannaðar í Þýskalandi. Bækur hans voru prentaðar í Hollandi, en nazistar stöðvuðu þá innflutning á bókum hans. Þeir voru ákveðnir í að útiloka þenna náunga, sem skrifaði ekki eftir fyrirmælum Hitlers. Fyrir 20 árum var Zweig í Eng- landi — í London. Enskan hans var götótt og hann hafði lítið fje milli handa, en hann hugsaði að- eins um áhugamál sitt — fagur- fræði og hljómlist. Þegar hann gat keypti hann alt sem hönd á festi um þessar listir. Hann átti handrit eftir Keats og Tungl- skinssónötuna. Margt annað eign- aðist hann, sem hann hafði í herra- setri einu í Salzburg. Hann eyddi fje sínu um leið og hann aflaði til að kaupa eitthvað fallegt. í LONDON. Hann kom til London fyrir 10 árum síðan og vann eins og þræll. Stundum hvarf hann einhvers- staðar í Evrópu til að leita upp- lýsinga um einhvern. Hann eyddi fjórum árum í að skrifa um Maríu Antoinette. Ekki veit jeg hvað þær rannsóknir kostuðu hann, en í öllum verkum sínum var hann hinn sanni æfisagnarithöfundur, sem Ijet sjer ekki nægja upp- suðu — eins og svo mörgum hætt- ir við — frá þeim, sem eytt hafa tíma og fje til að uppgötva eitt- hvað nýtt. Jeg man eftir að jeg borðaði með honum miðdegisverð í litlu veitingahúsi í Soho, er hann kom úr einu ferðalagi sinu frá megin- landinu. Hann stilti upp diskum og glösum til að skýra fyrir mjer ferðir Magellans. Hann var í þann veginn að hefja sögu sína um Magellan. Hann talaði reip- rennandi með hinni rólegu rödd sinni, og það er einkennilegt að segja það, en hann talaði í lit- um. Hann gerði mjer ljóst hið rómantíska við ævintýri Magell- ans. Stríðið skall á. Hann hafði bú- ið svo lengi í London, að hann var orðinn breskur borgari. En sál hans var eirðarlaus. Við hitt- umst oft og hann talaði eins og þeir, sem búa yfir sorg og kvíða SÍÐASTA BRJEPH) HANS. í tvö ár hefir hann unftið að verki, sem hann áleit mesta verk sitt: Ævisögu Balzaé. í síðasta brjefinu, sem jeg fjekk frá hon- um, segir hann mjer frá því, að hann hafi svo að segja lokið við ævisöguna. Eftir því, sem stríðsmánuðirnir liðu veitti jeg því athygli, að leið- indin voru að tæra þenna mann. Hjerumbil það síðasta, sem hann sagði við mig var \ „Mjer hafði aldrei dottið í hug, að einn tísku- djöfull gæti eyðilagt það, sem list og hugvit hefir bygt upp á þús- und árum". Síðasta brjef hans kom til mín fyrir nokkrum dögum. Jeg get mjer til að það hafi verið svana- söngur hans. Hann skrifaði: „Hið reglulega mikla verk mitt, Balzac, verður að bíða, þar sem jeg hefi ekki nægar heimildir við hendina. Við verðum öll að laga okkar eigin óskir eftir tímunum og því, sem í húfi er. Jeg vildi óska, að jeg gæti orðið að meira liði heldur en jeg er á mínum aldri .... Síðustu tvö ár, sem jeg hefi eytt í stöðug ferðalög, breytingu á tungumálum, venjum, dvalarstöðum og loftslagi, hefir þreytt mig. En okkar kynslóð hefir engan rjett til að þreytast þangað til hún hefir bætt fyrir syndir sínar og gert skyldu sína . . . ." Zweig varð sextugur í nóvem- ber 1.1, Enginn sextugur maður hafði jafn skýra hugsun nje lífs- fjór. Hann trúði aðeins á hið fagra í heiminum, á bókmentir og hljómlist. Hann trúði á draum, sem gerði hann hamingjusaman, þar til hann sá þann draum gerð- an að engu með stríðinu. Þegar draumurinn var búinn fór hann til að reyna að finna hann aftur. ANDLEG HUGGUN GEGNUM SÍMA. Ef einhver, sem býr í New York, finst hann þurfa á andlegri huggun að halda, getur hann feng- ið hana með því að hringja í á- kveðið símanúmer. Gegnum sím- ann kemur tveggja mínútna ræða, töluð af presti. Sá sem hringir þarf ekkert að borga og það er ekki einu sinni spurt um nafn hans. Dæmi eru til að 300 manns hafi notað sjer af þessari andlegu huggun daglega. — Colliers.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.