Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1942, Blaðsíða 2
66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS anlega vísa. Vinur hans, sem var vinnumaður á heimilinu, hafði oft reynt til að koma honum í skilning um stuðla og hljóðstafi, og til hans fór hann með þessa fyrstu tilraun sína. En vísan var svona; „Tófa, tófa, bíttu ekki lömbin, bíttu heldur örninn, sem gerir mikinn skaða". Hann var svo viss um, að hann yrði eins mikið skáld eins og Jónas Hallgrímsson, frændi hans, og honum vildi hann helst líkjast. En vini hans fanst fátt til um ljóðagerðina. Óendanleg- ur sársauki gagntók viðkvæman hug piltsins. Vinur hans mátti þó vita, að þetta var honum al- vörumál, — það sem allir draum ar hans og vonir snjerust um. Skáld vildi hann verða. Eins og fornu kapparnir vildi hann yrkja drápur og flokka og flytja konungum. Fyrir fje og frama skyldi hann berjast til þrautar. Víkingur vildi hann verða. Skip- inu sínu skyldi hann sigla alla leið inn í Ós, hlöðnu dýrum vopn um og góðum gripum. — En nú var þetta alt hrunið í rústir. — Tár komu í augu hans, alt um- hverfið var fult af gróðri og söng, — hann einn var radd- laus. — En snögglega breyttist svipur hans, vonleysið hvarf af andlitinu, festa og einbeitni komu í staðinn. Hann krepti hnefann upp í loftið í áttina til svartbaksins, er sveimaði í stór- um hringum yfir víði vöxnum eyjunum, og sagði hátt: ,,Jeg skal!" Árin liðu. Drengurinn óx. Snemma var byrjað á námi, — fyrst í heimahúsum, síðan í Latínuskólanum. Enn dreymdi hann stóra drauma, og þó að ýmislegt breyttist, þá var tak- markið altaf það sama, þó enn væri það óralangt í burtu. — Sumrin voru sælutími. Þá var gott að mega vera heima. Úti í náttúrunni undi hann öllum stundum, marga tíma við að leita uppi bú býflugna og safna hunangi þeirra, eða hann lá úti í móum og fylgdi með augun- um hvítum. Jjethim sumarskýj- unum, og um þau og margt ann- að bjó hann til sögur og æfin- týri, Stundum sagði hann okk- ur börnunum það, sem hann bjó til, og það voru þakklátir áheyr- endur, sem hann hafði þar. — Veturinn eftir að hann fór úr skóla var hann heima. Þá bjó hann til fyrsta leikritið sitt, og heimilisfólkið ljek það um jól- in. Sjálfur var hann lífið og sál- in í öllum undirbúning og æf- ingum. Var á því allmikill þjóð- sagnablær og töluvert öfgakent, en höfundur, áhorfendur og leik endur höfðu af því góða gleði. Hann mintist þessarar fyrstu til- raunar sinnar, mörgum árum seinna, í víðlesnu dönsku tíma- riti. — Svo kom haustið, er hann kvaddi heimili sitt, æskustöðv- ar og ættjörð. Hann ætlaði að nema dýralækningar, og að því búnu að hverfa heim. En dvölin varð lengri en ætlað var. Hún varð æfilöng, — hann kom eftir það aðeins heim sem gestur. — Glaumur borgarinnar við Eyr- arsund dró hann að sjer, námið var að mestu lagt á hilluna, — lífinu lifað. — Þó gaf þetta ekki til lengdar neina fullnægju. Hann hafði alla daga verið að leita að sjálfum sjer. — Enn hafði sú leit engan árangur bor- ið. — Og tíminn líður.-------- Svo vaknar hann einn undur- fagran vormorgun, og inn um opinn gluggann berast til hans raddir vorsins. — Það vekur hjá honum gamlar endurminn- ingar. Hann sjer í anda Vöku- kofann heima, og íslenska vor- nóttin með öllum sínum töfrum stendur honum lifandi fyrir hug skotsaugum. — Gamlir draum- ar, geymdar vonir rísa upp, ákveðnari og sterkari en fyr. Enn einu sinni kreppir hann hnefann og segir: „Jeg skal!" Og: nú eru það orð fullorðins manns. • Að vísu hafði hann aldrei mist trúna á sjálfum sjer, en hann hafði sóað tímanum. Nú skyldi það unnið upp. — Hann braut af sjer alla hlekki. Ann- ara ákvarðanir og vilji var að enpu hafður, og þó að aldao'öm- ul ótrú á skáldum og auðnuleysi þeirra skildi hann um tíma frá nánustu vandamönnum, ljet hann það «kki á sig fá. Merkið var hafið, — til þrautar skyldi barist. Og baráttulaus var leið- in ekki umkomusnauðum útlend ing, oft f jevana; því hann kunni lítt með fje að fara, enda höfð- ingi í lund sem í sjón, og oft kom það fyrir, að hann ljet síð- asta eyri sinn til þeirra, sem hon um fanst enn ver staddir. — Það er óskrifuð saga erfið- leika, er hann átti við að stríða, uns takmarkinu var náð. Og þeir, sem hafa'lesið brjef hans frá þeim árum, er hann skrif- aði Jóhannesi bróður sínum, geta aðeins látið sig gruna, hvað víða skórinn^þrengdi að. — Á mörgu var byrjað þessi árin, sem aldrei varð meira en byrj- un, því það var alla daga svo, að hann hafði mörg járn í eldin- um. Hann var altaf að rífa nið- ur og byggja upp að nýju, því að hann var með afburðum vandvirkur. Þegar fyrsta leikritið, Doktor Rung, komst á prent, f jekk það Ijelegar viðtökur meðal ritdóm- ara. Þó var einstaka maður í þeim hóp, er taldi hann hafa hæfileika til leikritagerðar. — Bóndinn á Hrauni er næsta full- gerða leikritið. Það fjekk betri dóma, og nú fóru landar hans. að veita honum meiri athygli. Hann finnur það þó sjálfur,, að enn er hann fjarri að hafa fundið sjálfan sig til fullnustu.. Það var ekki fyr en hann fór að> færa sjer í nyt auðæfi íslenskrai sagna, er biðu eftir að verða leyst úr álögum. Þar var nóg af ósljpuðum demöntum. Hann gat fágað þá og sett þá í viðeigandi umgerð með orðsnild sinni og hinu auðuga ímyndunarafli. — 1 Fjalla-Eyvindi og Galdra-Lofti nær hann hámarki frægðar sinn ar. — Og nú rætast bernsku- draumar hans. Hann hefir unn- ið úr gulli sálar sinnar og ís- lenskra þjóðsagna dýra gripi. Nú siglir hann knerri sínum inn í hvern ós, vík og vog heima- landsins. — .Leiðin liggur greið. Hann er ekki lengur einmana, fjevana útlendingur. Hver heið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.