Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 10
90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JEG hlýddi nýlega á útvarps- erindi Jónasar læknis Kristjánssonar, sem fjallaði um vanheilsu sem stafa mundi af vanefnum fæðunnar, og á hinn bóginn fjallaði erindi læknisins um það tómlæti lækna, sem viðr- ar fram af sér baráttuna gegn orsökum þeirrar vanheilsu, sem skortur bætiefna veldur í mann- heimi. Manni dettur í hug, að tóm- lætið, sem Jónas drap á, í lönd- unum — þögn læknanna við hrópandans rödd og vantrú þeirra á nauðsyn góðrar fæðu sem gæti komið í veg fyrir marga sjúkdóma — stafi af því, að læknarnir, þorri þeirra, dragi sig 1 hlje og telji sjer trú um, að rödd hrópandans sje hjegilja, m. a. fyrir þá sök, að þeir vilji hálft í hvoru hafa mikið að gera — mikla atvinnu. Svo sem nærri má geta, er jeg eigi þess umkominn, að leggja vísindaleg orð í belg, þar sem Jónas læknir Kristjánsson og andstæðingar hans eigast við. En alþýðlegur vitnisburður hefir sitt gildi í öllum áttum, þegar um lífið sjálft er að tefla, eða heilsu manna ellegar van- heilsu. Alþýðleg eftirtekt hefir stund- um mikið til síns máls. Jeg ætla að leiða hana sem vitni í þessu máli. Reykvíkingar kannast við Pál Stefánsson frá Þverá. Hann ólst upp að Þverá í Laxárdal, í S- Þingeyjarsýslu, íslensku heimili í þess orðs bestu merkingu. Jón Jóakimsson fóstri Páls var þjóð- kunnur þrifnaðarbóndi og konur hans íslenskar ágætishúsfreyj- ur. Jón sagði sögu manni ein- um, að hann hefði langa æfi lagt til bús síns 15 pund af hveiti árlega. Þar var þó kirkja og veittar góðgerðir presti og messufólki, svo að meira var um að vera þar að Þverá en á öðrum sveitabæjum. Sykurkaup Eftir QUÐMUMD munu hafa verið í hlutfalli við hveitikaupin. En þarna var ís- lenskur búmaður í besta lagi, árið um kring og þó haldið spar- lega á öllu í búri og baðstofu. Jón á Þverá átti þrjá syni og þrjár dætur, sem upp komust. Tvær dætur hans náðu áttræð- um aldri. Ein lifir enn, á átt- ræðisaldri. Einn sonur Jóns dó um sextugt, annar (Jón frá Þverá, lengi í versl. Edinborg í Reykjavík) er kominn yfir áttr- ætt. Sá þriðji, Benedikt frá Auðn um, dó á tíræðisaldri. Öll voru systkinin neytslugrönn (spar- neytin), smávaxin og virtust vera þreklítil. Varla verður vje- fengd sú getgáta, að þessi systk- in hafi orðið svo langlíf, sem raun varð á, vegna „dýrðlegra matarráða" í föðurgarði og móðurhúsum; því að lengi býr að fyrstu gerð, segir gömul reynsla. „Dýrleg (eða dýrðleg) mat- arráð“ eru nefnd í einni Biskupa sögu og þess getið, að biskups- frúar söknuðu margir — hún druknaði — „vegna hennar dýr- legu matarráða“. Nú er sagt um góðar konur: „Hún er góð mat- móðir“. Og enn fremur: „Þar er (eða var) góð matarvist". öll þessi orðatiltæki sýna og sanna, að „einföld alþýða“ og „sauðsvartur almúgi“ skildi og mat gildi ,,undirstöðumatar“. j f hitt eð fyrra vat nefnd skip- uð — ef jeg man rjett — sem átti að kynna sjer matarmál vor og leggja á ráð til úrbótar þar sem ábótavant kynni að vera. En um þessi málefni þarf engum getum að leiða. Matar- æði fslendinga eins og það var á Þverá alt til ársins 1880, og á ótal góðum bændabæjum, er auðskilið mál og þarf ekki að fara í grafgötur eftir úrlausn- um. FRIÐJÓMSSOM v Um 1880 hófst kaupfjelaga- verslunin hjer á landi. Þá breytt- ust lifnaðarhættir í sveitum með því ofurmagni illrar hveititeg- undar, afhýddra hrísgrjóna og sykurs, sem bændur tóku þá fram yfir rúg og heilgrjón. Hvít- ur sykur útrýmdi kandís. Rúg- mjöl, misjafnt að gæðum, flutt- ist inn í stað rúgs. Jeg man það vel, að jeg mal- aði rúg í kvörn í eldhúss horni. Og brauð úr því mjeli var etið samdægurs — sætt og munn- tamt. Jeg hefi aldrei bragðað jafn- gott brauð, síðan hætt var að mala korn í landi voru — nema eitt sinn á Kolviðarhóli, pott- brauð, sem var seytt við jarð- hita. — Þessum sannkallaða kviðburði verður ekki hnekt með þeirri viðbáru, að bragðlaukar gamals manns „gangi af göflun- um“, tapi sjer með aldrinum. Þá var mjólkurmaturinn fyrr- um: rauðseydd heilgrjónamjólk Sog ket eða harður fiskur í þokka bót, rúgbrauð og flot eða súrt ifsmjer áþekt gróðaosti. Það vita allir hestamenn og hafa vitað, að reiðhesta og aðra klára verður að ala á kostafóðri til þess að þeir verði fjörugir og .sterkir. Menn og konur þurfa kjarnamat (undirstöðu-mat svo kallaðan) til þess að líffæri fólksins nái þroska og seiglu. Kenning Jónasar læknis er auðskilin hverju mannsbarni, sem er svo vitiborið, að það get- ur numið fermingarfræði. En það brennur við enn í dag, að vitringum er hulið, það sem ein- feldningar geta skilið. Lærdóms- hroki fræðimanna er enn þránd- ur í margri götu. ★ Þegar jeg var unglingur, bjó í grendinni bláfátækur bóndi, ómagamaður. Hann hafði 20 ær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.