Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 14
94 LBSBÓK MORGTJNBLAÐSINS Þeir þekkja dauðann IÞEIM löndum, sem Þjóðverj- ar hafa nú á valdi sínu, og alt logar í smáuppreisnum, eru bardagarnir hvergi jafn æðis- gengnir, nje fjandskapurinn gegn „sigurvegurunum" jafn augljós og í Serbíu, en í því fagra fjallla-landi átti fyrri heimsstyrjöld upptök sín. ★ Áður en þýzki flugherinn hóf hina miskunnarlausu árás sína á Belgrad, morgunin þann 6. apríl, stóð minnismerki nokk- urt, er Serbar höfðu reist yfir eina af hetjum sínum, í litlum skemtigarði nálægt Obilice Venac. Næstum því á sama augna- bliki og sprengikúlurnar splundr uðu marmaralíknesju Voyvod Vuuk Popovich, Tchetnika-for- ingja Serbíu í síðustu heirfls- styrjöld, streymdi ný kynslóð Tchetnika, frá fjöllunum og þorpunum, inn í Belgrad, til þess að berjast gegn hinu gamla árásarríki — Þýzkalandi. Meðlimir Tchetnik-hreyfing- arinnar, öðru nafni nefndir Komitajis, mynda megin fje- lagsskap serbneskra föðurlands- vina. Meðal þeirra eru konur jafnt sem karlar og ungir sem gamlir. Þeir hafa svarið með dýrum eiði að berjast ekki þar til „seinasti Serbinn“ er uppi, heldur þar til síðasti Þjóðverj- inn eða Italinn er að velli lagð- ur. I liði þeirra er fólk úr sveit- um og bæjum landsins, hirðingj- ar, bændur, sjómenn og smá- kaupmenn. Margt af þessu fólki hefir gripið til vopna í fjórum styrjöldum, til varnar föður- landi sínu. Ein kvennanna, er tók þátt í liðssamdrætti Tchetn- ika, seinasta apríl, var 50 ára gömul. Hún hafði níu sinnum hlotið sár í Balkanstyrjöldinni og heimsstyrjöldinni og bar nú 10—12 orður, að ógleymdum tveim hnífum, er hún hafði við belti sitt. Það er giskað á, að Tchetnika- herinn, sem nú mun vera um 150.000 menn og konur, hafi nægileg skotfæri til langrar styrjaldar. Skotfærin og her- gögnin hafa Tchetnikar fengið frá Þjóðverjum og Itölum, er þeir hafa drepið úr launsátrum. Útvarpsfregnir frá leynistutt- bylgjustöðvum í Jugoslavíu herma svo frá, að stórskotahríð og loftárásir-Itala og Þjóðverja á Uzic, Knipanj, Loznica og fleiri þorp í Serbíu og Bosníu hafi reynzt með öllu árangurs- lausar. ★ Tchetnikar reka mjög viðtæk- an hreyfingarhernað, og ná að- gerðir þeirra yfir fleiri hundruð fermílna svæði. Virki þeirra eru í þorpum upp til fjallanna, en liðsmenn þeirra ráfa um landið þvert og endilangt og vinna ó- vinunum alt það tjón, er þeir geta. Sprengja upp brýr, skot- færabirgðir, samgönguæðar og myrða þýzka og ítalska varð- menn, hvenær sem færi gefst. Jafnvel hefir það eigi ósjaldan komið fyrir, að heilum hersveit- um innrásarhermanna hafi þann ig verið komið fyrir kattarnef. Obinberar frjettir frá þýzk- um og ítölskum hernaðaryfir- völdum gefa það til kynna, að hermenn öxulríkjanna kjósi meira að segja heldur að berj- ast á rússnesku vígstöðvunum en að dvelja við skyldustörf í Júgoslavíu, þar sem enginn er óhultur um líf sitt, jafnvel ekki í varðstöðvum herforingjaráðs- ins. Búlgarar hafa einnig fengið að kenna á stríðinu í serbnesku Makedóníu og einnig íbúar þeirra svæða af Króatíu og Bosníu, sem hlynnt eru- öxul- ríkjunum. Ungverjar eru held- ur ekki látnir afskiftalausir í hinu auðuga Bachka og Banat- undirlendi, sem þeir hremdu við hrun Júgóslafíu. Milan Gavrilovitch sendi- herra Júgóslafíu í Moskva og aðrir frægir meðlimir Tchetnik- hreyfingarinnar, sem nú dvelja erlendis, glotta kuldalega, þeg- ar þeir ræða þann tíma, er þeir sjálfir börðust gegn Búlgörum og Austurríkismönnum, maður gegn manni, og frömdu skemd- arverk með handsprengjum. Einn þessara flóttamanna er Bojin Simich ofursti, er á sínum tíma var einn frægasti „guer- illa“-hermaður Serbíu. Simich var náinn vinur Gavrilo Princip, er myrti Ferdinand erkihertoga af Austurríki árið 1914. Er morð ið bar á góma, mælti Simich við þann, er þessa grein ritar: „Jeg held þrátt fyrir alt, að það hafi verið góð hugmynd". Þegar á alt er litið eiga Tchet- nikar það áreiðanlega ekki skil- ið að vera nefndir ,,blóðþyrstir“, að dómi þeirra, er þekkja þá best. Þeir eru harðir og miskunn arlausir baráttumenn, helgaðir þeirri einu hugsjón sinni að end- urreisa Serbíu og gæta síðan frelsis hennar í hvívetna. Ef Króatar, Slóvenar og Dalmatíu- búar og aðrir þjóðflokkar verða fúsir til samvinnu, vilja þeir end urreisa Júgóslafíu að nýju: „Pjetur I. var frelsisgjafinn, Al- exander sonur hans sameinaði ríkið. Við viljum nefna Pjetur II. konung vorn, endurreisnar- ann“, segja Tchetnikar. ★ Foringjar Tchetnika, nefndir „Voyodo“, eru oft skólastjórar og prestar, leiðtogar hver í sinni sveit eða sínum bæ. Gavrilo, yfir biskupinn serbneski, var Tchet- nik. Hann predikaði uppreisn gegn Cvethovitch-stjórninni, er var hlynt öxulríkjunum og hjálp aði við undirbúninginn að upp- reisn lofthersins, sem steypti Páli prinsi og Cethovitch frá völdum, en kom Pjetri konungi til valda þann 27. mars 1941. Vuuk Popovitch var skóla- stjóri. Einnig Jovan Babunski frá Valas, sem í heimsstyrjöld- inni gereyddi heilli búlgarskri herdeild í Babua-skarði í Make- dóníu. Búlgarar lögðu þá 5000 dollara til höfuðs honum, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.