Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 2
82 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS s Baug langafa Gunnars á Hlíðar- enda, vegna þess að hann bjó þar fyrsta veturinn, sem hann dvaldi hjer á landi, eru taldir tilheyra landnámi Hallsteins, og ætti Rauðá því að hafa verið austan bæjarins, eins og hann stóð til fórna, enda er því svo varið með Baugsstaðasíki. GRÍMSÁ og KNARRARSUND. Upphaflega virðist öll ströndin milli Olfusár og Þjórsár, eða að minsta kosti milli Ölfusár og Rauð ár, hafa heitið „á Eyrum“, en síðar Eyrarbakki. Landnáma segir frá því, að Hallsteinn Atlason hafi gefið mági sínum ytra hlut Eyrarbakka. Víða er getið um Stokkseyri á Eyrarbakka. Á síð- ari öldum er nafnið Eyrarbakki aðeins haft um kaupstaðinn, þegar hann er orðinn eini verslunar- staðurinn á þessu svæði. Af frásÖgn Landnámu og öðr- Um heimildum má ráða það, að Knarrarsund hefir verið ein aðal- höfnin á Eyrum á landnámstíð og fram á söguöld. Knarrarsund er vafalaust sama og sund það, er nú heitir Knarr- arós. Það er sund í skerjagarðin-’ um frgmundan Knárrarósvita og er stundum notað enn þann dag í dag. Grímsá. Nú er engin á með þessu nafni á þessu svæði, en þar er önnnr á, sem Landnáma og heimildirnar nefna ekki, það er Baugsstaðaá. Það er augljóst mál, að k, sem myndast að mestu frá ákveðnu regnsvæði, eins og Grímsá hefir gert, getur ekki horfið, án þess að önnur á komi í staðinn, eða vatnið, sem eftir henni rann, fái einhverja aðra framrás. Enda virðist því þann veg farið með Grímsá. Saga hennar er í raun og veru alimerk. Austan og ofan við bæinn Skipa er löng lægð, eiginlega samfeld dældaröð, seni liggur frá vestri til austurs. Lægð þessi heitir Gríms- dæl. Verður ekki betur sjeð en að þarna sje gamall árfarvegur. Milli lægðar þessarar og Skipa- vatns, sem liggur samhliða norð- an við, er frekar mjó landræma. Úr eystri endanum á Grímsdæl og þvert á hana frá suðri til norðurs er lægð í þessa landræmu. Lægð þessi er grasi gróin, en grjótnibb- urnar standa alstaðar upp úr bot.ni hennar. Verður ekki hetur sjeð en að þarna sje garr.al' ór. farvegur. Glöggur og athugull > maður, Ingvar Hannesson, hóndi að Skipum, sem dvalið hefir þar alla sína æfi, hefir sagt mjer, að eftir þessari iægð renni úr Skipa- vatni í miklum vatnavöxtum- Sunnan við Grímsdæl, næstum ' beinni stefnu af lægðinni milli hennar og Skipavatns, sjest móta fyrir annari lægð, sem liggur fram í gegnuin sjávarkambinn og hverf- ur í honum. Lægð þessi er íí iandametkjum milli jarðanna Skipa og Baugsstaða. Hún er A'afalaust áframhald af áðurnefnd um farvegi. Að vestanverðu endar Grímsdæl við Trað.arholtsvatn. Hefir þar verið hlaðið fyrir vatnið, bersýnilega til þess að hindra af rensli þess í Grímsdæl. Það leikur naumast nokkur vafi á því, að þetta er farvegur hinnar fornu Grímsár. Hún hefir haft upptök að nokkru leyti í Traðar- holtsvatni, og að því er virðist, að nokkru leyti í Skipavatni og hefir runnið til sjávar vestan við Baugsstaðakamp, sennilega sem svarar stefnunni rjett vestan við Knarrarós. Ármynnið hefir þvl legið opið fyrir iithafinu og fer ekki hjá því, að áin hafi stíflast í stórflóðum og valdið tjóni hæði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.