Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Blaðsíða 15
LE8BÓK MORGUNBLAÐSINS 95 Babuski tókst að sleppa lifandi gegnum ófriðinn. Árið 1920 tókst búlgörskum hryðjuverka- tnanni að lokum að drepa hann á eitri, er hann dvaldi í fæðing- arborg sinni. Babuski var þá 47 ára gamall og bar 17 ör eftir róstusama æfi. Serbar og íbúar Montenegró eru gæddir hugrekki og baráttu hug, sem næstum gerir grimd Þjóðverja, og jafnvel einstakl- ingshreysti breskra hermanna, að engu. Sjerhvert mannsbarn í Serbíu kann söguna um Voga Tanko- vitch. Hún er á þá leið, að Pjet- ur Mrkonich, sem var Pjetur I., hafi einhverju sinni veturinn 1914 sent skipun til herstjórn- arinnar um að ráðist yrði á hægri arm austurríska-ung- verska hersins, er komist hafði langt inn í hálendi Austur- Bosníu. Ofurstinn, sem stjórnaði serb neska hernum á þessum slóðum, gerði boð eftir Tchetnikaforingj anum Tankovitch. Hann gaf þá skýringu, að hann mætti ek«: við því, að missa einn r' mann úr herdeildinni, þar hún hafði nýlega orðið fyrir miklu tjóni. Ofurstinn fór fram á það, að Tankovitch tæki að sjer að stjórna árás á Austur- ríkismenn. Hann fjelst á það, en bað um matvæli fyrir menn sína, er væru 300 að tölu. Of- urstinn gat ekki látið neinar matarbirgðir af hendi, en skip- aði þeim að nærast á úlfakjöti. Tankovitch fór með menn sína yfir fjöll Bosníu og lifði á úlf- um. Hann komst í kast við Aust- urríkismenn, tvístraði fyrir þeim hálfri herdeild, eyðilagði sam- gönguæðar og sprengdi upp skot færabirgðir. Tankovitch var sjálfur drep- inn. Þegar Austurríkismenn her- tóku Belgrad 1915 opnuðu þeir gröf hans þar og vörpuðu jarð- heskum leifum hans meðal lík- anna af bændunum, er þeir höfðu hengt á markaðstorginu við Kralja Milana. ★ Þar sem Tchetnikar eru skjót- ir til athafna og duglegir eru þeir á friðartímum meðal helstu stjórnmálamanna landsins. Þeir hafa yfirleitt mikla þekkingu á stjórnmálum og stjórnarháttum. Það voru Tchetnikar, sem komu af stað byltingunni gegn Cvetkovitch. Bændur í Monte- negró, sem tilheyrðu hreyfingu þeirra, höfðu þegar hafist handa um að gera uppreisn. Öllum Serbum var vel kunn- ugt um það, á hverju þeir máttu eiga von, er flugherinn hafði steypt stjórninni, sem gefist hafði upp fyrir kröfum Þjóð- verja. En þeir buðu öxulríkjun- um byrginn og settu Pjetur kon- ung í hásæti Karageorgevitch- konungsættarinnar, er oft hefir komist í hann krappan. — Þá sungu þúsundir fagnandi Serba í stjörnubjartri nóttunni: „Spre- mite, se spremite Tchetnice!" (verið viðbúnir, verið viðbúnir Tchetnikar). Ungur liðsforingi viðurkendi það 28. mars, að stríð væri óum- flýjanlegt, og að Serbar yrðu að öllum líkindum undir. En hann bætti því við: „Jeg skyldi glað- ur deyja á morgun fyrir það eitt að hafa lifað í gær“. Skáldið Mazhurinchich frá Króatíu hefir í lofkvæði um Tchetnika-hetjurnar sagt, að þeir væru menn, ej; „vanir væru að deyja“. George nokkrum Grimm var haldið skilnaðarsamsæti á dögun- um í bænum Roseburg í Ameríku. Þega rgestirnir fóru að tínast heim um miðnættið, hafði einhver orð á því, að það væri óviðkunn- anlegt, að Grimm skyldi ekki hafa verið í veislunni. Kom þá á dag- inn, að það hafði gleymst að bjóða sjálfum heiðursgestinum. ★ Hjón ein í Ameríku, sein hafa mikinn áhuga fyrir sigurmerkis áróðrinum, skírðu dóttur sína Victorine Valohie Veronica Van- zieleglien. ★ í Miami sótti kona um skilnað vegna þess, „að maður hennar hugsaði ekki um annað en konur, söng, vín og veðreiðahesta". Kcirtaflan Nú hækkar sól á bláum himinboga, blærinn strýkur lauf í fjallahlíð. Morgunstundin gefur gull í bæinn, gróðurmoldin hlær um sumar- daginn. En hvað nú er sæl og fögur sumartíð. Ut að vinna, enn má sá og planta, upp skal plægja, herfa gróður- mold; vorið streymir inst í hennar æðum, öll er jörðin full af lífsins gæðum. Örmum vefur örsmá fræin íslensk fold. Kartöflurnar komnar eru’í garð- inn, kallað hefir vorið þær á ný. Þær eru aðeins frjálsar fáa daga. Fögur þeirra stutta æfisaga, bráðum læðast laufgir kollar ljósið í Kartaflan, hún stærstu gjafir gefur. Getur nokkur fórnað meiru ’en hún? Síðast er hún bæði hrjáð og hrakin, hímir eftir feyskin, ber og nakin þegar sólin sígur bak við sævar- brún. Hún er móðir, fórnar sínu fjörij fyrir augað ber ei glæsileik, engin drotning, gyðja hárrar hallar. Hún samt rækir skyldur sínar allar þótt að viti ’hún verði síðast vofa bleik. Enga sök á hún, þótt harðni ’í búi, hennar er það sama, fórn og stríð Börnin hennar nærir nægta- brunnur, nærri þó ei fylli kassa ’og tunnur uppskera, eftir svala, raka sumar- tíð. Júní, 1941. Hugrún.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.