Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Blaðsíða 8
152 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fjaðrafok Loftvarnaeftirlitsmaður sá ljós í glugga og kallað: „Hæ, þið þarna, slökkvið Ijósið strax". Gömul kona leit út um glugg- ann og sagði önuglega: „Hvað viljið þjer?" „Það er loftvarnamerki", var svarið. „Látið þjer það í póstkassann, góði maður. Jeg má ekki vera að því að koma niður". • Gamall prestur var að gifta sig í fjórða skifti og var að útskýra það fyrir vini sínum. — Jeg er orðinn gamall maður, eins og þú sjerð og það er ekki langt eftir hjá mjer. Jeg vil hafa einhvern til að loka augunum mín- um þegar stundin kemur. — Já, sagði vinurinn. — Jeg hefi nú átt tvær konur á lífs- leiðinni og þær opnuðu báðar mín augu. • Maður nokkur í Köln átti flösku af brennivíni, sem hann geymdi í skáp í loftvarnabyrgi. Hann setti miða á flöskuna, sem á stóð „eitur". Nokkru seinna ætlaði hann að hressa sig á innihald- inu eftir harða loftárás, en þá var flaskan tóm og búið að skrifa til viðbótar á miðann: „Með bestu þökkum frá sjálfs- morðingjanum og kveðjum frá landinu handan hafsins mikla". • — Hittið þjer oft konuna yðar? — Svona klukkustund á dag, herra dómari. — Það var slæmt.- — Jæja. Klukkutími er ekki svo lengi að líða. Börn kvikmyndaleikara tala saman: — Jæja, hvernig kantu við nýja pabban þinn? — Svona og svona. Hvernig líkaði þjer við hann, þegar hann var pabbi þinn? ' 'H Tveir bændur voru að tala sam- an um ógagn það, sem kanínurnar gerðu þeim, einkum drykkju þær alla brunna þurra. Annar bóndinn Stjórn Flugfjelags fslands við hin a nýju flugvjel fjelagsins, TF-ISL. Talið frá vinstri: Kristján Kristjánsson forstjóri, Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri, Örn Johnson flugmaður, Bergur G. Gísla- son fulltrúi (formaður fjelagsins) og Jakob Frímannsson forstjóri. (Ljósm. Edw. Sigurgeirsson á Akureyri). sagði að hann kæmist hjá þessu með því að girða brunnana með vírneti, og hinn ákvað að gera hið sama. Viku seinna hittust bændurni'* á ný og annar sagði • „Jæja, hvernig gengur það með kanín- urnar?" „Bölvanlega, blessaður vertu", svaraði hinn. „Jeg girti brunninn, en komst að því, að bannsettar kanínurnar höfðu ráðist á hey- stakk, sem var þar nálægt, sett stráin gegnum netið og drukkið brunninn þurran á þann hátt". • Sam, gamall negri, var að segja vini sínum draugasögu: — Það var alveg agalegt. Jeg var að koma út úr fjósi með mjólkurfötu í hendinni, er draug- urinn skaust framhjá mjer af voða krafti. — Varstu hræddur, spurði vin- urinn. Skalfstu af hræðslu? — Jeg veit ekki hvort jeg skalf af hræðslu, jeg veit satt að segja ekki, hvort jeg skalf. En þegar jeg kom inn í eldhús var engi'n mjólk í fötunni, bara tvö pund af smjöri. • Það var haldið happdrætti um nýtísku bíl í bæ einum í Skot- landi og Sandy keypti tvo miða. Sandy vann bílinn, en er vinir hans komu til að óska honum ti! hamingju, var hann mjög áhyggju fullur á svipinn. — Hvað gengur að þjer, mað- ur? — Æ, sagði Sandy. Jeg get ekki fyrirgefið mjer að vera svo vitlaus að kaupa tvo happdrættis- miða, úr því einn nægði. • Saga er sögð um uppfinninga- manri, sem reyndi að selja Musso- lini nýja aðferð til að mála her- skip svo þau sæjust ekki. Musso- lini vildi ekki kaupa. Svaraði því til, að hann vissi ekki betur en að hingað til hefði ítalska flot- anum tekist að vera óvininum ósýnilegur, felumálningarlaust. * Forstjórinn sá eftirfarandi setn- ingu skrifaða með krít fyrir ofau innganginn í einkaskrifstofuna morgun einn er hann kom til vinnu: „Laun syndarinnar er dauðinn, en launin, sem greidd eru í þessu fyrirtæki, eru helmingi ljelegri". * „Sigurður, getið þjer sagt mjer hver bygði Sphinxinn í Egypta- landi ? „Jeg veit, það kennari, en það er bara alveg stolið úr mjer núna". „Það var afleitt, Sigurður, — eini lifandi maðurinn, sem veit það, og hann hefir gleymt því".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.