Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 4
164 LESBOK morgunblaðsins Noregsstyrjöldinni Eftir S. A. Friid blaðafulltrúa. A þcim tveim mánuðum, sem ^*- Norðmenn hjeldu uppi vörn- um gegn innrás Þjóðverja, voru níargir varnarlausir bœir lagðir í rúst í loftárásum. Og ótal margar fámennari bygðir fengu sömu meðferð. Mörgum friðsömum skip- um við strendur landsins var sökt og margt manna drepið. Þýskar sprengjuflugvjelar gerðu árásir á tvö spítalaskip, sem báru greini- leg merki Rauða krossins. Voru það skipin Brand og Dronning Maud. í báðum þessum skipum voru særðir hermenn. I Dronning Maud voru 20, menn drepnir en 33 særðir. Þýsku flugmennirnii' ljetu sjer ekki nægja að varpa sprengjum á skipið. Þeir skutu líka með vjelbyssum á menn, sem flutu á sjónum og drápu margi þeirra. Þetta var í samræmi við aðrar aðfarif þýskra flugmanna. Þeir skutu á fiskibáta, sem voru einir síns liðs á miðunum, skutu á mjólkurflutningavagna á vegunum og menn, sem unnu að jarðrækt- arstörfum úti á ökrunum. Jafnvel á líkfylgdir, er voru á leið til kirkjunnar. Óyggjandi frásagnir sjónarvotta lýsa svo villimanns- legum aðförum, að menn naum- ast trúa þeim, hafi þeir ekki sjeo og reynt þetta sjálfir. Hjer fara á eftir frásagnir af eyðing nokkkurra merkra bæja, Kristiansund, Molde og Bodö. Þegar loftárás var gerð á Molde, þá var Hákon konungur þar, Óláfur krónprins og norska stjórnin. Bærinn var varnarlaus með öllu. Eins var í Kristiansund og Bodö. Þar voru engar hervarn- ir. Öllum var bæjum þessum svo til gereytt. ELDAR loguðu í Kiistiansund frá því pjóðverjar gerðu árás á borgina þann 28. apríl og til 4. maí. 1 Kristiansund var hin mikla og * blómlega saltfiskframleiðsla á Norður-Mæri. Maður einn, sem þar var, Iýsir hinni grlmdarlegu eyðing bæjar- ins á þessa leið i Bærinn var að brenna frá því sunnudaginn þ. 28. apríl, alla vikuna til laugardags- ins 4. maí. Þá fyrst fór hinum mikla reykjarmekki að ljetta af. Gamalmennahælið, skóli einn og spítali stóðu eftir og nokkur ein- býlishús, er stóðu dreift í útjöðr- um bæjarins. Að öðru leyti var allur bærinn í rústum. Klukkan 8 á sunnudagsmorgun byrjuðu flugmennirnir að varpa sprengjum á bæinn, einkum á miðbæinn. Tveir menn fórust, ánnar þeirra var formaður í ung- mennafjelagi bæjarins. Stórt fisk- geymsluhús varð fyrir sprengju, og fiskurinn tvístraðist út um alt. Að af líðandi hádegi fór að brenna við höfnina, og um svipað leyti kviknaði í mörgum húsum í ofanverðum bænum. Meðan þessu fór fram komu þýsku flugvjel- arnar hver af annari inn yfir bæ- inn til þess að koma í veg fyrir að hægt væri að vinna að slökkvi- starfi. Ljetu þeir vjelbyssuskot- hríð dynja yfir bæinn, svo kúlna- hríðin buldi á þökum og hús- veggjum. Við sem sátum í loftvarna- byrgjunum heyrðum sífelt til sjúkravagnanna, er þustu um göturnar. Er hlje urðu á skot-- hríðinni fórum við iit til að skygn- ast eftir hvernig iimhorfs var í bænum. Eldurinn læsti sig um stærri og stærri svæði. Vatns- leiðslan skemdist svo, að slökkvi- liðið gat ekki ráðið neitt við hið mikla eldhaf. Þann dag og næstu nótt brann miðbærinn og hverfið milli torgsins og hafnarinnar. Á mánudagsmorgun byrjuðu loftárásir að nýju. Þá eyðilagðíst vatnsleiðslan alveg, svo alt slökkvi starf var upp frá því útilokað. Þá kveiktu Þjóðverjar í því sem eftir var af bænum, svo á þriðju-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.