Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 165 dag logaði bæriim allur. Samt hjeldu sprengjuárásirnar áfram. Þegar Þjóðverjar loksins lintu á- rásum sínum, var næsta lítið eftir af hinum blómlega bæ. I Kristiansund voru um 17.000 íbúar. Margir höfðu flúið bæ- inn, en margir leituðu hælis í kjöllurum, eða reyndu að flýja eftir að ósköpin dundu yfir. Ó- mögulegt var að gera sjer grein fyrir hve margir fórust. 011 far- artæki voru tekin í notkun, og alla vikuna streymdi fólkið frá bænum, bæði á sjó og landi. Al- menningur tók hörmungum þess- um með merkilega mikilli still- ingu. Alstaðar varð maður var við sama eindregna, rótgróna hatr- ið gagnvart árásarhernum. Eyðing bæjarins hafði mikil áhrif á hug- arfar Norðmanna. Kristianssund var gamall bær með gömlum mennhigararfi. Margar merkai' minjar úr sögu þjóðarinnar fóru þar forgörðum. í bænum var enginn hermaður, engin loftvarnabyssa. Þar var ekki einu einasta varnarskoti hleypt iir byssu. Enginn gat skil- ið, hversvegna Þjóðverjar tóku sig til að eyðileggja einmitt þenna algerlega friðsama bæ. En við sem höfum lifað þetta ódáðaverk, gleymum því aldrei. „Jeg sje ennþá fyrir mjer", segir sögumaður minn, „hvernig hið örvinglaða fólk reyndi að finna sjer skjól á hinum beru klöppum í nágrenni borgarinnar, þar sem ekkert afdrep var hægt að finna". h\ að var þ. 11. apríl að Þjóð- verjar gerðu fyrstu tilraun sína til að drepa Hákon konung, Olaf krónprins og norsku ráðherr- &na. Þá voru þeir í Nyborgsund í Trysil, 13 km. frá sænsku landa- mærunum. Þetta var tveim dög- um eftir að innrásin var gerð. Síðan gerðu þeir margar tilraun- « til þess að drepa konung og Olaf prins og ráðherrana. En stjórnin fjekk sjer nú aðsetur í Moide, rósabænum, en svo er Molde oft nefnd. Hingað komu Þjóðverjar með flugvjelar sínar þ. 22. apríl og KRISTIANSUND eftir loftárásir pjóðverja. byrjuðu eyðileggingarstarf sitt. Þeir Ijetu sprengjum rigna allan daginn og unnu mikið tjón. Næsta dag hjeldu þeir uppteknum hætti, með loftárásum allan daginn. Þýskar flugvjelar voru þann dag yfir bænum með tundurspreng.i- ur, íkveikjusprengjur og vjel- byssuskothríð. Varnir voru alls engar, bæjarbúar alveg ráðalaus- ir. Aðalvatnsleiðslan var eyðilögð. Slökkviliðið komst ekki út, vegna vjelbyssuskothríðarinnar. Eldur- inn breiddist óhindrað um bæinn. Að morgni þriðjudags þ. 29. apríl hjeldu Þjóðverjar áfram skipulögðu eyðingarstarfi sínu. Ekkert lát var á árásunum allan þann dag og langt fram á nótt. Sprengjum var varpað á kirkj- una. Hún stóð einstæð á stóru torgi. Fyrst kviknaði í turninum. Á fáum tímum var hin fagra kirkja komin í rúst. Reykháfur- inn einn stóð eftir eins og upp- rjettur fingur gegn því níðings- verki, er hjer var framið af á- settu ráði. En kirkjuloginn var lítill í sam- anburði vio eldhafið frá -hinu mikla Reknes berklahæli. Þessi mikla stofnun var eitt hið full-' komnasta nýtískuhæli í Noregi. Það stóð spölkorn utan við þjett- býli bæjarins, og eins var iim sjúkrahús bæjarins, er lília brann til ösku. Allar byggingar spítalans voru eyðilagðar með sprengjum. En að ekki nema fáir menn biðu bana í þessari þriggja sólarhringa grimdarlegu árás kom til af því, að flestir flýðu bæinn strax í upp- hafi árásarinnar. • F-v 30. apríl varð að gefa upp •^* varnið í Suður-Noregi. Kon ungur, krónprins og ráðherrar á- samt mörgum öðrum, bæði herliði og óbreyttum borgurum, hjeldu norður á bóginn. Stjórnendur landsins fóru í herskipi. Allir aðrir í smærri og stærri f iskiskipum. En bardagarnir færðust norður eftir frá Þrándheimi til Helgeland í Nordland og hjeraðsins umhverfis Bodö. Bodö, höfuðstaður Nordlands, var alveg varnarlaus.- En að því kom, að^hún sætti sömu meðferð eins og ýmsir aðrir varnarlausir norskir bæir. Að kvöldi þess 27. maí bættu Þjóðverjar einu ódæðisverkinu við þau hin mörgu, er þeir frömdu þá tvo mánuði, sem barist var í Noregi. í hroðalegri loftárás lögðu þeir Bodö í rústir. Tor Gjesdal ritstjóri, sem nú er skrifstofustjóri við hina kgl. norsku frjettastofu í London, var stríðsfrjettaritari við „Norsk Telegrambureau" á norðurvíg- stöðvunum. Hann var staddur á háum höfða, er gnæfði rjett yfir bænum. Hann var sjónarvottur að hinum hroðalega hildarleik. Hann skýrði svo frá: í tvær klukkustundir ¦ svifu f jölda margar, á að giska 30 þýsk- ar flugvjelar yfir bænum og vörp- uðu niður yfir 200 sprengjum. En auk þess ljetu flugmenn vjelbyssu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.