Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 6
166 LBSBÖK MORGUNBLAÐSINS skothríðina dynja yfir dautt og lifandi. Tjónið er gífurlegt. Bodö er orðin ein rjúkandi rúst, eins og Nyborgsund. Elverum, Molde, Kristianssund og Namsos áður. Hinn stóri spítali, sem auðkend- ur var með stórum Rauða kross n,erkjum á þakinu, hrundi, eins og önnur hús bæjarns. Fyrsta árásin var gerð í litlum stíl að morgni dags kl. 8. Þá var loftskeytastöðin eyðilögð. Flug- vjelarnar komu svo aftur kl. 6 e. h. og þá byrjaði árásin fyrir alvöru. Sprengjunum var dreift um, svo þungar drunur heyrðust frá Bodö og Bodin, og eldar tóku að geisa jafnóðum og sprengjur hittu húsin í þjettbýlinu. Á vet- fangi þyrluðust reykjarmekkir upp, sem báru við hinn fagra vor- himin og huldu fjallatindana. Spítalinn var með fyrstu hús- unum er urðu fyrir sprengjum. Enginn efi er á, að það var af ásettu ráði gert, því flugvjelaru- ar steyptu sjer beint niður yfir sjúkrahúsið og vörpuðu frá sjer eldsprengjum úr lítilli hæð. Marg- ar komu niður nálægt húsinu, svo hurðir og gluggar sprungu inn í bygginguna. En svo kviknaði í báðum endum þaksins og brátt stóð þakhæðin öll í ljósum loga. Sjúklingar voru þar 160. Mörg- um þeirra hafði verið kqjnið fyr- ir í kjallaranum, en bera varð þá út úr hinum brennandi spítala, sem veikastir voru. Starfslið spít- alans og sjálfboðaliðar unnu ó- sleitilega ^og björguðu flestum sjúklinganna. En mörg átakanleg atvik gerðust á skömmum tíma, er hið fársjúka fólk var flutt út úr bænum mjög illa til reika. Fyrst brann bæjarhverfið, sem næst var höfninni. Þar voru tvær birgðastöðvar kola, er juku mjög á eldana. Eldhafið gleypti hvert húsið af öðru. Flest voru þetta lítil einbýlishús, eins og títt er á Bodö. Síðar varð hvert hverfið á fætur öðru eldinum að bráð. Eld- súluna bar við himin á margra kílómetra löngu svæði og sást hvaðanæfa frá 1 Nordland alt kvöldið. Allan þenna tíma var stöðugt sprengjuregn og spreng- ingarnar heyrðust eins og þrumu- gnýr handan fjallsins. í hvert skifti sem flugvjelarnar steyptu sjer niður, eyðilögðu þær eitt- hvað og þær „börðust" eftir sett- um reglum um að valda sem mestri hræðslu, einkum við veg- iria, en einnig upp um allar hlíð- ar, þar sem eitthvert líf hrærð- ist. ^ Slökkvistarf var undir þessum kringumstæðum ómögulegt. Yatns leiðslan í miðbænum var eyði- lögð. Menn urðu að láta sjer nægja að reyna að bjarga lífinu og ef til vill því allra verðmætasta. Meðan mesta sprengjuregnið stóð yfir reyndu hjálparsveitirn- ar að bjarga fólki úr rústura kjallara og koma því í skjól. Þeg- ar fór að líða á sprengjuregnið var aðallega skotið úr vjelbyss- um, eldsprengjum varpað og því- umlíku, sem augsýnilega var gert til að hindra björgunarstarfsem- ina. Fyrir utan að sprengikúlum var varpað á sjúkrahúsið, var skotið úr vjelbyssum á hinar hughraustu, hvítklæddu hjúkrun- arkonur, sem voru að reyna að lina þjáningar hinna bágstöddu sjúklinga. Eftir rúmar tvær klukkustund- ir fór fólk að koma út úr fylgsn- um sínum, en þá steypti ein flug- vjelanna sjer alt í einu niður yfir bæinn og hóf bæði sprengjuvarp og skothríð úr vjelbyssum á bæ- inn og nágrennið, þar sem flest fólk var saman komið. Þetta var hámark ógnanna. Það voru ekki nema fáein hús í útjaðri bæjarins, sem komust hjá brunanum, en öll önnur hús voru í rústum, þar á meðal, fyrir utan sjúkrahúsið, kirkjan, opin- berar byggingar, gistihús, bankar, fjöldi verslunarhúsa, en fyrst og fremst íbúðarhús, hundruð, ef til vill þúsund smáheimíli. Af 6000 íbúum í Bodö voru 5000 heimilis- lausir. Á meðan sprengju- og kúlna- regnið dundi á bænum, flúði fjöldi fólks á brott og leitaði langt upp til fjalla. Þar hafðist fólkið við alla nóttina undir ber- um himni af ótta við að þýsku flugvjelarnar kæmu aftur til að gera árásir. 1 Heilar fjölskyldur tóku sig upp allslausar og fóru fótgangandi eða á hjólhestum út í sveitir landsins. Það er ómögulegt að lýsa þeirri hræðilegu örvæntingu, sem ríkti hjá fólkinu, og það er heldur ekki hægt að lýsa með orðum hinum hræðilegu ógnum Þjóðverjanna. En þeir, sem tóku þátt í og voru vitni að þessum hræðilegu hörm- ungum, munu aldrei gleyma þeim. Vafalaust hafa hörmungarnar haft mest áhrif á börnin, en þau urðu einnig fyrir byssukúlum Þjóðverjanna. Alt kvöldið var stöðugUr flótta- mannastraumur úr bænum, sumir voru með eitthvað, sem þeir höfðu bjargað, aðrir tómhentir. Þessi hræðilegi mánudagur, er höfuðstaður Norlandsfylkis var lagður í rústir, mun fremur öðru standa sem minnismerki um hin- ar ægilegu ógnir nasismans. Þetta er eitt af því hroðalegasta, sem fyrir norsku þjóðina hefir komið. Því verður aldrei gleymt. ★ Það, sem hjer hefir verið frá skýrt, var aldrei birt í blöðun- um í Suður-Noregi, þar sem Þjóð- verjar rjeðu. Það var aðeins hægt að lesa um þessa villimannlegu framkomu Þjóðverja í blöðum Norður-Noregs, sem enn voru frjáls. Ekkert er ýkt af því, sem sagt hefir verið. íslendingar, sem ekki hafa sjeð með eigin augum slíkar ógnir, munu kannske segja, að þeir trúi ekki að þetta geti verið satt. Við, sem höfum verið sjónar- vottar að þessu og mörgu öðru álíka, vitum að þetta er satt. Sigvard Andreas Friid. f saumaklúbb: — Hugsaðu þjer, hvað hann var agalega dónskur. Hann spurði mig, hvort jeg myndi eftir frosta- vetrinum 1887. — Já, hann hefir ekki athug- að, hvað þú ert orðin minnislaus. ★ Gömul kona: Af hverju ert þú ekki heldur í skóla, drengur minn, en að vera að flækjast í bíó. Lítill drengur; Af því að jeg er með mislinga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.