Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Síða 5
205 GRENJALEIT AÐ JAPÖNSKUM NJÓSNURUM DON EDDY blaðamaíur segir frá leit leynilögregl- unnar að njósnurum Japana í Bandaríkjunum. Sú leit hefir þegar borið mikinn árangur og fjöldi af njósnur- um situr nú í gæslu eða hefir orðið að flýja úr landi. Rjett fyrir miðnætti, 22. des. síðastl., sátu ungur sveita- piltur í Californíu og unnusta hans í bifreið uppi á hæðar- brún, þar sem ágætt útsýni var yfir hafið. Nóttin var svöl og heiðskýr. Það var stúlkan, sem varð fyrri til að grcina ofurlítinn l.jósdj'epil úti á sjónum. Hann hreyfðist tíl og frá og hvarf síð- an. Maðurinn fór út úr bifreið- inni til þess að athuga þetta. A höfða einum, nokkur hundr- uð metra í burtu, sýndist hon- um ekki betur en gefin væru merki á sjó út, með ofurlitlu kastljósi. Eftir á sagði hann hryggur í huga, við þá sem settir voru til að rannsaka málið: „Jeg vissi, að jeg átti að fara og athuga þetta“! En stúlkan var hrædd, og þau fóru aftur inn í bæinn og sögðu frá þessu þar sem þau keyptu sjer sódavatn. En sóda- vatnssalinn sagði: „Þetta hafa verið einskonar heræfingar". Fáeinum klukkutímum síðar og ekki margar mílur þarna frá, skaut japanskur kafbátur tveimur tundurskeytum á ame- ríkanskt olíuskip, sem hafði laumast út úr dimmri höfn með leyniskipanir innanborðs. Olíu- skipið slagaði sitt á hvað og komst undan. Eins fór um tvö önnur skip. Þessi skip hjetu Larry Doheny, M. H. Storey og Idaho. En ver fór fyrir fjórða skipinu, olíuskipinu Montebello. Hálfum öðrum tíma fyrir dögun vaknaði fólk í sjávar- þorpi einu við skothríð skamt undan landi. í sama bili og það komst út í gluggana heyrði það og sá hræðilega sprengingu. — Það var japanskt tundurskeyti að sprengja botninn á Monte- bello. Skipið sökk fljótt. Björg- uðu þorpsbúaf 38 af áhöfninni, eftir að sundurskotnum björg- unarbátnum hafði hvolft í brimi við lendinguna. Daginn eftir fór sveitapiltur- inn með lögregluna út á nesið, þar sem hann hafði sjeð ljósið. Þar voru för eftir smáa skó (japanska stærð álitu þeir) í sandinum og merki eftir ljós- kastara. Þannig komst grýlan, sem lengi hefir verið skotmark spottsins — grýlan um kastljós- :in úr fjörunni“, inn í annála hins nýja stríðs. Og nú var hún ekkert hlátursefni. Yfirvöldin þykjast viss um, að njósnari hafi sjeð skipin leggja úr höfn og hafi gert kafbátnum aðvart um það. 1 hverjum krók og kima í Bandaríkjunum er nú verið að leita uppi japanska njósnara. Jeg hefi talað við fjölda af and- njósnalögreglunni, síðan ráðist var á Pearl Harbor. Enginn þeirra efast um, að voldugir njósnarahringar sjeu starfandi innan landamæra vorra, þar af að minsta kosti þrír á Kyrra- hafsströnd. Ohrekjanlegar sann anir hafa fengist fyrir því, að njósnararnir nota alla nútíma- tækni í starfinu — ljósmerkja- tæki, ósýnilegt blek, merkja- flögg og jafnvel brjefdúfur — að ógleymdu tæki, sem ekki þurfti að óttast í síðasta stríði: útvarpstæki fyrir mjög stuttar skammbylgjur. Það er eitt af erfiðustu ófrið- arstörfum að ganga milli bols og höfuðs á njósnurum. Hvers vegna? Vegna þess, að það er sitthvað að gruna menn um njósnir og sanna á þá sökina. Að vísu hafa margir verið hnept ir í varðhald til stríðsloka. — Nokkrir þeirra hafa framið sjálfsmorð, en enginn verið dæmdur til dauða. Aðrar stríðsþjóðir meðhöndla njósnara sem stríðsglæpamenn og afgreiða mál þeirra fljótlega. Þangað til nýlega hefir verið tekið mjúkt á þeim í Ameríku, og mál þeirra hafa verið rekin fyrir borgaralegum dómstólum. Njósnararnir hafa getað fagnað því, en þjóðaröryggið máske beðið tjón við það, að í lýðræðis- löggjöf vorri eru göt, sem jafn- vel hættulegustu erindrekar ó- vina okkar geta smogið gegn- um. Eitt af þeim er það, að lögin skipa að gera ráð fyrir sakleysi þess, sem borinn er sökum, þangað til sakirnar hafa sann- ast á hann. Sönnunarskyldan hvílir því á lögreglunni. og lík- urnar eru sjaldan taldar full- nægjandi. Og hjer kemur óþægileg af- leiðing af þessu: Af þeim þús- undum, sem handteknir hafa verið samkvæmt rökstuddum grun um njósir, síðan ófriður- inn hófst, hafa um 80% verið látnir lausir aftur með kurteisis- legri afsökunarbón, vegna vantandi sannana. Þessir menn hafa ekki einu sinni komið fyrir rjett. Þetta er hin leynilega ástæða til þess, að japanskir, þýskir og ítalskir útlendingar hafa verið fluttir á burt af „hernaðarsvæð- inu“ eða Kyrrahafsströndinni, úr fylkunum Washington, Ore- gon og California. Fyrsta um- hreinsunin í þessari grein hófst 20. febrúar, þegar forsetinn gaf hernaðaryfirvöldunum umboð til að flytja hvern þann mann, sem þeim sýndist —- hvort held- ur væfrí útl\gndfngur eða inn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.