Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 1
bék 22. tölublað. $Hlo?QMMbl&jb®ÍM& Sunnudagur 19. júlí 1942. XVII. árgangur. Mr. Mac Veagh sendiherra og störf hans hjer d landi Degar samningurinn var gerður milli Bandaríkja- stjórnar og íslensku stjórnar- innar í fyrra sumar, var það eitt atriði samningagerðarinnar að Bandaríkjamenn og Islending- ar skiftust á diplomatiskum full trúum. Var þetta eitt af mikil- vægum atriðum samningsins fyrir okkur íslendinga, að Bandaríkjastjórn skyldi fallast á, að útnefna og senda hingað amerískan sendiherra, en slíkt hafði aldrei áður komið til greina. Mr. Mac Veagh, hinn fyrsti sendiherra Bandaríkjanna hjer á landi, er nú scm kunnugt er farinn hjeðan. Vat fyrir nokkru ákveðið að hann yrði sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku. Mr. Mac Veagh og frú hans komu hingað í september í fyrra. Hafði hann áður um skeið verið sendiherra Bandaríkj- anna í Grikklandi. Var hann í Aþenu þegar Þjóðverjar lögðu undir sig Grikkland en fór það- an í j'úlí til Bandaríkjanna. 1 Grikklandi ávann hann sjer mikið álit og traust manna, enda hefir hann mjög mikla þekkingu á grískri menningu að fornu og nýju. Studdi hann og vann að fornleifarannsóknum í Mr. Mac Veagh, sendiherra. Myndin er eftir U. S. Army Signal Corps. [ Grikklandi, meðan hann var þar í landi. Mr. Mac Veagh er hámentað- ur maður. Hann lauk prófi í heimspeki við Harward-háskóla árið 1913. Stundaði síðan fram-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.