Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 7
ur yfir Flóann, og hann þá eins vatnsfullur sem hann frekast gat verið. Geta allir þeir, sem ein- hverntíma hafa farið eftir Flóa- veginum í rigningartíð, og horft iit yfir vegarbrúnina, ímyndað sjer hvernig var að fara um hann, vatnsfullan og veglausan með þyngstu klyfjar. Við fórum upp Sorta hjá Reykjum og upp Brúnastaðaflat- ir. Var það vægast sagt vegur illur yfirferðar, um Merkurhraua upp með Hvítá og var þá farið að hvessa og stórrigna. Samt hjeldum við áfram upp Skeið að Hlemmiskeiði og tókum þar ofan. Fyrir vestan túnið á Hlemmi- skeiði var rás og farið yfir hana á vaði í djúpu moldarflagi. Var vaðið nokkra faðma breitt og vatn ið í kvið á hestunum. En einmitt í miðju vaðinu slitnaði sili og snaraðist yfrum á hestinum. Voru það sömu baggarnir sem týndust á Hellisheiði um nóttina, 200 pund af bankabyggi, er gat ekki orðið blautara en það varð nú. Við báðumst gistingar á Hlemmi skeiði. Þá bjuggu þar sæmdar- og gestrisnishjónin Hannes Hann~ esson og Sesselja Eyjólfsdóttir. Þar var vel tekið á móti okkur, fengum heitan mat og gott rúm. Minnist jeg þess ekki, hvorki fyr nje síðar, að hafa orðið eins feginn góðu rúmi. Um hádegi næsta dag komum við heim, með hestana alla ómeidda, og þótti það mesta furða, — Alisa: — Ó, frændi, hún mamma sagði, að þú hefðir sjeð ungbarnið hans Jóns. Hvernig iítur það út? Frændi: — 0, það er svo sem ekkert að sjá. Það er sköllótt, með kartöflunef, gljárakað í fram an, rautt og þrútið, og líkist að mínu viti sjeð einna mest göml- um drykkjurút. ★ Jonni fjekk tvær afmælisgjafir, dagbók og byssu. í dagbókina skrifaði hann: Mánudagur: rign- ing og slydda. Þriðjudagur; rign- ing og slydda. Miðvikudagur: rigning og slydda. Skaut ömmu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23Í Endurminningar Framh. af bls. 229. umst aftur á hótel Alexandra í Hafnarstræti, til þess að drekka þar kveðju- og skilnaðarskál. Þar kom svo hver með sína rós á brjóstinu, sennilega frá einhverjum blómarósum bæjar- ins, þó það sje nú gleymt og grafið. Jespersen gamli Ijet eitt- hvað í glösin, samkvæmt beiðni okkar, og söngur og ræðuhöld hófust. Við höfðum lifað skóla- árin saman í mestu eindrægni, vorum jafnan fáir í bekk, og þurftum að halda vel saman til þess að verjast fjölmennari her úr hinum bekkjunum, en vorum svo heppnir að eiga í okkar fá- menna hóp þrjá krafta- og fim- ieikamenn. Það var mikið sungið þetta kvöld og mikið talað. Þó var gleði víman meiri en ölvíman, því þrír okkar voru í bindindi, og hinir þrír hófsamir í nautn áfengis. En bak við gleðina bjó þó angur- værðin yfir því, að þetta var í bili síðasta samverukvöldið, og tvo af þessum fimm bekkjar- bræðrum mínum sá jeg aldrei aftur. Tímarnir breytast. Svo liðu árin. Eitt — tvö — þrjú — og áður en jeg vissi af, voru þau liðin 50 framhjá. Eftir hálfa öld tók jeg stúdents- húfuna mína og setti hana á minn hærukoll 30. f. m. og geklc einn míns liðs út í sólskinið. Fjórir fjelagarnir gömlu voru dánir, en einn á lífi í Danmörku. Mjer fanst alt vera orðið breytt. Gömlu húsin voru flest horfin, gömlu vinirnir líka. í stað þorps- ins með ca. 4 þúsund íbúa, var komin hjer stórborg með 40 þús- und menn, auk allra hermann- anna, sem enginn veit tölu á. Nú hefði ekki borið meira á 60 nýjum stúdentum í bænum, en okkur 6 fyrir hálfri öld. Tímarnir breytast og mennirnir. Það fann jeg nú berlega, og ekki síst á sjálfum mjer. „Hvað ertu að álpast út með stúdentahúfu?“ spurði jeg mig hálfönuglega, „þú ert þó ekki farinn að ganga í barn- dómi, eða byrja að verða elliær? Eða ertu orðinn „studiosus per- petuus?“ Við þessa spurningu komst jeg aftur í sólskinssltap. Jú, jeg er „studiosus perpetuus", því svo lengi lærir sem lifir, og mjer finst að jeg eigi eftir að ganga um skólabrúna aftur með gömlu fjelögunum. í nýju lífi hlýtur að verða nóg að læra. Þá verður gaman að lifa. — Fjaðrafok Einu sinni voru fjórir bræður búsettir í Skotlandi. Einn þeirra fór til Afríku til þess að freista gæfunnar. Eftir 20 ár ákvað hann að halda heim aftur, þar eð hon- um hafði áskotnast talsvert fje. Hann sendi bræðrum sínum skeyti og bað þá að taka á móti sjer á jarnbrautarstöðinni. Þegar hann kom til Glasgow sá hann þrjá menn með afar sítt ug mikið al- skegg. í fyrstunni hjelt hann að þeir væru honum ókunnugir en við nánari athugun sá hann að þetta voru bræður hans. „Hvers- vegna í ósköpunum eruð þið með svona sítt alskegg?“ spurði hann. „Haltu þjer saman þrjóturinn þinn“, svaraði einn bræðranna, „þykist þú ekki muna, að þú stakst af með rakvjelina okkar?“ ★ Frambjóðandi úti á landi var ásakaður um það af andstæðingi sínum, að konan hans rjeði öllu um stjórnmálaskoðanir hans. Hann flutti eftirfarandi varnarræðu: — í fyrsta lagi reynir konan mín aldrei að hafa áhrif á skoð- anir mínar. í öðru lagi tölum við aldrei um stjórnmál. í þriðja lagi hefir hún ekkert vit á þeim, og í fjórða lagi er jeg alls ekki kvæntur! i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.