Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 5
okkur þarna, einkura í lieimavist skólans, frelsið lítíð og fátæktin mikil, en við hugsuðum, ef til vill, minna um það, hvort við kynnum að nota rjettilega aukið fje og frelsi. Frelsið er fagurt hnoss, en það gefst misjafnlega í meðferð- inni, þótt það sje indælt í sjálfu sjer. Skömmu eftir aldamótin var jeg sumartíma í Kaupmannahöfu og kyntist þá dálítið stúdenta- lífinu þar. Ólíkt var frelsið þar eða í latínuskólanum í Reykjavík, þar sem okkur var harðbannað að koma inn á veitingahiis, nema með sjerstöku leyfi rektors, og máttum einskis neyta þar, aö minsta kosti meðan skóli stóð yfir. En þarna í Kaupmannahöfn var hver ölknæpan eða veitingastofan við aðra, og ilminn lagði út á götuna af ýmsu því, sem þar var á boðstólum, og þarna var stú- dehtum auðvitað frjálst að ganga inn, eins og öðrum, og þótt pyngj- an væri ljett að jafnaði, þurfti þá ekki að leggja nema 10 aura í sjálfsalann til þess að fá glas af áfengu öli. Oft spurði jeg þá sjálfan mig :„IIeldurðu að þú hefðir kunnað að nota frelsið vel hjerna, ef þú hefðir lent liingað beina leið frá stúdentsprófinu?“ Og aldrei var svarið ákveðið. Skólauppsögnin. Burtfararpróf okkar dimittend- anna stóð yfir um 3 vikur að mig minnir, og endaði þann 29. júní. Sagan hjá Páli gamla Melsted var síðasta námsgreinin, og var hann ljúfur og hlýlegur við okkur þá, eins og endranær. Næsta dag var skólauppsögn. 30. júní 1892 var veðrið svipað og þann dag fimmtíu árum síðar, sólskin, logn og skýjaslæður. En það var líka hið eina, sem mjer fanst líkt því, sem þá var. Á hádegi voru kennarar og skólasveinar komnir í sæti sín inni í „salnum“, og rektor, Jón Þorkelsson, stóð við púltið uppi á pallinum. Hann var hár vexti, holdgrannur og fölleitur, en góð- mannlegur, enda göfugmenni í allri framkomu sinni. Málfræðin var hans mesta yndi, og hanrí virtist taka sjer nærri, ef læri- LHSBOK morgunblaðsins 229 sveinar hans vanræktu eða virtu lítils þá fræðigrein, og hrúguðu saman stórvillum í latneska stíln- um. En margur fátækur piltur átti hauk í horni þar sem rektor var, ekki síst ef hinn ungi mað- ur hafði vakið hjá honum góðar vonir. Til beggja hliða við hann, fyrir stafni, sátu kennararnir. Fyrstan tel jeg yfirkennarann Halldór Kr. Friðriksson, festulegan og ákveð- inn að vanda, og hetjulegan enn, þó kominn væri þá á áttræðis- aldur, þá skáldjð Steingrím Thor- steinsson, Pál Melsted sagnfræðing og dr. Björn M. Ólsen. Nokkru yngri voru þeir Björn Jensson, Geir T. Zoega og Pálmi Pálsson, sem um þær mundir munu hafa verið á fertugsaldri. Kennaraliðið var eigi aðeins hið myndarlegasta, heldur ræktu þeir og starf sitt með mestu prýði og mátti mikið af þeim læra, ef við hefðum fært okkur fræðslu þeirra vel í nyt. Þegar búið var að lesa upp einkunnir pilta í 5 bekkjum skól- ans og allar athugasemdir, tók rektor burtfararvottorð okkar stúdentauna, mælti til okkar nokkrum hlýlegum kveðjuorðum og árnaðaróskum og afhenti svo hverjum sitt skírteini. Við vorum sex. Við vorum flestir í nýjum „diplomat'* frökkum, með hvítu húfurnai^ í hendinni. Þessi athöfn stóð ekki lengi yfir, því við vorum aðeins 6, einn Húnvetningur, Sig- fús Blöndal (bókaviirður í Kliöfn), tveir Múlsýslungar, Þorsteinn Gíslason (ritstjóri) og Magnús Sæbjörnsson (læknir) og þrír Þingeyingar, Pjetur Guðjohnsen, Pjetur Helgi Hjálmarsson (prest- ur) og jeg. Það ár útskrifaðist enginn Reykvíkingur úr skólan- um. Ekki veit jeg hvort námshug- urinn hefir verið minni á harð- indaárunum á milli 1880 og 1890,' heldur en síðar, en álitlegt var þá ekki, að leggja út í langt nám, og lítið um peninga. Þá varð ekki hlaupið í bankana til þess að fá sjer aura. Hugur margra snjerist þá líka til Vesturheims ferða, því fram- tíðarvonirnar áttu örðugt með að fá byr undir vængi hjer heima. Þegar skólauppsögn var lokið, bauð rektor kennurum, gestum og okkur stúdentunum inn til sín og gaf. okkur kaffi og glas af víni. Ekki man jeg þó eftir öðr- um utanskólamanni en sjera Þorkeli Bjarnasyni á Reynivöll- um, frænda rektors. Var hann skrafhreifinn mjög og skemtileg- ur. Kennararnir voru hinir aliið- legustu, þölckuðum við þeim góða fræðslu á liðnum árum, en þeir tóku nú að „þjera“ okkur með mestu virðingu, þótt þeir, sumir hverjir, hefðu alt að þessu verið næsta fastmæltir á „þúið“, ekki síst ef þeim gramdist við okkur. Þegar frá leið, mun okkur hafa orðið það æ ljósara, hversu mikið við áttum kennurum okkar að þakka, og geymdum jafnan ljúfa^ minningar um kynninguna við þessa merku menn. Skilnaðar hófið. Nú lá leið hinna ungu stú- denta út úr skólahúsinu, og við gleymdum í bili því, sem á bak við okkur lá, en nutum sælvr líðandi stundar. Við vorum ljett- stígir í sólskininu og sigurvím- unni, en þótt einkennilegt megi virðast, lögðum við fyrst leið okkar vestur í kirkjugarð. Þar hvíldi bekkjarbróðir okkar, sem látist hafði í 5. bekk, og hafði Pjetur Guðjohnsen, sem var trje- smiður, smíðað laglegan kross, sem lát'a skyldi á leiðið og einnig höfðum við krans til að leggja þar ofan á leiðið. Nokkur augnablik stóðum við liljóðir meðan við vorum að koma þessu fyrir, — æskan í lotningu frammi fyrir dauðan- um, — en engum okkar kom þá til hugar, að hann sem mest hafði unnið að þessu minnismerki, og var fjörugastur okkar allra, mundi falla sjálfur fyrstur í val- inn á æskuskeiði. Næst hjeldum við til Daníels ljósmyndara, sem tók mynd af okkur. Þá var kominn matmáls- tími, en ákveðið var að við hitt - Framh. á bls. 231.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.