Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 315 Kristján Blöndal. bættismaður dönsku stjórnarinn- ar. Hann dvaldi stutt á Sauðár- króki, og fór til Ameríku, en hús- ið keypti Erlendur Pálsson bók- haldari hjá Gránufjelagsverslun- inni. Hann og kona hans komu með miklum dugnaði upp stórum og myndarlegum barnahóp. Einn af þeim fyrstu, sem settist að á Sauðárkrók, var Vigfús Guð mundsson, söðlasmiður, og var hann hreppstjóri þar. Þau hjónin áttu mörg myndarleg börn, en eftir að kona hans dó, fór hann til Ameríku og tók sjer ættar- nafnið Melsted. Ef hans hús stend ur ennþá, er það eitt af elstu húsunum. Það átti áður Karl Holm verslunarmaður. Á þessum árum var aðalat- vinnan fiskiríið. Það var aðeins hægt að stunda sjó á sumrin, því þá voru aðeins árabátar, þá voru þar margir duglegir sjómenn. Af formönnum man jeg sjerstaklega eftir Bjarna Jóns- syni, mesta dugnaðarmanni og miklum söngmanni, Jóni Guð- mundssyni frá Brennigerði, sem um langt sk'eið var oddviti hrepps ins, og Einari Jónssyni, fyrrum bónda á Sauðá. Dóttir hans, Steinunn, var mesta myndar- stúlka. Hún var mörg ár aðal- saumakonan og kendi karlmanna- fatasaum. Það var ógleymanleg sjón, þeg- ar sjóménnirnir komu að í logni og glampandi sólskini, lögðu upp árarnar og herhöfðaðir lásu þakk- arbæn, áður en þeir lentu. V. Claessen. Á vorin var altaf farið í Drang ey, til að veiða fugl. Sjómenn- irnir voru gerðir út til vikunnar og lágu þar í byrgjum. Það var eins og nýtt líf færðist í alt, þegar Draneyjarvertíðin hyrjaði. Bátarnir komu heim á laugar- dagskvöldum, vanalega sökk- hlaðnir, þá voru hændur komnir til að kaupa fuglinn og fóru heirn með klyfjaða hesta. Það var oft þröngt í búi hjá mörgum á vorin. Á sumrin var töluverð vinna við að verka og þurka saltfisk og stunduðu það aðallega konur og unglingar. Milli 1880 og ’90 voru mikil harðinda- og hafísár. Það getur enginn gjört sjer í hugarlund, nema þeir, sem hafa upplifað, hvað allt líf verður þá erfitt og ömurlegt. Jeg held þegar sumarið kom með sólskin og sunnanvind, hafi Skagfirðingar reynt að gleyma erfiðleikum vetrarins og notað sjer sumarblíðuna til að bjarga sjer og sínum, og húa sig undir næsta vetur hvernig svo sem hann yrði. Það hefir nú verið mikið talað og ritað um Ameríku-ferðirnar á þessum árum, og margir hafa láð fólki að rífa sig upp frá bvíum sínum og fara vestur um haf, og einnig sveitarstjórnunum að styrkja fólk til þess. En þegar maður hugsar um harðindin og hafísinn á þessum árum, og „agent ana“, sem ferðuðust um alt og út- máluðu dýrðina í Ameríku, veit Jónas Jónsson. jeg ekki hvert það var svo und- arlegt. Á þessum árum voru þar marg- ir myndarlegir handverksmenn. Fyrsti málarinn, sem settist þar að, var Einar Jónsson. Hann var fenginn til að mála kirkjuna, þá nýkominn frá námi í Kaupmanna höfn. Skipasmiður var þar Kristján að nafni. Hann hafði verið í Eng- ey og hefir þá líklega lært iðn sína þar. Hann hafði verið sjó- maður á skipum, sem Geir Zoega stýrði sjálfur, og hafði hann gam an af að segja frá svaðilförum, sem hann hafði lent í með Geir. Trjesmiðir voru þar helstir Ólafur Briem, greindur maður og vel hagmæltur og Þorlákur smið- ur, sem kallaður var. Hann var meðhjálpari. Því var það, áður en kirkjan var byggð, að eitt sinn var haldinn kvöldsöngur á gaml- árskvöld. Þá vindur sjer þar inn Símon Dalaskáld, illa til reika, og sest á bekk hjá ungri stúlku. Þor- lákur fór til hans og ljet hann flytja sig á annan stað í húsinu. Símon reiddist þessu víst mikið, því skömmu seinna gaf hann út langan hrag um meðferðina á sjer, því svo óheppilega vildi líka til að hann hafði mestu fyrirlitningu á öllum Þorlákum, og var sagt að það væri af því að honum hefði litist vel á stúlku sem gift- ist manni með því nafni. Þá má nefna Þorstein Sigurðs- son, sem byggði kirkjuna og marg ar floiri kirkjur á þeim árum. Frh. á bls. 320.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.