Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 4
316 LJCSBÓK M0RGUNBLAÐ3INS ÖRNEPNI Á AKRANESI Eftir Björn Bjarnarson í Grafarholti f tímaritinu „Sveitarstjórnar- * mál“, 1. hefti 1942, er rit- gerð um Akranes. Sumt í henni sýnist í lausu lofti byggt. Þar segir akrarnir hafa verið í Görðum . . . og þar fyrir vest- an“. Þótt akuryrkja kunni að hafa verið mest og ef til vill lengst stunduð frá Görðum, vegna þess að á heimalandi þeirrar jarð- ar, Skaganum, voru mest og best skilyrði til þess, hefir kornrækt verið stunduð um nesið alt, a. m. k. í hálfhring um Akrafjall, frá Innra-Hólmi, sunnan á nesinu, til til Hvítaness, norðan á því. Fyrir 60—70 árum var jeg þar vel kunn ugur. Sá þá en greinilega fyrir ökrum (akurreinar) þar á mörg- um stöðum. Gæti jeg trúað, að þetta sæist enn sumsstaðar, t. d. á snoppunni suður frá bænum Innra-Hólmi, á Hvítanesi og víðar. Býlanöfnin: Gerði á Inn-nesinu og Arakot á Ut-nesinu, benda til ak- uryrkju þar. En ástæðan til þess, að akuryrkja hefir gefist vel á Akranesi, er sú, að þar er með sjónum fram sandblendinn jarð- vegur, og sandurinn kalkefnarík- ur (skeljasandur), jörðin því hlý og frjó. Furðulegur samsetningur (í á- minstri ritg.), og algerlega raka- laus, er þetta: „. . . nafnbreyting varð á nesinu eftir að kornrækt lagðist þar niður . . . Hið nýja nafn var Skipaskagi". -— Og enn fremur: „. . . síðar færðist nafnið yfir alt nesið, en það er fyrst á síðari áratugum að nafnið Akra- nes hefir aftur rýmt út heitinu Skipskagi. Annars var nesið í byrjun þessarar aldar jöfnum höndum nefnt Akranes og Akra- skagi“(!) Sennilega hefir aldrei, síðan landið bygðist, neinum heilvita, hugsandi manni komið til hugar að efast um, að með nefninu Akranes væri, eins og í Land- námu, átt við allan landtangann milli Hvalfjarðar og Grunnafjarð- ar, fyrir utan eið það, milli Eið- isvatns og Hólmavatns, sem tengir nesið við meginlandið. Eið þetta er nálægt 1 km. að breidd. Að öðru leyti er Akranes umflotið; því árnar, Aurriðaá og Kalmansá, er úr vötnunum ren'na, falja hvor út í sinn fjörðinn. — Auk heild- arnafns nessins og fjallsins (Akra- fjalls), sem tekur yfir meginhluta nessins, hefir þar snemma mynd- ast fjöldi örnefna. Eru þar mörg nes sjernefnd, víkur, ósar, vogar; en ysta tá Akraness, er lengst skagar út í Faxaflóa, er Skaginn, sem var hluti úr heimalandi Garða, útróðrar- og lendingar- staður Garðabænda (líklega Heimaskaga vör). Aðfluttir menn úr nágrenninu hafa snemma feng- ið uppsátur á Skaganum, þeir er bjuggu norðan fjalls á nesinu, við iGrunnafjörð, sem allan fjarar út, svo þar var ekki útræði, svo og Leirársveitarbúar e. t. v. Þá er Skaginn varð stöð margra skipa hefir Skipaskaganafnið orðið til. Og enn heitir hann svo að lög- um, sbr. t. d. lög 16. júní ’64, um „löggilding Lambhúsasunds á Skipaskaga“, lög 16. nóv. ’07, um Skipaskaga læknishjerað „með læknisbústað á Skipaskaga“. í dagl. tali hefir nafnið oft ver- ið stytt í Skaga. Þannig yrkir H. P. (í Saurbæ): „Skipin út á Skaga skötur og ýsur draga“. Og Resen ritar: „Skagen paa Agg- arsnes“. — í uppsveitum Borgar- fjarðarhjeraðs hjet alla 19. öldina „að fara út á Akranes", þótt ekki væri farið nema á Inn-nesið. En oft var einnig farið „út á Skaga". — Þótt Akraskagi hefði getað verið rjettnefni, eigi síður en Skipaskagi, hefir það nafn aldrei verið notað, og Skipaskagi aldrei rýmt út nafninu Akranes. Höf. fyrnefndrar ritg. hyggur, að í fornöld hafi ekki verið skóg- ur . . nema eitthvað innst á nesinu“. Yst á því er Jörundar- Holt (=■ Garðar), ofan við Skag- ann. Líklegt að þar hafi verið holt (skógur, eða viði vaxið) þá er svo var nefnt. Á norðanverðu nesinu er Arkarlækur, og þar upp frá í fjallinu Kjalardalur. Þjóðsagan um uppruna þeirra örnefna: að í Arkarlæk hafi skip verið bygt, er nefnt var Örkin, úr heimafengnu timbri, og kjaltrjeð fengið úr Kjalardal, bendir til að þar hafi skógur verið. (Sbr. Botnsdals- skóg, og skipið, er fermt var við > Illaðhamar; Landnáma). Landnáma segir að ytri landa- merkin milli Bresasona hafi verið um Reyni. Hygg jeg að þar sje stafsetningarvilla, eigi að vera Rein, og sje átt við bergrein (festi) þá, er liggur frá suðvest- urhorni Akrafjalls, vestan við Reynis- (Reinar) -bæina, niður að sjó hjá Krossi. Rein þessi er á- kjósanlegt landamerki. — Eystri merkin er líklegt að haíi verið þau, sem nú eru milli Stóru- og Litlu-Fellsaxlar. Landamerki eru víða óbreytt frá fornöld. Nú skal greina upprunann að því, að farið er að nefna Skagann Akranes. Vorið 1871 var jeg um tíma á Skaganum, til að koma á sjó og læra árarlagið. Formaðurinn var Halldór á Grund, er svo var sagt um í formannavísum: „Hýr, á lundahaganum Halldór stundar veiði, skýr, óbundinn baganum býr að Grund á Skaganum". Var þá í smíðum fyrsta verslun- arhúsið á Skipaskaga, bygt á Bakka, fyrir botni Lambhúsa- sunds. Yfirsmiður var Jóhannes Jónsson úr Rvík (Jóhs með val- brána; hann bygði húsið Suðurg. 8 í Rvík og bjó þar. Valgarður Breiðfjörð var lærlingur hjá hon- um við húsasmíðina á Skaganum). Eigandi hússins, og fyrsti kaup- maður búsettur á Skipaskaga, var Þorsteinn Guðmundsson. Hann var ekki óþjóðlegri en þá gerðist um verslunarmenn; en verslunar- lærður og upp alinn var hann við danskar verslanir í Keflavík og Rvík, þar sem öll bókfærsla, reikn ingar og brjefagerð var á dönsku Frh. á bls. 320.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.