Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Síða 2
354
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Wattsfell, eftir hinum kunna
enska Vatnajökulsfara William
Lord jWatts. Nafnbreyting þessi er
ákaflega hæpin, þar sem ekki er
unt að setja fellið í samband við
neitt vatn, hefði vel mátt íslenska
nafn fellsins og láta það þó minna
á W. L. Watts, sem var afburða
duglegur og athugull ferðamaður
og virðingarverður í hvívetna.
Mjer dettur t. d. í hug Vilhjálms-
fell. Vatnsfeli er og verður út í
hött.
Hæð Trölladyngjuskarðs, yfir
botn Oskju, er varla meiri en 20
m og skarðið er aðeins nokkur
.hundruð metra á vídd. Alt er það
þakið svörtu, úfnu, gjallkendu
hrauni, sem virðist unglegt. Það
nær inn í Öskju, þekur hnjúkana
beggja megin við skarðið og breið
ist yfir hlíðarnar suðvestur frá
skarðinu niður til Ódáðahrauns. í
skarðinu, og þó einkum utari í
hnjúkunum til beggja hliða, er
hraunið alt sprungið og kubbað
sundur og minna sprungukerfin á
sprungur í bröttum skriðjökium,
sumsstaðar sjer í ljósleita mó-
bergshellu í botnum sprungn-
anna.
Hraun þetta hefir valdið ýms-
um heilabrotum, því ekki virðist
auðvelt að segja, hvaðan það er
runnið. Eldvörp, sem hraunið
gæti verið runnið frá, sjást þarna
engin, en þess ber að gæta, að
mörg eldvörp hjer í Öskju eru
ákaflega ógreinileg. Þannig eru
eldvörpin í Suðurbotnum og við
Suðurskörð, sem yngstu hraunin
eru runnin úr, lítið annað en ó-
reglulegar gjallhrúgur. Hitt er
augljóst, að hraunið í Trölla-
dyngjuskarði liggur á svo mishæð-
óttu landi, að þar hljóta að hafa
orðið mikjl jarðsig og bylting
samhliða því, sem hraunið rann.
Inn í Öskju, rjett undir skarð-
inu, eru allmiklir gjallhólar. Það
er ekki óhugsandi, að hraunið sje
runnið frá þessum hólum, en
spilda með hólunum á, hafi síðan
sigið, og jafnhliða því hafi líka
orðið sig um miðbik hraunsins,
Jmr sem skarðið er nú. Þessa sjást
þó engin glögg merki, skörp brot
sjást þarna ekki, heldur er því
líkast, að landið sje orpið og
beyglað.
Það leynir sjer ekki, að mikil
eldgos og jarðsig hafa orðið í ná-
grenni Trölladyngjuskarðs. Upp
í fjöllunum, norðan og vestan við
skarðið, er stór sprengigígur, dá-
lítið sporöskjulagaður, lengstur
frá SV-NA um 150—200 m, en
um 100 m víður frá SA-NV. Gíg-
brúnin er hæðst að NA, en lægst
að SV, meðaldýpt um 60 m. Þess
sjást augljós merki, að þarna hefir
verið jarðhiti í gígbörmunum til
skams tíma. Niðri í gígnum er
gulleit tjörn.
Dr. Spelhmann fann gíg þenn-
an 1907 eða 1910 og telur, að þá
hafi verið greinilegur jarðhiti í
börmum gígsins. Enginn vafi er á
því, að gígur þessi er ekki gamall.
Sumir telja hann jafnvel ekki
eldri en frá 1875 og styðja það
við frásögn sjera Sigurðar Gunn-
arssonar á Hallormsstað. I Norðan
fara 1875, bls 58—59, segir hann,
að í ársbyrjup 1875, hafi hann
sjeð, af Hallormsstaðahálsi, 2
reykjarmekki yfir Dyngjufjöllum
og nokkurt bil á milli.
Norðan við gíginn ganga greini
legar sprungur í gegnum fjöllin
frá SV-NA. Hefir hraun runnið
úr þeim, sem næstar eru gígnum,
en nokkuru norðar gengur grunn
dalskora, auðsjáanlega sprunga,
gegnum fjöllin, eru víða merki
um útkulnaðan jarðhita á börm-
um hennar, ljósleitur lei^ og Kís-
ilmulningur. Vegna þess, að áliðið
er orðið, en þoka og hríðarjel upp
á fjöllunum, förum við skemmra
norður á fjöllin, en við hefðum
kosið. Um nóttina gekk á me'ð
snjóeljum og hvítnaði í kringum
f jallið.
Næsta morgun, sem er þriðju-
dagurinn 21. júlí, er veður
kalt en sæmilega bjart og útlit
fyrir batnandi veður. Þennan dag
er ferðinni heitið suður í Holu-
hraun. Fyrst liggur leiðin upp í
gegnum Suðurskörð, en þegar
þangað er komið blasa við fann-
hvítar hjarnbreiður Vatnajökuls,
austan frá Eyjabökkum og vestur
að Vonarskarði, baðaðar í sólskini.
Þarna uppi í skörðunum rekumst
við á stóran brattan hraungíg.
Hann er mjög reglulegur og tvö-
faldur, þannig, að innan í aðal-
gíghringnum er annar minni. Suð-
ur frá þessum gíg liggur röð af
eldvörpum. Þau eru nokkuð sand-
orpin, en þó varla mjög gömul,
því hjer í suðurhlíðum Dyngju-
fjallanna eru óhemju birgðir af
svörtum vikursandi, sem fljótlega
jafnar allar ójöfnur. Gígaröð þessi
hverfur út í aðra, miklu meiri og
miklu yngri gossprungu, sem er
um 10 km. löng ofan frá Þor-
valdstindi og niður á sanda. Gos-
sprungu þessari, sem aðeins er
fárra ára gömul, hefi jeg lýst
nokkuð í Lesbókinni 1939 bls. 273
—278. Við komum nú að þessari
sprungu neðanverðri. Virðist mjer
sandurinn.hafa aukist mjög mikið
í sprungunni, á þeim þremur ár-
um, sem liðin eru síðan jeg kom
þar. Þá var aðeins sandur sjáan-
legur í dýpstu gjótunum með fram
sprunguveggnum, en nú teygja
sandskaflarnir sig upp undir brún
ir sprungunnar.
Suðurhlíðar Dyngjufjalla eru
hallalitlar. Allar eru þær þaktar
hraunum, sem runnið hafa langt
austur á sandana við rætur hlíð-
anna, en, að yngstu hraununum
undanskildum, eru þau að mestu
hulin svörtum vikri og sandi. Frá
rótum fjallanna, suður að Holu-
hrauni, er um 4 km. leið, sandar,
staksteinótt grjót og leirbornir
árfarvegir, sem þó eru skraufþurr
ir nema í leysingum og miklum
hitum. Þá fyllast allir þessir far-
vegir af mjólkurlituðu jökulvatni,
einkum síðara hluta dags. Næsta
morgun eru þeir venjulega aftur
þurrir, en þaktir ljósleitum leir,
sem þornar og þyrlast upp í loft-
ið, hvað lítið sem hreyfir vind.
Holuhraun, sem er takmark okk
ar, er allmikil hraunbreiða á sljett
um söndunum fram undan miðj-
um Dyngjujökli. Á að giska er
hraunið um 7 km. á hvern veg,
eða um 50 km2 að flatarmáli.
Nyrst er helluhraun, en megin-
hluti hraunsins apalhraun, sem
verður því úfnara og stórskorn-
ara, sem nær dregur jöklinum.
Hraun þetta er runnið frá gos-
sprungu, sem virðist liggja frá
S—N eftir hrauninu ^vestanverðu
og hafa nákvæmlega 'sömu stefnu
og nýja gossprungan sunnan í
Dyngjufjöllunum. Á þessari
sprungu eru þó ekki sýnileg eld-