Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 2
-’50 LESBOK MORGUNBLAÐSrNS Sveit M. A., sem vann skíðastökksbikar Morg-unblaðsins síðast- liðinn vetur (talið frá vinstri): Pjetur Blöndal frá Seyðisfirði, Þorsteinn J. Halldórsson og Finnur Björnsson, Akureyri. hálfu hins mesta borgara, sem komið hefir í Eyjafjörð. Þennan uiikla metorðamann, auðmann og hjeraðshöfðingja varði þess eigi, að snærinn og „vetrarnauðin“ í þessum „útdal“ gætu reynzt drjúgir landkortir, sem alið fengju niannkosti, ef hraustlega og hyggi- lega væri barist við jötna frosts og fanna. Góðar ættir hafa kosið sjer bólstaði í þessum „útdal“, af því að þeim gast vel að slíkri bygð, með andstæðum hennar og veðra- skiftum, vetrarkulda og sumar- sælu, glímu hennar við moldir og haf. Og dalurinn hefur borið gæfu til að festa tryggðir þessara traustu kynslóða við svörð sinn og fjöll. Sökum þessarar viðkynningar minnar við Svarfdælska námsmenn hefir mjer stundum orðið hugsað til þess, er mjer var forðum sagt í Borgarnesi um fólkið, sem byggi í Svarfaðardal. Jeg þakka dalnum fyrir dætur og sonu, sem hann hefur sent Menntaskólanum á Akureyri og stuðlað hafa, að sínum hluta, að gengi hans og góðum árangri af störfum hans á liðinni tíð. ★ Syrgjandi foreldrar! Jeg þakka ykkur, að þið senduð skólanum hinn nýiátna einkason ykkar, trúðuð honum fyrir fræðslu hans og fóstri. Það er ekki of- hermt, að hann er ekki eingöngu í flokki hinna vöskustu Svarfdæl- inga, heldur í röð hinna al-frækn- astu námsmanna, sem hinn norð- lenski menntaskóli hefur átt því láni að fagna, að eiga nemenda siima sveit. Ilann var hinn sami hrausti og snarpi sveinn við bók- nám og skólanám, fjallgöngur og margvíslegar íþróttir. Jeg ætla, að hann hefði skipað drengilega rúm sitt á Orminum langa með ólafi konungi Tryggvasyni og öllu þvi kappavali, sem barðist þar. Og á íjallferðum var hann fágætlega skjótur til áræðis og úrræða. Ef einhver förunautur har.s misti skíði af fæti sjer á göngu upp á Strýtu á Vindheiinajökli, þaut hann, sem kólfi væri skotið, ofan snjóinn eft- ir skíðinu og k<yn með það aftur að vörmu spori. I slíkum ferðum -ituddi hann þá á marga vegu og hjálpaði þeim, sem voru, í bókstaf- legri merkingu, veilir á svellinu og hálkunni, í brattanum ogbrekk- unum. Vaskleik sínum og frækn- leika varði hann öðrum til vernd- ar og styrktar. Á hinu svokallaða gelgjuskeiði skemmast raunalega margir ungir menn, eins og þeim er kimnugt, er að ráði hafa átt mök við marga æskumenn og rýnt í sálræn rök. Jeg hefi sjaldan kynst ungum manni, sem sloppið hefir jafn-óskemmdur yfir gelgjuskeiðið og þessi fimi og frái sveinn. Og það var honum sjálfum að þakka. — Fáir ungir menn hafa á því ævi- skeiði lifað eins skynsamlega og hann. Hann kostaði kapps um að herða sig, stæla sig og styrkja. Meðal lingerðra var hann harð- gerður. Hann forðaðist ýmsar nautnir, sem margir unglingar af mannalátum láta eftir sjer fyrir aldur fram. Þar sem manndómur er fyrir, verða mannalætin óþörf, þarf enginn að sýnast meiri nje sterkari en hann er. Margir unglingar eru svo ósjálf- stæðir og svo miklar eftirhermur, að hæittir þeirra, ráðalag og orða- lag fara eftir fjelagsskap þeirra og förunautum. Þeir eru, að því leyti, börn og burir nágrennis síns og lögunauta. Slíkum ungmennum er fjölmennið jafnan hættulegt, hvort sem það er í skóla eða skips- rúmi. Þessi fallni og frækni sveinn þoldi fjölmennið. Ilann spillti hvorki fjelagsskap nje fjelögum nje spilltist sjálfur í fjölmenni nje með fjelögum sínum. Honum virtist engin hiptta, siðræn nje sálræn, búin í nokkurskonar fjelagsskap. Um það bil æfinnar, sem margir' eru ósjálfstæðir, var hann sjald- gæflega sjálfstæður. Skáldið segir, að hjer á landi „sofi hetja á hverjum bæ“. Sumir trúa því, að hetja búi í hverju mannlegu brjósti og birtist, ef á hana sje orkað. Danskt skáld, sem er löngu látið, kveður svo að orði, að hverjum manni sje hlutaður sá harmur og sú gleði, sem hann þarfnast til að vekja þá krafta, sem í honum búa. Og enn segir sama skáld: „Vel sje þeim, sem bíður svo mikla harma, að þeir megna, eins og háleitur sorgarleik- ur, að hefja hann yfir smátt og smávaxið“. Jeg veit eigi, hvernig hið danska skáld hefur komist að þessum alvöruþrungna vísdómi. En þá er íhugað er, hversu margir standast og þola mikla harma og margt böl, sem á þá er lagt, grunar oss, að skáldið danska hafi furðu mikið til síns máls.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.