Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 6
254 LESBOK MORGUNBLAÐSINS á mis við margt þennan sunnudag, þá mætti jeg þó ekki eintómu mót- læti. Baldvin Friðlaugsson fylgdi mjer áleiðis yfir í Laxárdal, veðr- ið var heitt og landið frítt, grænir og grösugir móar og víðsýnt af hæðadrögum. Við Baldvin þekt- umst síðan í fyrra er við vorum saman á bændanámskeiðum þar í sýslunni og jeg vissi að jeg gat fræðst af honum um ýmislegt. Þó hef jeg það ekki eftir honum að dalverpið er ekki alltaf kallað Reykjahverfi í daglegu tali þar nyrðra, -heldur stundum nefnt „Piparhverfi“. Er það vegna þess að þar búa margir menn ógiftir á bæjunum, en hvort það er að yfir- lögðu ráði, samkvæmt innri til- hneigingu — eða blátt áfram af framtaksleysi í þeim málum, það veit jeg ekki — ókunnugur maður á þeim slóðum. Þó vil jeg helst hallast að hinni síðastnefndu skýringu um að það sje af „uppburðarleysi“ i þessum sökum. Til þess bendir vísa úr „Piparhverfinu", sem ort var í til- efni af að ungur maður þaðan hafði krækt sjer í stúlku norður á Melrakkasljettu. Hún er svona: I hverfinu eru fljóðin fá, finnst það mörgum sorglegt tjón, því ekki munum við allir ná yngismey við Blikalón. Það er eins og Snorri segir um kveðskapinn í prólógus fyrir Heimskringlu, að hann ber að tala fyrir sannleika — ef hann er rjett kveðinn og „skynsamlega upp tek- inn“. ★ FAGURT er að horfa af heið- arbrúninni vestur yfir, þar sem við fórum niður hjá Hvammi, bæ Ás- kels goða. Laxáin er skínandi fögur þar sem hún fleygir sér fram gljúfrin sem við hana eru kend. Þar nálægt brúnni er hin mikla rafstöð, sem lýsir upp höfuðborg Norðlinga. En nú var ég ekki að hugsa um hin flughröðu hjól raf- magnsvjelanna, þó þau sýni mikið hugvit mannanna, heldur var jeg með hugann við gamlan torfbæ á Grenjaðarstað, prestsetrinu í Aðal dal. Mjer hafði verið svo frá hon- um sagt að jeg hjelt að hann væri einn af þeim norðlensku torfbæj- um, sem sjálfsagt væri að vernda frá eyðingu. Baldvin fylgir mjer þangað og sjera Þorgrímur er svo elskulegur að sýna okkur gamla bæinn. Hann hefur nú staðið auður í nokkur ár og hefur þegar hnignað svo við það, að ekki mun hægt að bæta úr, nema með ærnum kostn- aði. Gamla eldhúsið, sem var talið af mjög fornri gerð, með hlóðirnar á miðju gólfi, er nú ekki lengur líkt því sem var, því fyrir fáum árum voru hlóðirnar rifnar og eld- húsið notað sem fjós um tíma, svo nú sjer ekki á því að það hafi nokkurntíma eldhús verið. Mjer hafði verið sagt að þetta gamla eldhús á Grenjaðarstað væri eitt hið merkilegasta á landi hjer, en heimamenn hafa ekki litið á það frá því sjónarmiði og því er það nú búið að vera. En ef hinir æfagömlu hlóðarsteinar hefðu mátt mæla, myndu þeir hafa getað sagt frá mörgu sem kynslóðirnar hafa tal- að við ylinn í eldhusinu. Læt jeg svo útrætt um þá „eldhúsróman- tík“, — en þjóðleg vercímæti hrynja nú mjög til grunna á Is- landi. ★ VIÐ Laxá skildi jeg við minn á- gæta ferðafjelaga Baldvin á Hvera- völlum og labbaði upp eftir Lax- árdalnum, því hugmynd mín var að taka hús á Hallgrími Þorbergs- syni á Halldórsstöðum. Þaðan er skamt yfir í Reykjadalinn, en þar átti jeg að vera næsta dag, sam- kvæmt áætlun Jóns á Laxamýri. Sumir segja, að aldrei njóti maður ferðalags jafn vel og á góð- um hesti — og þeir hafa mikið til síns máls. En hinir svokölluðu „hestar postulanna“ eru enganveg- inn ljelegustu hestarnir, því vil jeg halda fram, og aldrei finnst mjer jegnjóta ferðalaga jafn vel og þeg- ar jeg er gangandi. Því afþakka jeg stundum hesta á ferðalögum, ef mjer liggur ekki mikið á. Lax- árgljúfrin eru heillandi fögur og hólmarnir í ánni dásamlegir að skoða og gaman að sjá heim til býlanna handan við ána. Hallgrímur varð ekki lítið hissa, er hann sá hver kominn var. Hann var einn heima, ng var að taka saman flekk af þurru heyi, sem hann hafði rifjað um daginn, sjer til gagns og skemmtunar, meðan yngra fólkið fór til hinnar fjöl- hæfu sundlaugar á Hveravöllum. En jeg gerðist heyskaparmaður hjá Hallgrími, meðan flekkurinn entist. Svo fórum við inn í bæ til frú Bergþóru. Þar var notalegt að setjast að og rabba um daginn og veginn og óhætt að segja sitt af hverju, þegar enginn er hljóðnem- inn, eins og hjá Jónasi — bróður Ilallgríms — í útvarpinu. Það er stundum gaman að skoða gamlar ljósmyndir á bæjunum. — Þarna sá jeg til dæmis ágæta ljós- mynd af gamla Páli ólafssyni skáldi, sem jeg hafði hvergi áður sjeð. en merkileg finnst mjer hún af því að jeg lít jafnan á gamla Pál sem eitt merkilegasta skáld okkar Islendinga frá síðari tímum. Og þar sá jeg aðra mynd af gömlum þingeyskum bónda, stór- myndarlegum, svo jeg hlaut að spyrja hver hann væri. — „0 — þetta er hann barna-Pjetur“, sagði Hallgrímur. Hann var víst uppi fyrir fcíðustu aldamót. „Áttu þau mörg börn, hjónin?“ spyr jeg. „ó, nei, — þau voru nú barnlaus" seg- ir Hallgrímur; — „en Pjetur átti mörg börn framhjá, með mörgum stúlkum og sá prýðilega vel fyrir þeim öllum“. En jeg hugsaði með hrygð til þeirrar afturfarar, sem orðið upp á síðkastið í .þessum sveitum, þar sem heil hverfi eru ' kennd við pipar. Mikil er afturföi in, þegar lína er dregin ofan frá barna-Pjetri og alla leið niður að bæjunum þar sem einsetumennirn- ir híma nú í kuldanum. Hið göfuga bláa þingeyska blóð á betra skilið. Margt íleira ræddum við Hallgrím- ur, þó ekki segi jeg frá því hjer og var orðið all-áliðið þegar „dag- skrá var tæmd“ hjá okkur. ★ MÁNUDAGINN 4. ágúst fylgdi Ilallgrímur mjer yfir Laxárheiðina á hestum svo að jeg gæti hvílt hesta postulanna • undir næsta sprett. Jeg hætti mjer ekki út í að lýsa útsýninni af háheiðinni, en æði bratt er að fara niður að Laugum. Við hjeldum rakleitt að skólanum og fengum bestu viðtök- ur hjá Leifi Ásgeirssyni skólastj.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.