Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 4
252 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Ferð um Þingeyjarsýslu sumarið 1941. Eltir Ragiiar Asgeirtson. ÞAÐ VAR kominn dagur að kveldi þess 31. júlí, þegar fór að halla til vesturs, niður að Húsavík, af Reykjaheiði. Fjallsýnin var undurfögur, — Kinnarfjöll, Víknafjöll, Hágöng og hvað þau nú annars heita öll söm- un. Þar fyrir utan glitrar á lág- lenda eyju, út af Hágöngunum, Það er Flatey á Skjálfanda. Hún er svo skamt undan landi, að engin furða er þó hún sjáist. En þar, óraveg fyrir utan, hillir aðra eyju uppi, baðaða í geislaflóði hnígandi sólar. Það er Grímsey, afskekkt- asta sókn þessa afskekta lands. — Jeg lít aldrei augum í átt til þeirr- ar eyjar, án þess að mig grípi löngun til að fara þangað. Auð-‘ vitað mest fyrir forvitnis sakir. Jeg fór meira að segja einu sinni þess á leit við formann Búnaðarsam- bands Eyfirðinga, þegar búnaðar- námskeið stóð til þar á sambands- svæðinu, að hann sæi um að láta halda búnaðarr.ámskeið í Grímsey — auðvitað með þeim bakþanka, að ég fengi þá tækifæri til aé koma þar. En ólafur hló dátt að uppá- stungu minni, því að hann er skyn- samur maður. En mig langar jafn mikið til að koma þar fyrir því; og þessi skynsamlega löngun, að koma til Grímseyjar, vaknar í hvert sinn sem ég sé eyna, hvort sem það er af Reykjaheiði, úr flugvél — eða jeg lesi eitthvað um þessa f jar- lægu byggð. ★ Á IIÚSAVlK fór jeg inn á Hótel Ásbyrgi og geri boð fyrir frú Þór- dísi frá Knarrarnesi. Maður henn- ar kallar hástöfum út í eldhúsið: Þórdís! Mýramaður! — svo sem til þess að tilkynna húsfreyju að hjer sé enginn venjulegur dauðlegur dauðlegur Þingeyingur á ferðinni. Og jeg heyri það á Bjarna Ben., að þetta eina orð hljómar betur en fjölorð meðmæli — og vissulega er ég Mýrámaður, að fæðingu, því ég er fæddnf á næstd bæ við Knarrarnes. Svö þárná ér ég éiiiS og heima hjá mjer, horfi á gömlú myndirnar vestan af Mýrum af landi og þjóð, tala við frú Þór- dísi og Jóhann Bjarnason föður- bróðir hennar, um hvernig það hafi verið á Mýrunum um aldamótin og raunar löngu fyr, því Jóhann er nú orðinn gamall og man þó margt vel úr æsku sinni og það sem gamlir menn og fróðir hafa sagt honum. (Hann sagði mér m. a. smávegis, sem jeg hafði eigi heyrt fyr, um Ásgrím Hellnaprest langafa minn, sem gömul kona sagði honum, en hún hafði verið hjá Ásgrími. Og Jóhann gamli Bjarnason er vel fróður um íslenzkt mál, því hann hefur lengi átt orðabók Fritsners um fornmálið og las mikið í henni meðan hann hafði sjón til þess, og mjer finnst þar nú engin koma til Húsavíkur, nema jeg fái tækifæri til að heilsa upp á þennan gamla og góða Mýramann. Enda var víst mest talað um Mýrarnar áður en gengið var til náða um kvöldið. ★ NÆSTA MORGUN, 1. ágúst, tóku svo skyldustörfin við. Jeg var sem sje kominn á þessar slóðir til þess að skoða í matjurtagarðana og tala við þá Þingeyinga, sem vildu gefa sér tíma til þess að tala við mig um þau efni. Fór ég því að hitta Hjalta Illugason formann Búnaðarfélagsins í kauptúninu og gengum við saman þar um bæjar- löndin. Flestir munu víst vita að við Húsavík er mikil ræktun, sem hófst fyrir mörgum tugum ára. I fyrstu var það aðeins túnrækt og túnin eru mörg og stór og falleg. Þessi mikla grasrækt gefur kaup- túninu ræktarlegan svip, sem mætti máske engu síður nefna menning- arsvip. Því ræktun og velmegun eru nátengd hugtök. En á hinum síðari árum hefir garðræktin1 einnig mjög færst í aukana. Fyrir' áratug síðan voru þó víst aðeins fáiv og smáir garðar á Ilúsavík og upþskerúmagn þar af leiðandi hverfandi. En 1939 — sem var ein- fetakt kartöfluár — þá nani upp- skera kartaflna 700 tn. í kauptún- inu. Og þar við bætist svo uppskera af ýmsu öðru grænmeti, svo að af þessumásjá mjög vaxandi þýðingu garðræktarinnar fyrir kauptúnið'. ★ JEG imdraðist stærð garðanna á Húsavík, þó að kauptúnið sé að vísu fjölmennt. Þar mátti sjá márga garða, sem voru snilldarvel hirtir, en því miður voru þó ein- stöku garðar innanum, sem engan veginn var hægt að gefa þennan sama vitnisburð. Af illa hirtu görð- unum stafar mikil illgresishætta, sem bitnar síðan á hirðumönnun- um, og í raun og veru er það því ekki einkamál hvers og eins hvort hann hirðir garð sinn vel eða illa — það varðar heildina. I kartöflugörðunum var heil- brigðisástandið yfirleitt í besta lagi, þó að einu atriði undanskildu, það er, að í öllum görðum var svo- nefnd Dílaveiki, sem hefur borist þangað með erlendu útsæði. Hana má þó auðveldlega ráða við, því auðvelt er að greina sýkt grös frá heilbrigðum. Húsvíkingar verða að vera vel á verði gegn þessum kvilla. I brekku fyrir austan kauptúnið varð mér starsýnt á garð einn all- stóran, þar sem margir smáir reit- ir drógu að sér athyglina. Við nán- ari athugun kom í ljós, að þetta var garður skólabarnanna, þar sem hvert þeirra átti sitt beð, í að setja og um að hirða. Og þessi skóla- garður sannar, að hér var þó til skólamaður, — á því herrans ári 1941 — sem hefir áttað sig á því hvers virði garðyrkjan getur ver-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.