Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSIN3 255 og settist jeg þar að og skildi við Hallgrím með nokkrum söknuði. Svo fór jeg að skoða í garðana á Laugum. Þarna er jarðhiti tals- verður — og jarðylurinn all víð- áttumikill. Jarðvegurinn virðist vera með afbrigðum frjósamur, upp eftir öllum hlíðum. Grasvöxt- urinn er þar afar mikill og stór- eflis, dökkgrœnar breiður af flækju. Mjer finnst Reykjadalurinn bera meiri frjósemisblæ en flestir aðrir stað'r. Jarðir eru þar víst ekki stórar yfirleitt, en bændur hafa drjúgan arð af búum sínum og framfleyta sumir mörgu fólki á landlitlum jörðum. Er það ekki einmitt fyrirmynd, að hafa ekki mjög stórt um sig, en hafa góðan arð af hverjum grip og hverjum ræktuðum bletti. En maður hugs- ar til þess með skelfingu, að nú eru fjárpestir komnar í hjarðir þessara dalbúa, hinn vel ræktaða fjárstofn þeirra. Margir styðjast þeir mjög við garðyrkju og ein- stöku svo að garðyrkja má teljast önnur aðalstoðin undir búum þeirra. Dalverpið er einkar notalegt og viðkunnanlegt, þó ekki sje það svipmikið. Skólarnir tveir, hjeraðs- skólinn og húsmæðraskólinn, hafa verið sýslunni og landinu gagnleg- ar stofnanir, enda notið góðra manna sem stjórnanda og kennara frá upphafi. Sitt af hverju hefir verið gert til að prýða uníhverfi þeirra, bjarkirnar eru nú að byrja að teygja úr sjer í holtinu við hús- mæðraskólann og þar glitruðu fög- ur blóm í kring, þennan dag sem jeg var þar, sem vaxið höfðu við umhyggju Lilju frá Víðivöllum í Skagafirði. Á húsmæðraskólanum hitti jeg Steingrím Jónsson, fyrv. bæjarfógeta, sem var einn af stofn- endum garðyrkjuhlutafélagsins á Hveravöllum. Þegar jeg var þarna á Laugum þá var búið að taka upp ekki lítið af kartöflum, bæði til neyslu og til sölu, því þá voru kartöflur í geypi verði. Það hefði einhvern- tíma þótt fyrirsögn, að kartöflur yrðu fluttar þaðan, til neyslu í öðrum hjeruðum, síðast í júlímán- uði. Næst framtaki bændanna má þakka það jarðyl dalsins og svo snemmvoxnum kartöfluafbrigðuin. Jeg gisti á Laugum um nóttina, en morguninn eftir hjelt jeg að Laugabóli, sem er stutta bæjarleið frá hjeraðsskólanum. Þar býr Tryggvi Sigtryggsson og er hann einn mesti garðyrkjumaður þar í dalnum. Þar sá jeg ágætar kartöfl- ur, tilbúnar að sendast á Akureyr- armarkað, stóran garð með höfuð- káli og allmikið af gulrótum, vel vöxnum. Þar er garðiandið notað svo vel, að sjaldgæft er að sjá slíkt hjerlendis, t. d. lætur Trygvi sum- ar hinar smærri, fljótvöxnu mat- jurtir vaxa á milli þeirra sem eru seinsprottnari og þurfa lengra millibil. Þannig þarf hann ekki að ætla hinum minni jurtum sjerstakt pláss. En til þessa þarf þá ná- kvæmni í niðursetningu og hirð- ingu, sem er sjaldsjeð hjerlendis. Fyrir utan það, sem Tryggvi selur af matjurtum, notar hann mikið til heimilis, því að hann þarf að metta marga munna. Hjer er nefni- lega ekkert „Piparhverfi“, heldur eiga þau hjón 10 börn, víst flest innan fermingar. Allur er þessi hópur vel út lítandi, máske ekki síst vegna þess, að þarna skortir ekki hollar matjurtir á borðið, þær eru sannnefnd „lífgrös“, ef rjett er með þær farið. Uppi í brekkunni eru smágarðar, sem elstu börnin eiga. Þar eru blóm og runnar og svo eru þar líka smáar birkiplöntur að gægjast upp úr moldinni í fyrsta sinn — af fræi frá Hallormsstað eða Bæjarstaða- skógi í öræfum. Allt er þetta í rjetta átt og til eftirbreytni fyrir hjeraðsbúa — og það þó ekki síst að hjer er góðum þingeyskum kyn- stofni ekki einungis haldið við, heldur fjölgað verulega. — Jeg fjekk ekki staðist þá freistingu, sem alltaf er samfara heitu kaffi og pönnukökum, en þegar því var lokið, minntist jeg, að á áætlun Jóns á Laxamýri stóð: Þriðjudag- ur 5. ágúst: Mývatnssveit. ★ Alltaf er hægt að komas* til Mývatnssveitar, bílar alla daga — hafði Jón á Laxamýri sagt við mig. Enda hefir verið endalaus straumur af bílum og ferðafólki þangað í alt sumar. Þennan dag var þó engin áætlunarferð. En mjer var alveg óhætt að rölta á stað fótgangandi, því jeg myndi sjálfsagt fá bíl fljótlega upp eftir. Og jeg hjelt áleiðis upp Reykjadal- inn og dáðist að litlu trjánum á Halbjarnarstöðum um leið og jeg fór þar framhjá. Merkilegt hvað fáar hríslur geta breytt svip eins bæjar til hins betra. Jeg hjelt svo áfram framhjá Brún — þar ofar- lega í heiðarbrúninni. Ekki áræddi* jeg að ónáða Björn bónda, þó mig langaði til þess, því þar var fólk í önnum við heyskap, og við ráðu- nautar eigum ekki að draga bein- línis úr framkvæmdum með því að tef ja fyrir bændum við nauðsynleg störf. En mjer hálfbrá, þegar jeg leit í kartöflugarð þar nálægt vegin- um og sá að grösin voru sölnuð af frosti yfir nóttina. Þetta mun hafa verið fyrsta frostnóttin þar um slóðir í fyrra. Og ég hélt áfram framhjá Móakoti og Másvatni — enginn bíll kom neðan úr byggð- inni og ég þrammaði áfram yfir Selbunguna, og þá fór að sjást það an upp til sveitarinnar. Þar er fagurt að líta yfir vatn- ið og fjöllin í fjarska, og Laxá, þar sem hún fellur úr vatninu, hvítfyssandi kringum græna hólma. Ég var svo heppinn, að enginn bíll var á ferð þennan dag — aldrei þessu vant — svo að ég fékk að ganga alla leið frá Laug- um og að Arnarvatni, því að Jón á Laxamýri hafði sagt mjer að hitta Sigurð bónda og láta hann segja mjer, hvar jeg skyldi koma í sveitinni. Þegar ég hafði hvílt mig þar dálítið og fengið að vita hvert halda skyldi, fékk ég bíl til að fara með mig að Reykjahlíð um kvöld- ið. Þangað var aðalerindi mitt í Mývatnssveit. — Manstu hvar jeg lagði píp- una mína? — Nei. — Þetta er eftir kvenfólkinu. Aldrei man það nokkurn skapaðan hlut. ★ — Hvers vegna kallaðir þú ekki þegar hann kyssti þig? — 0, mamma, jeg er ekki búk- talari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.