Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 1
31. tölublað. ^UorðnnHa^sioí sSunnudagur 23. ágúst, 1943. XVII. árgangur. Uafold»rpr«BtanitO» hX Sigurður Guðmundsson skólameistari: ÁVA R P við ungs stúdents úttör. Ræðu þá, sem hjer birtist, flutti Sigurður Guðmundsson skóla- meistari við útför Þorsteins Jakobs Halldórssonar, stúdents, sem fram i'ór að Tjöm í Svarfaðardal 30. júlí síðastliðinn. — Þorsteinn varð stú- dent við Menntaskólann á Akureyri s. 1. vor. Foreldrar hans eru þau Þórlaug Oddsdóttir og Halldór Kr. Jónsson, bóndi að Brekku í Svarfað ardal. — Fæddur var hann 31. ágríst 1921, en andaðist úr hjartaslagi að afloknu dagsverki á Hjalteyri 19. júlí s. 1. — Þorsteinn var hinn mesti atgjörvismaður bæði til sálar og líkama. Hann var foringi sveit- ar þeirrar úr Menntaskóla Akureyrar, sem vann síðastliðinn vetur skíða- stökksbikarinn, sem Morgunblaðið gaf til keppni fyrir íþróttafjelögin á Akureyri. Hann var ávalt í fremstu röð námsmanna í Menntaskólan- um og hvers manns hugljúfi. Svarfdælingar! Mig minnir, að það væri alda- mótaárið 1900, er jeg var staddur í Borgarnesi á leið suður í skóla. Við biðum þar skips, jeg og nokkr- ir skólabræður mínir og samferða- menn. Norðlendingur einn, sem átti heima í Borgarnesi, kom til fundar við okkur og ræddi við okkur um hríð. Talið barst að ýms- um sveitum og hjeruðum landsins. Þessi norðlenski Borgnesingur fræddi okkur ungu mennina á því, að gott fólk byggi í Svarfaðardal, það væri, að mjer skyldist, höfuð- einkenni hans. Jeg gaf lítinn gaum að þessum fróðleik þá. Jeg hefi, ef til vill, ekki lagt mikinn trúnað á, að betri menn en annars staðar byggju í Svarfaðardal, hefi eigi vitað, hvernig slíkt varð mælt og metið. Lítið óraði mig fyrir því þá, að það ætti fyrir mjer að liggja löngu síðar á lífsleiðinni, að kynn- ast mörgum prýðilegum ungmenn- um úr þessum norðlenska og mjög norðlæga dal, eiga margt og mikið saman við þá að sælda. Yfir tutt- ugu ár hafa jafnan verið undir handarjaðri mínum námsmenn úr þessari sveit, svo að kveða má þannig að orði, að í þeirri stofnun, sem jeg hefi þennan tíma veitt for- stöðu, hafi ávallt verið „setinn Svarfaðardalurinn“ og verið vel Þorsteinn J. Halldórsson. setinn. Hefur þar yfirleitt farið saman, að sveinar úr Svarfaðardal hafa í senn verið hinir bestu náms- menn og verið gagnhollir skóla- þegnar. En þó að slíkt fari oft saman, verður þó stundum mis- brestur á því. Slökum námsmönn- um hættir til að kenna skóla sín- um um ófarir sínar, stundum, ef til vill, ekki að ástæðulausu. — En stundum saka þeir skóla sinn um það, sem var sjálfra þeirra sök. Þeir verða skóla sínum gramir og spilla skólaloftinu. Samt má finna litla smágarpa, sem eru skóla sín- um vinveittir og hafa þar góð á- hrif. Stundum vill og hitt til, að góðir námsmenn eru meðallagi hollir skólaþegnar, hafa eigi þau áhrif, sem skyldi, á skólabrag og félaga, þó að skólinn hafi, eftir föngum, stutt þá og styrkt. Svarf- dælskum nemöndum hefir, nær án undantekningar, fylgt drengilegt loftslag, hlýlegur blær og bjart- sýni, sumum merkilega þrálát bjartsýni. Guðmundur ríki fann Svarfaðardal til foráttu, að þar væri „snæsamt, og liggur á vetrar- nauð mikil“. Slíkt er borgaralegt jarðamat, eins og vænta mátti af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.