Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 251 Sorgbitnu foreldrar! Þá er mjer var sagt lát einkason- ar ykkar, sem verið hefur dýrasti og ástfólgnasti auður, spurði jeg ósjálfrátt sjálfan mig, hvernig þið færuð að bera slíka helfregn. Jeg hefi heyrt dáðst að því, hve hraust- lega þið hafið brugðist við heljar- högginu. ókunn völd hafa nú hringt hinni miklu forlagaklukku í eyru hetjunnar, sem býr í ykkar beggja brjósti. Það liggur við að mig furði á því þreki og þeim þrótti, sem fellur ekki við þvílíkt högg. Þess er eigi að dyljast, að hann virðist mikill, sá mannskaði, sem, foreldrar, frændur og þjóð hafa beðið við fráfall hins unga stúdents. Enginn veit að sönnu, hve hátt hann hefði komist upp eftir stiga metorða og frama. En slíkt skiftir engu. Engum getum verður heldur um það leitt, hvort hann hefði orðið mikill foringi eða frumherji á einhverju menningar- sviði. En hitt má telja víst — að því leyti sem nokkuð má kalla vist um mannlegt ráð á ófarinni ævi- leið —, að hann hefði hjálpað mörgum upp eftir harðfenni og bröttum brún-um í ýmiskonar Strýtuför mannlegrar ævi, ef hon- um hefði orðið langlífis og lang- vinnrar heilsu auðið. Hersveitum bjartra vona er ger-eytt, þá er slík- ur sveinn hnígur í gras. En þið, foreldrar hans, eigið um þessar mundir marga raunabræður og margar raunasystur um alla vora blóði rigndu jörð. Og það sýnir styrkleik og ósigranleik lífsins, að það þolir slíkt mannfall og æsku- manna hrun. Lífið er sem stórt fljót, breitt og vatnsmikið. Stór- fljótið sýnist renna með sama straumþunga og sama vatnsmagni og áður, þó að mörgum kvíslum og miklu vatni sje veitt úr fravegi þess og rás. Þá er slíkri feigðareldingu lýst- ur niður á ungan fullhuga, er sem hugsun vor staðni, fái hvergi hrærst nje hreyfst nje nokkuð á- lyktað. Vjer kennum þess einu sinni enn, að líf vort er, eins og Matthías segir, „lagaröldu blik, leynirúnir, depill, þagnarstrik“. Hjer er oss fengið dæmi, skapa- dæmi til lausnar, sem er þannig úr garði gert, að neðstur og efstur í viskuskóla lífs vors gera dýpstu gátu þess svipuð skil. En sá fall- valtleikur, sem birtist í láti hins unga efnismanns, er næsta fátíð- ur. En á hina svörtu skólatöflu vora er letruð þessi spurning: Hví var þessi hvati og ítri sveinn því- líkri ör lostinn í hjarta stað. Og þó að slíkt svar fullnægi ekki gagn- rýni vorri nje skynsemi, snertir það djúpan grunn og grun í hyggju vorri og sál. Hver syrgjandi verður að hugga sig sjálfur, eins og hver sjálfbjarga ferðamaður verður að sitja þann hest, sem ber hann yfir heiðar og dal. Mennirnir eru svo ólíkir, að þeim hentar fæstum sama huggun eða sama huggunarráð. Eitt hið vitrasta skáld, sem auðgað hefur íslenskar bókmentir, Grímur Thomsen, lagði eitt sinn foreldrum, er misstu einkason sinn, ungan stúdent, þau orð í munn, að „ein af lindum hjartans“ væri þrotin, þá er hann var felldur. Jeg hygg, að þetta sje ekki alls- kostar rjett. Minningarnar vaka og vermay þó að um leið svíði í sár- inu, sem aldrei getur að fullu gró- ið. Á einverustundum og við marg- vísleg störf hvarflar hugurinn til hins horfna sonar. Þið minnist þess, er hann -brosti við ykkur, ljek sjer á gólfinu eða í hlaðvarp- anum með systrum sínum. Þið minnist gleðinnar, er það kom í ljós, hve skarpur hann var til náms og skilnings, hve fimur hann var, er hann þreytti leika og íþrdtt- ir. Þið minnist þess, er hann hva-rf sem farfuglarnir að heiman á haustin og kom sem þeir heim á vorin, hlaðinn góðum orðstír og frama, sem hann hafði aflað sjer í hinni kyrrlátu og friðsömu vík- ingu skammvinnrar ævi. Svo kvað Stephan G. Stephansson, hið gagn- skynsama og bjartsýna skáld: „Af kærleik þínum engu verður eytt. hann er og varir mjer í tímans sjóði. Þó von um framtíð, um þig bygð, sje breytt, jeg bý að auð frá samvist okkar, góði“. Þessi orð hins mikla andans- manns getið þið með sanni tekið ykkur í munn. En það er merki- iegt, að vantrúarmaðurinn Step- han G. Stephansson bætir þessum trúroðnir vísuorðum við: „Og þegar berst jeg út af Ijóðsins löndum, mun lífið verja hann sínum geymslu höndum“. Að lokum óska jeg dalnum, sem af ræktarsemi og tryggð mun lengi geyma minning hins mannvænlega sveins í skauti sínu og sögnum, að hann verði jafnan dalaprýði, tær islensk menningarlind, útvörður ís- lenskrar dalamenningar. Ykkur, harmi lostnir foreldrar, óska jeg þess og trúi því um ykkur, að þið vaxið, á ykkar hljóðlátu vísu, á hinum mikla harmi og hinum stríðu örlögum, er þið hafið beðið. Hinn fallni sonur, þessi vonahnött- ur, sem hvarf ykkur, lifir í huga ykkar og hjarta, verður einn ykk- ar síðasti klökkvi, síðasti varmi og síðasta tár. Sigurður Guðmundsson. Francis Biddle, dóms^aiai >*om.ri a iíanaaiikjanna — Fyrirgefið, herra lögreglu- stjóri, jeg kærði hingað í gær stuld á skjalatösku, en nú hefi jeg fundið hana. — Þjer komið of seint. Við höf- um fundið þjófinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.