Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1943, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 253 ið sem þáttur í uppeldismálum þjóðarinnar. Þá var kirkjugarður safnaðarins einnig til fyrirmyndar — og einstaka trjágarður, en of fáir þó— sanna að trje gætu prýtt Húsavík, eins og önnur kauptún þessa lands. Svona er það altaf, — einstaka menn eru altaf hálfum eða heilum mansaldri á undan hin- um mörgu. En fjöldinn kemur síð- ar þrammandi í fótspor hinna fáu. ★ OFAN úr heiðinni er útsýn góð yfir þorpið og út yfir Skjálfanda, en þennan dag var besta veður og blíðalogn. Silfurglitrandi síldin óð uppi í torfum og síldarflotinn elti torfurnar að heita mátti alveg upp undir sandinn fyrir botni Skjálf- andaflóa. En síldarverksmiðjan í Húsavík er ekki starfrækt, svo að flotinn fór annað með aflann. Við bryggju í Húsavík lá færeyskt fiskitökuskip og fiskibátar konra úr róðri með góðan afla, sem fór beint í ísinn í skipslestinni. Alt fór þar fram með spekt og friði, en brynvarin lyfting færeyingsins minnti þó á alvöru yfirstandandi tíma. Um kvöldið fór ég svo að Laxa- mýri til Jóns bónda Þorbergssonar. Hann er formaður Búnaðarsam- bands Þingeyinga og átti að semja áætlun fjrrír mig og leggja mjer lífsreglur fyrir þá daga, sem jeg átti að vera í hans umdæmi. Þar var lax á borðum, nýveíddur, um kvöldið. Laxveiðimenn voru þar og frá Reykjavík, því Laxáin er álitin með bestu veiðiám á landi hjer. — Jeg vaknaði snemma laugardags- morguninn þegar veiðimenn voru að búast til veiðiferðar, og stóðst auðvitað ekki þá freistingu, sem það var að slást í för með þeim. Þeir fóru upp með ánni, á móts við lítið býli, sem nú er í eyði og dorg- uðu þar, en urðu ekki varir og fengu ekki annað en grænt slý á veiðárfærin — en af því er þar nóg er líður á sumarið. Jeg fjekk að renna, og fjekk punds urriða og þótti skömm til hans koma þegar konungur fiskanna, laxinn, er á næstu grösum. En duttlungafullur er sá göfugi fiskur. ★ HEIM að Laxamýri var ég kom- inn fyrir hádegi og hafði þá Jón bóndi áætlunina tilbúna og frúin máltíðina. Því næst kom bíll ofan úr Reykjahverfi sem skyldi fara. með mig þangað, því eins og nafn- ið bendir til, eru þar hverir miklir og garðyrkja allmikil í námunda við þá. Jón bóndi á Þverá í Reykja- hverfi er bílstjóri og hann segir mér frá ýmsu, sem fyrir augu ber. Nyrsti bærinn í Reykjahverfinui eru Skörð, þar sem ófeigur Járn- gerðarson bjó fyrrum, sem frægt er í sögum. Ekki get jeg talið Reykjahverfi svipmikla bygð, en grösugt er þar víðast og álitlegt til ræktunar. E.i þá finnst mér eftirtekt ókunnugs manns fyrst vakna verulega, þegar komið er upp fyrir Reykjabæina og farið að nálgast hverina. Þeir eru norðanvert í yndislegu dal- verpi og eru aðalhverirnir þrír, Uxahver, sem fyrrum var frægastur þeirra, og Ystihver eða Baðstofu- hver eru syðst, nokkuð frá hinum er Syðstihver. Dalverpið er þarna eins og aflöng skál og svo laus við mishíoðir eins og að listfengur smiður hafi skemmt sér við að sverfa og fægja allar ójöfnur sem best af. Hitavatnsmagnið er afar mikið og vatnið mjög heitt. Vafa- laust felast afarmiklir lífsmögu- leikar á þess|im stað, einkum í sam- bandi við jartðhitann, þó kaldrana- legt muni að vísu vera þar stund- um og „Kári“ kveði þá napurt. Kunnugt er það, að fram hefir komið hugmynd lun að leiða hita þaðan til Húsavíkur, til að hita upp bæinn, og byggja nýbýli með- fram leiðslunni, hæfilega þjett á hinum ágætu móum. Sennilega er það vel kleift — aðeins peninga- spursmál. ★ VIÐ HVERINA í Reykjahverfi hefur verið stunduð garðyrkja all- lengi. Þar bygði BaldvinFriðlaugs- son sjer bæ fyrir rúmum 30 árum og nefndi Hveravelli. Hann stofn- aði hlutafjelag ti'l að reka garð- yrkju þarna við hverina og var framkvæmdastjóri þess þar til fyr- ir fáum árum, að Atli sonur hans tók við. Nú mun K. E. A. hafa gerst hluthafi í félaginu og nú eru komin þarna tvö ný og góð gróður- hús og var yndi um þau að ganga, því hirðing þeirra virðist vera í besta lagi. Aðal jurtin, sem þarna er ræktuð, eru tómötur. Einnig er töluverð kartöflurækt í kringum hverina, þar sem heitt vatn er leitt í kring um teigana. Ýmislegt ann- að grænmeti sá jeg þar einnig. En þó furðaði jeg mig á að sjá þar ekki gulrætur, því jeg hygg að ræktun þeirra þyrfti aldrei að bregðast á þeim stað og svo er þar um jurt að ræða, sem mun fljótt ná útbreiðslu og vinsældum. Við íbúðarhúsið hefir Baldvin komið upp trjálundi, sem er nú til mikillar prýði. En þó er auðsjeð að hann hefir átt erfitt uppdráttar, því þarna munu oft koma hörð veður. Fátt er meiri heimilisprýði en fallegur trjágarður. Jeg gisti hjá Baldvini um nóttina. Vaknaði snemma sunnudagsmorguninn við skvetturnar í hverunum. Jeg stóð á fætur og gekk út að glugganum, horfði á hina fögru kísilskál hvers- ins og þinar sífeldu skvettur og gufugos. Enginn maður í víðri ver- öld á annan eins gosbrunn fyrir framan stássstofuna sína og Bald- vin Friðlaugsson. Þetta er eitt af meiri djásnum íslenskrar náttúru, iðandi, ólgandi, gjósandi allan sól- arhringinn, ár út og ár inn. Eigin- lega ætti hverinn skilið að gerður væri snyrtilegur garður í kring um hann, því hann væri sjálfkjörinn miðdepill slíks staðar. ★ ÞENNAN SUNNUDAG stóð til samkoma í hverfinu, víst fyrir for- göngu ungmennafjelags. En Jón minn á Laxamýri hafði ekki gert ráð fyrir því í áætlun sinni, að jeg yrði þar þann dag. Satt að segja langaði mig til að vera á þessari samkomu, en hinsvegar vildi jeg ekki byrja ferðina á að bregðast fyrirmælum búnaðarsambandsfor- mannsins. En mjer þótti þó öfugt að halda frá samkomustaðnum þegar hjeraðsmenn streymdu að honum — enda hef jeg ekki lagt slíkt í vana minn. En þarna átti víst að synda í sundlauginni til að byrja með. Síðan hleypa vatninu úr henni og messa í henni og síð- ast dansa í henni um kvöldið. Og eiginlega langaði mig í þetta allt — og vissulega • mun þetta vera „fjölhæfasta“ sundlaug í landinu. En þó jeg færi — Jóni að kenna —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.