Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Qupperneq 1
38. tölublað. Sunnudagur 26. nóvember 1944 XIX. árgangur. IiaL.foldantrwatamiðJa ti. ( UM STEFNU SKÚGRÆKTARMÁLA OG FRAMKVÆMO ÞEIRRA NÆSTU ÁRATUGI Eítir Hákon Bjarnason skógræktarstjóra Rauðgrenitrje í Mörkinni á Hallormsstað, eru 30 ára. Hæðin á 5. m SKÓGRÆKT var hafin hjer á landi árið 1900. Þá ferðaðist C. E. Flensborg víða um land og hóf undirbúning að ræktun ýmissa trjá- tegunda og friðun skóglenda. Frá ]>eim tíma hefir verið unnið sam- felt að skógrækt um 45 ára skeið. Starfinu hefir sífelt miðað áfram, enda þótt ýmsir örðugleikar og taf- ir hafi orðið þrándur í götu. Af starfinu hefir fengist margvísleg reynsla, og virðist nú orðið tíma- bært að draga ályktanir af því, sem unnist hefir við það, hversu haga skuli störfum við skógrækt og trjárækt á næstu árum eða ára- tugum. Til skilgreiningar skal tekið fram: Skógrækt er friðun, ræktun og hirðing skóga og kjarrlendis. Skóggræðsla er sáning bjarkar- fræs á skóglaust land og friðun landa, þar sem skógur og kjarr er aleytt, en birkirætur leynast enn í jörðu. (sbr. friðun svæðanna við Vagli á Þelamörk og Eiða á Hjeraði). Trjárækt er sáning og gróður- setning trjáplantna í skjólbeltum og í skrúðgarða og hirðing þeirra. Fyrst verða þá fyrir störf þau, sem nauðsynlegust verða að telj- ast, en að því loknu, hversu fram- kvæmd þeirra verði best af hendi leyst. Störfin eru þessi: 1. Að auka mjög uppeldi trjá- plantna frá því, sem nú er. 2. Að afla trjáfræs ýmissa er- lendra tegunda á suðurströnd Al- aska og á ýmsum öðrum stöðum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.