Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Page 4
‘•í’l LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS 46S planta ]>oim í skjóli skógar oða kjarrs, og láta þau njóta skjólsins framan af œvinni. Auk skjólsins or jarðvegur í skóglendi miklu frjórri on utan þess. Enda væri það brot á lögmálum náttúrunnar að rækta ungan erlendan trjá- gróður annars staðar en í skóglendi. Af því leiðir að friða ber ýmis þau skóglendi og skóga, þar sem skilyrði til ræktunar erlendra trjáa virðast best. Friðun skóga og kjarrs Friðun skóglenda hefir verið frá upphafi aðal þátturinn í starfi skógræktarinnar. Um 3000 hektarar skóglendis eru nii afgirtir og frið- aðir víðs vegar um land. En á öllu landinu munu nú vera um 80—100 þiisund hektarar skóglendis, svo að iangt er í land til þess, að allt skóglendi, sem friðunar þarf, verði girt. Ekki er enn unnt að kveða á um, hversu mikið ætti að friða af því skógíendi, sem enn er ógirt, en það eru vafalaust stór svæði. Ó- hætt mun að fullvrða, að árangur af friðunarstarfi fyrri ára sje yf- irleitt góður og. sums staðar með á- gætum, einkum þar, sem friðunar hefir lengst notið. Eru það aðeins fáein friðuð svæði, sem iítinn þroska hafa sýnt, en þar hefir ver- ið auðvelt að finna eðlilegar or- sakir til lítilla framfara, svo sem ljelega friðun eða ofmikla grisj- un, eða þá hvort tveggja. Mjög er fróðlegt að virða fyrir sjer ár- angur í þeim tveim skógum, sem lengstrar friðunar hafa notið, Hall- ormstaðarskógi og Vaglaskógi. Á báðum .stöðunum. er nú 5—7 m. hár skógúr,, sem vaxið hefir upp úr hnjer og mjaðmarháu beiti- kjarri á 35—40 árum. Meðal vöxt- ur í slíkum skógum hefir reynst um 1,3 teningsmeter af viði á hekt- ara. Slíkur vöxtur er mjög góður og vel sambærilegur við jafnaldra skóga um nprðanverða Skandina- víu. Enginn vafi er á, að víða um land er mikið kjarrlendi, sem gæti vaxið jafnvel. Að slíku kjarri ber að sjálfsögðu að hlynna, en þar seni eigi er kostur á að girða allt skóg- lendi, sem æskilegt væri að friða, nema á löngum tíma, er nauðsyn- legt að gera sjer ljóst, hvar helst skuli hefjast handa, Verður þá að- allega um tvennt að ræða. Annars vegar eru landvarnarskógar, sem eru í hættu sakir uppblásturs, en hins vegar kjarrlendi í bvggðum, sem eru að ganga til þurðar sakir áníðslu og ofbeitar. Rjett er að benda á, að þar sem um landvarn- arsRóga er að ræða, er skóglendið sjálft oft minna virði en það land, sem forðað er frá uppblæstri með friðun skóganna eins og t. d. skóg- lendið í ITaukadal í Biskupstungum og Lambhagaskógur í Landssveit. Með því að forða skóglendum þess- um frá eyðingu er einnig bjargað hundruðum, ef ekki þúsundum, hektara graslendis frá eyðingu. Og þess má geta, að við friðun land- varnarskóga má mjög oft taka mikil evdd lönd til friðunar og sjálf græðslu með afar litlum auka kostn- aði. I byggðum landsins er mjög víða skriðult og lágvaxið kjarr, sem berst harðri baráttu fvrir lífinu en ga>ti orðið afbragðs skóglendi, ef því væri rjett hjálparhönd. Nú er því svo farið, að skóglendi, sem liggja í eða við byggð eru að jafn- aði miklu verr farin og hættara komin en hin, sem liggja iir alfara leið_ Hins vegar væri góðir skógar nálægt byggð miklu verðmætari en aðrir, og eykur þetta enn nauð- synina á að friða slík lönd. Þau skóglendi, sem eru nógu hávaxin og þróttmikil til þess að komast af án friðunar um nokkura áratugi eða lengur, hljóta að sitja á hakanum við friðun skóga fyrst um sinn, nema að einhverjar or- sakir mæli með friðun eða að sjer- stakar ráðstafanir væri gerðar til þess að friða skóga almennt svo sem stórkostlega aukin fjárfram- lög. Þar sem nú er farið að nota við á langtum fleiri vegu en áður, hlýtur að reka að því, að viðurinn lir birkiskógunum verði *nothæfur á marga lund. Með því að mala viðinn og breyta honum á ýmsan hátt má nota hann sem hráefni í jnargs konar iðnaðarvöru Einfaldast er að breyta viðnum með því að mala hann í kvörn og pressa við- arkvoðuna í plötur. Þessar plötur eru notaðar í einangrun húsa og til að þilja með og eru ]>ær nefndar ýmsum nöfnum svo sem „masonite", „trætex“ o. fl. Framleiðsla þeirra er afar einföld og ódýr. Samkvæmt verslunarskýrslum flytjum við nú inn i;m 100 tonn árlega af þessari vöru og innflutn- ingur hennar virðist vaxa ört. — Yæri unnt að höggva nægan við á tiltölulega litlu svæði mun ástæða til þess að rannsaka ýtarlega möguleikana á ofurlitlum viðariðn- aði. í Fnjóskadal á skógrækt rík- isins nú um 800 hektara skóglendis, sem er í örum vexti, og að 30 ár- um liðnum á það að gefa af sjer álíka viðurmagn og Vaglaskógur gefvir nú, eða um 1,3 teningsmetra af hektara, Auk þessa er skógur á 300—400 hektörum í dalnum, og gæti allt skóglendi dalsins orðið 1100—1200 hektarar í góðri rækt með litlum tilkostnaði. 1 framtíð- inni mundi það gefa af sjer a. m. k. 600 tonn af viði árlega. Úr því má vinna jafnmörg tonn af þilplötum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.