Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGOJNBLAÐSINS 473 * * Bæn: Til J)ín hljóður, Guð minn góður, græt jcg eins og barn til móður. I’á crum vjer á rjettri leið, því að vjer minnumst hins dýrmæta sannleiksorð, að ]>ú ó, Drottinn, huggar, eins og móðir huggar barn sitt. Lcirrar huggunar þörfnumst vjer. Gei' oss. ó, Guð, þá huggun. Anren. Texti: Úr 60. kap. Jesaja. Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins renn- ur upp yfir þjer. Því sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum; en yfir þjer upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þjcr. Drottinn skal vera þjer cilíft Ijós og Guð þinn vera þjer geisl- andi röðull. Jeg er sendur með þessa kveðju til sorgbitinna vina. Eitt er oss sameiginlegt, er vjer hugsum um það, sem við hefir borið. Vjer finnum vanmátt vorn. Munum vjer ekki hvað sagt er í hinni heilögu sögu ? Jesús varð sam ferða, tveimur lærisveinum, sem námu staðar daprir í bragði. En við að vera honum samférða og heyra hann tala, opnuðust augu þeirra, og hrygðin hvarf fyrir gleð- . . j, ' L N’jer höfum l'ylgst að á síðustu dögum með hrygð í hjarta. Vjer finnum sannleikann í þessuni orð- um þjóðsöngsins: „Ó,Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vjer lif- um sem blaktandi, blaktandi strá; vjer deyjum, ef þú ert ei Ijós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá‘ ‘. Hvað megnum vjer’’ Hvað getum, vjer gert ? Eitf er hægt að gera. Dyrnar eru opnar. llöldum þangað. Leiðin til Drottins er ekki lokuð. Þessvegna skulum vjer fara hinai greiðfæru leið. Upp til Guðs mcð öll vor mein. Hjcr er hin mikla sorg. Þess- vegna er þörf mikillar huggunar. Oft hlýt jeg að hugsa um þessi orð, oft styrkist jeg af þeim, og bið þess, að þau megi stjórna oss, sem eigum að tala til mannanna og flytja þeim það huggunarorð, sem geti blásið afli í brotinn hálm. En orðin eru þessi: Drottinn Guð hefir gefið mjer lærisveinatungu, svo að jeg hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum; hann vekur á hverj- um morgni, á hverjum morgni vek- ur hann eyra mitt, svo að jeg taki eftir, eins og lærisveinar gjöra. Þetta er hlUtverk kristinnar kirkju með þjóð vorri. Þessvegna t • er einmitt minningarguðsþjónusta -haldin hjer í húsi Drottins, svo að vjer á heilögum augnablikum tök- um eftir eins og lærisveinar, sem eru hljóðnæmir, fyrir þessu orði Drottins: ,.Jeg hcfi nokkuð að segja ])jer“. Vjer svörum, eins og þá var svarað: „Seg þú það“. Þá heyrum vjer hans kallandi og lað- andi rödd: „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki“. En hvert er þá starf mitt í dag? Jeg er sendur til þín, til þess að segja við þig: Sorgbitni bróðir, harmþrungna systir, gakk að lind- inni, að þeirri lind, er helgan veit- ir auð, að þeirri lind, þar sem sorg- in og huggunin mætast. Vjer vöknum á hverjum morgni til dagsins anna. Leyfum Drott.ni að vekja oss. Heilsum deginum í nafni hans. Tökum svo, styrktir af Drottins náð, því er að höndum ber. ★ Hvað flytur dagurinn oss? Vjer vitum það ekki. Við oss er sagt: Vakið, því að þjer þekkið hvorki daginn nje stundina. Vjer heilsutn nýjum degt, og hlustum. Hvað heyrum vjer? Vjér hlustum daglega á fregnirnar, sem staðfesta þetta orð: Myrkur grúfir yfir jöröinni og sorti yíir þjóðunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.