Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 4
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ast feitinni, og glyserin verður eft- ir, til sjerstakra nota. SALTPJETURSSÝRAN Þegar raaður hefir gert sápuna lir lýsinu, og hefir saltpjeturssýr- rma við hendina. er hægt að mynda harðfeitisýrui', sem eru verðmæt efni í j'msum iðnaði, t. d. í gúmmí- jðnaðinum. Er það gert með því að láta saltpjeturssýruna verka á sápuna svo að hún levsi út feiti- sýrurnar. en binst sjálf lútnum og mvndar kalisaltpjetur, en hann er verðmætt áburðarefni, þar eð í honum eru áburðarefni tvö, kali og köfnunarefni. N oregssaltp j etur. Enn er hægt að nota saltpjeturs- sýruna á annan hátt í áburð, og fá kolsýru um leið úr innlendu efni. Hægt er að gera þetta með því að taka skeljasand t. d. á Vest- fjörðum, og hreinsa hann. — Sú hreinsun gæti orðið tiltölulega fyr- írhafnarlítil. Síðan er saltpjeturs- sýran látin verka á skeljasandinn, og myndar hún með kalki hans kalksaltpjetur, eða Noregssaltpjet- Ur, eins og það áburðarefni er oft- ast kallað. En burtu rýkur kolsýr- nn íir skeljasandinum og er þá hægt að handasama hana og notfæra sjer. Hin besta votheysgerð. Þá er enn ein notkun á salt- pjeturssýrunni, sem til greina getur komið, og mun koma bændum að' miklu llði. Sennilega má nota sýru .þessa við hina finsku aðferð við votheysgerð, sem kend er við fræði- manninn A. I. Virtanen. Er veikri blöndu af sýrunni úð- að í nýslegið heyið um leið og það er sett í grvfjur. og síðan fergt. Slík aðferð hefir hvarvetna gefist vel. Heyið tapar engum næringar- efnum sínum.. verður eftir gevmslu jafn fjörefnarík.t og nýslegið, og er mjög lystugt. Þeir fáu, sem reynt hafa þessa heyverkun hjer á landi, í láta vel af henni. En það hefir staðið verkunaraðferð þessari fyrir þrifum að sýruna hefir orðið að flytja frá útlöndum og hefir með! löngum og umbúðafrekum flutningi brðið dýr. Innlendir fræðimenn hafa auk pess bent á það, að ef þessi hey- verkunaraðferð gæti orðið almenn, myndi verða stórum ljettara fyrir bændur að koma á hjá sjer smára- rækt. En ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Ræktunarfjel. Norð- urlands. hefir fært sönnur á. að smárarækt ætti að verða fastur lið- ur í grasrækt íslenskra bænda. — Væih vonaiuli. að þessi þáttur rækt- unarinnar ætti hjer mikla framtíð, því að smárinn bætir jarðveginn, gei-ir hann köfnunarefnis’ríkan, sem kunnugt er, með þeim gerlagróðri, er honum fylgir og vinnur köfnun- arefni úr loftinu; er sem sje eins- konar lifandi áburðarverksmiðja fyr ir grasvelli þá sem smáragróð- ur bera. AMMONIAKTÐ. Til frystihúsanna. Amoniakið vrði fyrst og fremst notað í frystihúsin. Þar er mikil þörf fyrir það. Með ammoniaki er framieiddur kuldi við hraðfrystingu á fiski. Hingað til hefir þurft að flytja alt ammoniak frá útlöndum, í dýrum umbúðum með miklum flutningskostnaði. Ammoniakið er ekki notað sent efnivara í frystihúsunum. Það fer í hringrás í kælivjelunum. En ekki fer hjá því að það ódrýgist, og þarf að bæta upp þá rýrnun sem á sjer stað. Þvagefnið. Rem efnivara vrði ammoniakið not m. a. til þess að framleiða svonefnt þvagefni. En þvagefni er sjerlega köfnunarefnismikill áburður, sem, gott væri að hafa í landinu, með öðrum áburðarefnum. Þvagefni er unnið með því að leiða blöndu af ainoniaki ,og kol- sýru í þrýstiketil, þar sem Ifyrir er efnavaki. Með því að hita upp Jiessa blöndu myndast þvagefni, uppleyst í vatni. Er þvagefnið síð- an unnið úr, vatninu. En kolsýr- una, sem þarf til þessarar fram- leiðslu, mætti fá úr skeljasan,di með saltpjetnrssýru, sem fyrr segir. Plastisk efni. En auk ]>ess. sein þvagefnið er notað til áburðar, er það mjög mik- ilvægt efni í nútíma iðnaði, m. a. á sviði byggingarefna. Þvagefnið er einn kjarninn í efnaflokki þeim. sem kölluð eru „plastisk“-efni. — Eykst notagildi þeirra með ári hverju. Eru þau notuð í alskonar iðnaði, t. d. raftækjaiðnaði, bygg- ingariðnaði og í búsáhöld ýmiskon- ar. Koma efni þessi í staðinn fyrir Ijetta málma. Það yrði of langt að telja hjer hið margvíslega notagildi hinna plastisku efna. En á eitt skal þó bent sjerstaklega. Umbætur á trjávið. Þvagefni, sem bundið er forma- líni, liefir mikiþ og merkileg áhrif á trjávið. Þegar viður er loftsog- inn, svo að alt loft fer úr trefjum hans, og viðurinn er síðan gegn- drepinn með þessari efnasamsetn- ingu í vatnsupplausn, þá bindst efn- ið í trefjar viðarins og herðir þær, svo að loft og vatn hefir ekki leng- ur veruleg áhrif á viðinn, og gerir hann svo óeldfiman, að hann logar ekki, heldur sviðnar, þegar eldur kemúr að honum. Viður, sem fær þessa meðferð, verður margfalt end ingarbetri. Óvandaðar viðartegund- ír geta þannig fengið sönnt end- ingu og notagikli eins og besti harð viður. En þessi meðferð á viðnum má ekki ske fyr en búið er að móta hann, höggva og hefla til, og verð- ur því slík iðja að fara fram, þar sem viðurinn er notaður. Framh. á bls. 135

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.