Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 10
LESBÓK MORflUNP.LAÐSINS 130 nýtt ]>ak á kirkjuna 0" stvrkja máttar-viði hennar. Að sjálfsögðu hefir sjera Björn* verið búinn að vinna að þeim ritum sem nú fara að koma út eftir hann, áður en hann fór frá ^auðLuk:,dal, ])ó hann hafi ekki verið búinn að ganga frá þeim til hlýtar. Þannig seeást hann hafa skrifað „Grasnvtj- ar“ 1781. Var sú bók gefin út í Kaupm.höfn 1783. Titillinn er lang- ur, og er á þessa leið: „Grasnvtjar eða gagn það, sem hvörr búandi maður getur haft af þeim ósánum villijurtum, sem vaxa í landeign hans, handá fáfróðum búendum og griðmönnum á Islandi. — Tileink- ar sjera Björn bókina vini sínum^ Jóni konferensráð Eiríkssyni, sem best vann að því, að konungur kost aði útgáfuna. Var nokkrum hundr- um eint. úthlutað ókeypis, en rit- laun til sjera Björns voru þau sömu og fyrir „Atla“. Jón ritaði formála við Grasnýt.jar, en þar segir svo: „Svo er prófasturinn sr. Björn- þjóð kunnur að mannkostum og lærdómi, eigi einungis út á Tslandi og víðár hjer í ríkjunum, heldur og einnig um suðurlönd og vestur á Franz, að eigi þarf jeg leyta honum nje riti hans lofs með línum þessum“, I Grasnytjum talar sjera Bjðrn um, „að einkum þurfi fólk við sjávar síðuna, sem li'fi mikið til á einhæfri fisks fæðu, að borða matjurtir, og þó helst á vetuma' — Segir hann, að til að bæta mataræði sjeu marg- ar villijurtir ágætar: „Margar af þeim má og salta niður til vetrar- .forða, sem hjer hefir revnt verið og vel tekist, með því móti geta þær mest drýgindi g.jört búandan- um og þar á ofan heilsubót. Enn þó nokkrar af þeim kvnnu að met- ast einar saman fyrir harðinda fæði, og ljettmeti. Þá er þó sá út- vegur áræðilegri heldur en hús- x gangs-bónbjörg, þokkalegri en hrossakjötsát, og saglausari en stuldur“. S.jera Björn segir, að útlendir sjómenn komi stundum til sín til að 7—ti**. o,T kalli s.jer ^að ómiss- til heilnæmis“. — Og mun í sambandi við það, sem Jón Eiríks- son segir að hann sje þektur „um suðurlönd og vestur á Franz“. — Ekki telur sjera Björn sig vera mann til að „taka samarr fullkomiði jurtasafn og registur yfir tslandð eða Flóram íslandicam“. Segist þann einkum hafa lært af Eggert, að ])ekkja jurtir. og telur að tæpur helmingur íslenskra jurta sje þar talinn. Þó grasnytjar geti líklega ekki talist vera vísindalegt afrek, er þó óhætt að fullyrða áð bók þessi hef- ir haft gevsimikla þýðingu fyrir þjóðina, bæði til varnar heilsuleysi af hinum áleitna fjörefnaskorti.i svo og til leiðbeiningar um með- höndlun hinna f.jölmörgu litunar- grasa. Næsta óþarfur virðist því, belgingurinn í Magnúsi konferens- ráð Stenhensen, í br.jefi dagsettu 1. júlí 1820, til TTornemann háskóla- kennara: „Thi Biörn Haldórsens Grasnytiar, ved De selv, at duer til slet intet. og er et bundlöst Ghaos“. ..Arnbiörg“ er hliðstæða við ,.Atla“ og eru heilræði fyrir ungar Tiúsmæðnr. ITefir rit betta aldrei náð neinni útbreiðslu. enda varla hægt. að sesia að það hafi nokkurntíma verið eefið út. En ástæðan fvrir því er sú: Að 1783 eða 84, sendi siera Björn handritið að „Arn- b.jörgu“ til Danska bústjórnarfje- lágsins. TTefir hann væntanlega ætl- að að láta bað standa straum af útgáfukostnaðinum. Sendi fjelagið honum svo ritgerðina aftur, og ósk- aði eftir að hann gerði smávægileg- ar brevtinenr. Var s.jera B.jörn þá orðinn alhlindur, svo ekki varð aí breytingunum. Var handrit „Arnbjargar“ síðan lengi týnt, og hefir ekki miklu mun- að. að það færi forgörðum. Svo eft- ir 20 ára látlausa eftirgrenslan, hins ágæta manns Bjarna amtmanns Thorstenson, bæði utan lands og inn an, tókst honum loks að hafa upp á handritinu. Var það svo um síðir prentað í: „Búnaðarriti Suður- amtsins húss og búst.jórnarfjelags“ arið 1843. Árið 1784 kom út í Hrappsev. á' kostnað s.jera Björns, lítið kver var það : „.Efisaga Eggerts Ólafssonar“ var s.jálf æfisagan samin af sjera Birni, en aftan við voru kvæði um Eggert, eftir ýmsa. Gegnir. mestu furðu hvað s.jera Björn hefir látið lengi dragast að gera minningu Eggerts vinar síns skil, eða í 16 ár, frá drukknun hans. Þykir rit þetta, þó stutt sje (64 bls.) vera hið snild- arlegasta. Og svo mikið traust bar Jón próf. Aðils, til samviskusemi sjera Björns: „Að vart myndi (hann) halla r.jettu máli, þótt einka vinur og tengdabróðir ætti í hlut“. Otalið er enn, hið stórkostlega bókmenta og vísinda afrek s.jera Björns. Er það Islensk-Latneska orðabókin. 18. öldin var hið aumasta niður- lægingar tímabil, íslenskrar tungu, svo að aldrei hvorki fyrr nje síðar, þefur þvílíkt verið. Var s.jera B.jörn Halldórson alveg einstök undan- tekning á þeim tíma, um vandaða meðferð tungunnar. Má hann í raun. rjettri, teljast frumherji að endur- fæðing málsins, og fyrirrennari hinna hálærðu doktora: TTallgi-íms Seheving og Rveinbjarnar Egilsson- ar, og hinna ágætu F.jölnis-manna. Vegna ástar á tungunni. til nð- stöðar: „Þeim sem skrifa vil.ja hreint og óbreytt. mál“. Eins og hann segir sjálfur, hófst hann handa á hinu þarfa orðabókar brautryðj- anda starfi árið 1770. Vann hann, þvo næstu 15 árin, af dæmafáum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.