Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLABSINS 125 KENNARI í SEXTÍU ÁR Cflir þorítein VíyL nclóóon A SÍÐASTLIÐNU ári hafði einn af allra elstu kennurum landsins stund að kennslustörf í sex tugi ára. — l>essi aldurhnigni dánumaður og dáðadrengur er Steinn Jónsson kennari, nú til heimilis að Fálka- götu 32 í Reykjavík. Steinn er fæddur á Gerði í Suð- ursveit 4. desember 1861 og því 83 ára gamall. Foreldrar Steins voru þau hjón- in Jón Steingrímsson Jónssonar bónda á Gerði og Oddný Sveinsdótt jr Sveinssonar bónda að Ilofi 1 Öræfum. Að Steini standa þvl bændaættir beggja vegna. Steinn var alinn upp við land- búnaðarstörf, og svo sjómennsku oðrum þræði eftir 12 ára aldur. !í æsku hans stunduðu bændur og búliðar sjó á vertíðum út frá Sönd- um Suðursveitar. Fram að fermingu lærði hann aðeins lestur og skrift í föðurgarði og mjög af sjálfsdáðum. Brennandi námsþrá drengsins var hinn ótrauði aflgjafi. Þó höfðu foreldrar 'Steins góðan skilning á gildi náms og bókvits, og voru ósíngjörn um iþann tíma, sem börn þeirra, 11 tals- pns, notuðu til lesturs og námsiðk- ana. Þau reyndu einnig eftir megni að afla heimilinu bóka. Sveini bróður Steins, sem var 12 arum eldri, var komið til náms hjá síra Magnúsi Bergsvni presti að Evdölum. Að loknu námi þar, kendi Sveinn yngri systkinum sín- um. Þá var Steinn kominn yfir ferm, ingaraldur og naut tilsagnar Sveins bróður síns um 10 vikna skeið. Hjá bróður sínum lærði Steinn íslenska málfræði og rjettritun, skrift og reikning. Ávalt síðan voru þessar námsgreinar Steini hinar hugljúf- ustu kennslugreinar, og þótti hann snjafl íslenskukennari og smekk- rnaður um íslensk mál. Steinn Jónsson. Eftir nám hjá Sveini bróður sín- um, stundaði Steinn framhaldsnám hjá sóknarpresti sínúm, síra Jó- þanni Knúti Benediktssyni, og var langa bæjarleið að fara. Þann vet- ur gekk Steinn á beitarhús, en stundaði iiániið hjá prestinum á kvöldin og dróst þá stundum heim- koman til miðnættis. lljá síra Jó- hanni lærði hann hclst dönsku og4 reikning. Ensku hefir Steinn lært mestmegn is af sjálfsdáðum og má teljast vel að sjer í þeirri tungu, ^nda kent hana um tugi ára með m.jög góð- um árangri. Kenslustarfið hóf Steinn 22' ára gamall í fæðingarsveit sinni og mun vera fyrsti kennari í Austur- Skaftafellssýslu. Þar kendi hann 6 vetur í 5 mánuði hvern og gekk á milli bæjarhverfa. Austur í Seyðisfjörð fluttist Steinn 2S ára gamall og gerðist þar kennan við nýstofnaðan skóla á Þórarinsstaðaeyrum (lé89). — Börn af nálægum bæjum, svo og börn frá Brimnesi og Selstöðum norðan fjarðarins, skyldu njóta skóla. Hann var starfræktur i 6 mán. ár hvert. Þarna kendi Steinu í 6 ár og hjelt jafnframt kvold- skóla fyrir unglinga. Þá rjeðist Steinn kennari við barnaskólann á Biíðareyri við Reyð- arfjörð, og kendi þar í 8 ár. Skól- inn staríaöi 4 mán. hvern vetur, en 3 mán. ársins stundaði Steinn far- kenslu í Reyðarfjárðarhreppi. Á Búðareyri hjelt hann einnig kvöld- skóla á eigin spýtur fyrir unglinga. Árið 190:3-—1904 var hann heim-t iliskennari á Gilsátvöllum í Borg- arfirði eystra. Árið 1904 fluttisl Steinn til Mjóa fjarðar í Suður-Múlasýslu og stund- aði þar kennslu í 15 ár samfleytt og hjelt ýmist farskóla eða heim- angönguskóla fyrir börn og ung-i linga. Árið 1919 settist Stcinn að á Nesi i Norðfirði og h.jelt þar einkaskóla í 18, ár bæði fyrir börn og unglinga. Margir þeir unglingar, sem stund að hafa nám hjá Steini, liafa búið sig undir framhaldnám eða sjer- skóla, og bætti hartn þar úr brýnni •þörf æskunnnar á þessum slóðurn, Steinn fluttist til Reykjavíkur fyrir 7 árum og hefir dvalið þar síðan hjá Reinhardt, fóstursyni sín- um og konu hans. Þar nýtúr þessl aldurhnigni öldungur — og öðl- ingur — verðskuldaðrar alúðar og umhyggju. f Reykjavík hefir Steinn kennt .smábörnum alla veturna, setn hann hefir dvalið þar, rtema einn. — Stéinn Jónsson hefir bví stndað kenslu samtals 60 ár og mun eng-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.