Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 12
132 LESBÓK MOIiG UNBLABSINS 'búiaii, veitti konungur honum í viðurkeuuingarskyni fyrir vel unn- ið œfistarf, 60 rikisdala árleg eltir- laun. Eftir að heim kom, lifði sjera Björn kyrlátu lífi á Setbergi, við allgóða heilsu, en mikil raun hlýtur þessum mikla athafna manni að Jiafa verið það, að þurfa að sitja aðgerðarlaus í myrkrinu. Því að ýmislegt hefur honuni fundist að hann ætti ógert, eins og sjá má af þessu erindi eftir hann: „Æfitímimi eyðist, unnið skyldi langtum meir, síst þeim lífið leiðist sem lýist þar til útaf deyr, ])á cr betra þreyttur fara áð sofa nær vaxið hefur herrans pund en heimsins stund líði í leti og dofa". Mikla ánægju hafði hann af því ítð ræða við greinda menn og fróða, einnig ljet hann lesa fyrir sig, margskonar fróðleik, oftast ákveð^ inn tíma á dag, urðu einkum til þess: Ólafur stúdent Einarsson, fóstursonur sjera Bj. Þorgr. eða Þóra Guðbrandsdóttir uppeldisdótt- ir þeirra eldri prestshjónanna. —< Um sumarið 1794 veiktist sjera jBjörn, snögglega, og andaðist hann 'eftir fárra daga legu 24. ágiist 1794. Nær 70 ára gamall, jarðaður var hann innan kirkju í Setbergi, 4 idögum síðar. Þau Ólafur stúdent og Þóra Guð- brandsdóttir, höfðu gifst, árið 1792 *og reist bú. Fluttist nú Kannveig til þeirra 1796, og dvaldi hjá þeiin, J>ar til er hún dó áttræð að aldri 1814. Sjera Bj. Þorgr. segir svo um hana: „Hún var nafnkend að guðrækni, stjórnsemi, göfuglyndi, manngæsku, hugviti og hannyrðum. — Mun þetta hverju orði sannara. Því miður, er engin mynd til af s.jera Birni Haíldórssyni, og kemur sjer því vel, hin glöggva lýsing tjera Bj. Þorgr. af nafna sínum, sem var honum mjög kunnur, og þekti gjörla útlit hans og innræti. Lýsing sjera Bj. Þorgr. er í höfuð atriðum á þessa leið: „Sjera Björn sál. var með hærri mönnum á vöxt, þerðabreiður og miðmjór; eptir vexti hár í sessi. Ilendur hans og útlimir voru miklir og allsterkregir. Var hann og raunar ramur að afli, meðan hann var á besta skeiði og kröptunum fór eigi að hnigna. •— llann var rjettvaxinn og fljótstígur í framgangi, en fasið alvarlegt. I andliti var hann dimmleitur, ep skipti þó allglöggt litum, ennið meðalhátt mikið og hamrað, brýrn- ar hær'ðar í meira lagi, nefið að hófi stórt, liðlaust og óbogið, augun dauf fyrst að sjá, en skarpleg og þó stöðug, ef í tómi var að gáð, en sást eigi í skjótu bragði, því maðurinn var alla æfi nærsýnn og pjónarlagið miklu hvassara í hálf- , dimmu en í glaðri birtu, kinnbein- % in lágu eigi hátt, munnurinn vel far inn, en hakan nokkuð framvaxin. Hár hafði hann í æsku svart, en< brýt; og skegg jarpleitt. í máli var !hann lágrómaður og nokkuð harð- anæltur. Allur var skapnaður hans sómasamlegur og lýtalaus. Ókunn- um mönnum virtist útlit hans og yfirbragð heldur áhyggjusamlegtv Jlvað skaplyndið snertir var hanr^ maður stöðuglyndur og fastheldinn, fámæltur heima hversdagslega, þó þægilegur í ávarpi, ef hann mælti nokkuð. Ilann tók ekki mjög á ó- varayfirsjónum, þó nokkur bagi eða t.jón væri að, ef drengilega var við gengið og tilsagt, en skorinort og ieinarðlcga með góðri stilli umvand- aði hann, ef. honum mislíkaði, og hinn sami var háttur hans um hvern iilut, er hann sagði meiningu sína og alvarlega var eftirleitað. Ekki heldur var hann upptakssamur við þá pienii, er honum voru kunnir, og hann þekkti að frómlvndi og dugnaði, þó einhver ósnoturleikii eða siðprýðisbrestur á yrði, en y£- irlætis og sundurgerðarmönnum þóttu stundum viðkvæmar dæmi- sögur hans. heldur var hann kapp- lyndur í framhaldi byrjaðra fyrir- tekta, ljet sig þó ljúflega leiða af ástvinum sínum með skynsemi og þýðlyndi, einkanlega, ef áform hans stefndu nokkuð á það, er harðræði þótti. IlannPvar afskiftafár um ann ara hagi, ef eigi snertu embætti hans.... Ilann vai- manna trúastur um leyndarmál og öllum ráðhollur, jafnvel þó óvildarmenn ættu hlut í, ef þeir sóttu hann að heilráðum, og gerði hann annaðhvort að synja þeim svars, eða ráða það eitt, er sjálfur mundi hann í þeirra ástandi gert hafa. Við kaup og sölur var, hann sanngjarn og rjettsýnn, þó ireikningsglöggur.... Fyrir utam guðfræði og lögspeki lagði s.jera pjörn sig eftir orðulegri jurtakunn- áttu (Botanica), sagnafræðum og húnaðarvísindum. Ilann iðkaði mjög föðurlands fornfræði. Þegar á unga aldri hafði hann fengið mörgunv fremur góðan grundvöll í grísku og latínu. Þýska og danska tungu skildi hann og talaði til góðrar lilítar, las svenskar bækur, nokkuð’ í frönsku og engelsku, sem hann numið hafði af mági sínum lög- manni Eggert. Þessi og önnur fleiri bókfræði’iðkaði hann og hafði um hönd í kyrðum, þá er hann var einn þaman, svo alþýðu var það óljóst, því sjálfur hjelt hann eigi sínum Jærdómsiðkunum á loft, og fór með svo lítið bar á. Eigi gerði hann, meira orð á sinni skáldskapargáfu, sem honum var þó ljeð.... Hann Var Guðhræddur og ráðvandur mað ur, ættarstoð, ástvina indæli, elsk- ari lærdóms og allra þarfsamlegra, vísinda. í velgengni hóglátur og varfærinn í mótgangi, geðprúður, þolugur og ráðgóður. Hann hefir ileyst af höndum sínum fögur og f.vlgdarverðug dyggðardæmi* ‘. Það er auðsjeð á öllu, að Björn þei'ur verið máður hljedrægur og yfirlætislaus, en alveg óvenjulegtí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.