Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Qupperneq 4
m LESBÓK MOROUNBLAÐSINS vík. Smalaði jcií svo saman ótal vottorðum og fór með þau til Lands höfðingja og bað um skírteini, en hann Vísaði mjer á sýslumanninn heima, Lárus Bjarnason, og hann gaf mjer skipstjórabrjef. Sjáðu. Og um leið rjetti hann að mjer vandað og velmeðfarið skjal fitg. 18/2. 1903 undirskrifað af Lárusi og þar stend- ur skýrt og skorinort að Skúli hafi öll rjettindi til að stjórna fiskiskipi. — Fórstu snemma á skútur? —>- Áiáð 1898 að mig mijinir. Það var dönsk skonnoorta sem hjet Harald,, en á henni var jeg ekki nema eitt úthald, sem kallað var. En næsta ár var jeg á skútu sem ,.Springeren“ h.jet og var .Tón bróð- ir minn formaður en jeg stýrimað- ur. Þetta var mín fyrsta ,,upphefð” og virtist lofa góðu því skútan var góð. Hún var eign Ásgeirsverslunar á ísafirði. Aldamótaárið varð jeg skipstjóri í fyrsta sinn á skútu, en það var þó með undanþágu, því jeg var alveg próflaus. Þessa skvitu átti Arni Árnason í Bolungarvík og hjet hún Valdi. Ekki stór. en mjög sæmi- leg fleyta. Á henni fiskaði jeg best um dagana. — En eftir að þú fjekst skírtein- ið? — Þá rjeðist jeg til Árna Jóns- sonar, sem þá var forstjóri Ásgeirs- verslunar á fsafirði. Tel jeg það eitt hið mesta gæfuspor æfi minnar er jeg komst til hans. Hann var sá allra besti húsbóndi, höfðingi og mikilmenni,- sem jeg hefi nokkurn tíma kynst og he/i jeg )»ó mætt mörgum góðum manni um dagana. Ilann var ljúfur sem barn, en þó á- kveðinn í hverju máli og tryggur með afbrigðum. Hjer á jeg mörg brjef frá honum í þá daga. Held þeim saman og geymi sem hverja aðra dýrgripi. •Jeg lít á brjefin, Þau eru ekki löng hvert og.eitt, en innihald skýrt og skorinort, engin óþarfafwð, en látleysi og festa einkennið. Það s.jer ekki á þeim, enda varðveitt vel. — Já, heldur Skúli áfram, jeg var hjá Árna frá því laust eftir alda mót og þar til hann andaðist, þá tóku aðrir við þeim vitvegi og var jeg hjá þeim til 1924 og af þeim var jeg 15 ár á sanva skipinu. Lovísa hjet það, traust og framúrskarandi gott skip. A því hefi .jeg kunnað best við mig. Mjer hefir sjaldan lið- ið verr en þegar því var ráðstafað austvir á firði og þar dagaði uppi í fjöru að rnjer er sagt. Hörmulegt að fara svo með traust skip. En ekki meir unv það. Á Lovísu fór je<g marga góða og happasæla ferð og aflaði vel. Vari^ altaf vel til manna, og á frá þeim dögum mínar björt- ustu endurminningar. — Eftir að Lovísa var seld? — Þá var jeg um tíma alt til 1936 hjá Tang og Riis í Stykkishólmi á Ilans gamla, og sló þó slöku við seinustu árin. Ljet þá son minn fara túr og túr. Eftir það fór jeg í land og er nvi sestur í helgan stein. — Stein, já vel á minst. Þú hefir unnið rnikið nú upp á síðkastið við að skera allskonar hluti úr steinum. Eru það þessir helgu steinar sem þvi situr í. — Já, hvorttveggja og, þetta eru alveg fyrirtaks steinar senv jeg bý allskonar hlviti vir. Svona steina veit .jeg enga um nema hjer fyrir ofan Stykkishólm. Jeg dunda við )>etta á vetrum og hefi svo viðskifti við ferðamenn á sumrin og hafa margir verslað við mig. Þarf ekkert verslunarbrjef, en þetta flýgur vit. — Varstu einu sinni bókbindari? — Jeg véit ekki hvrað á að segja um það. En h.jer er skírteinið. Þor- valdur í Hrappsey kendi rnjer að binda inn. Pabbi vildi að .jeg lærði einhverja iðn. Jeg var lasinn )iá og ekki m.jög líklegur til stórræða. Svo fjekk jeg kensluna og brjefið, batt' inn einn vetur í Fagurey og eitt- hvað þegar jeg var undir Jökli, en síðan ekki söguna meir. — Hvar lærðirðu þennan vitskurð og þetta flúr sem þú hefir á hillun- um, öskunum og því um líkt? — Af sjálfum mjer góði, það er að segja jeg sá margt af þessu fyr- ir rnjer í gamla daga. Þá var keppst um að hafa alt útflúrað bæði aska og rúmfjalir, það var skravvt þeirra daga. Svo er jeg nvi að rifja upp minningarnar og það gerir manni svo hlýtt í huga. Jeg býrjaði fljótt að skera allskonar myndir í trje, helst af einkennilegu fólki, þekt- ist það og þá f.jekk .jeg snvvprvvr hjá jjabba. En bágt átti jeg að hætta. Þegar jeg var á skútunvvm komu margir dagar sem legið var í blíð- viðri. Þá daga notaði jeg oft til að skera út hillur o. þ. h. — Komstu oft í hrakninga um dagana? — Aldrei. Það var -eins og ham- ingjan hefði tekið mig að sjer. Al- drei hlekst á, aldrei mist mann, al- drei veikst hjá mjer nvaður svo að hann þyrfti á spítala, og þó var jeg oft harðhentur karl minn. Já, þeim þótti jeg nokkuð hvass stundum oð það kom fyrir að hendurnar voru fremur íátnar tala en munnur- inn. En svo jafnaðist þetta alt sam- an. Jeg var alinn upp við aga, strangan aga. Það kendi jeg líka há- setum mínunv. Yirti þá sem aganum tóku en hina ljet jeg róa. -— Þú hefir starfað meira en )>etta ? Það get jeg varla talið. Jeg hefi mælt marga báta og svo hefi jeg kent nvörgum ungum manninunv siglingafræði og nú t. d. í vetur hefi jeg haft 7 nenvendur. Það eru skemtilegar stvvndir þegar nevnend- urnir eru vakandi, enda verið hepp- inn nveð nemendur. Jæja, nú má jeg ekki vera að þessu málæði lengur. Jeg hefi alt annað að hugsa um — og Skúli stendur upp. Þar með var Framh. á Ms. 202.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.