Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Qupperneq 12
204
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
of? áöur greinir yfir Mosfellssvéit,
Kjalarnes og Kjósarhrepp. Var að
ýmsu ólíkt ástatt um þessar tvær
sýslur, þó að þær hafi um langt
skeið verið nátengdar hver annari.
I Gullbringusýslu var aðalbjargræð-
isvegur manna sjávarútvegurinn,
en lítil stund lögð á landbúnað,
enda erfið skilvrði til þess, víðast
hvar í sýslunni. í Kjósarsýslu-hrepp
unum var aftur á móti cngin ver-
stöð, og þó að menn þaðan leituðu
4
til Suðurnesja til sjóróðra, var land-
búnaðurinn samt aðalatvinna manna
þar í sveitum, enda óhætt að telja
Kjalarnes og Kjós, ágætis landbún-
aðarsveitir. Ekki voru þessar tvær
sýslur þó ávalt fyr á tímurn í um-
sjá sama sýslumanns. Því fyrir kom
það að minsta kosti, að sami mað-
ur fór með sýsluvöld í Kjósar- og
Borgarfjarðarsýslum, en Gullbringu
sýsla var þá út af fyrir sig, þó það
fyrirkomulag sem nú tíðkast. hafi
verið algengast.
I Mosfellsssveitinni voru á þessum
tíma 30 ábýlisjarðir, sem voru kon-
ungseign. Þar á meðal Gufunes með
4 hjáleigum, sem þó var kirkjustað-
ur frá fornu fari, því Þorlákur bisk-
up helgi Þórhallsson, vígði þar
Maríu-kirkju árið 1180, og skyldi
þar vera heimilisprestur. Á döguni
Gísla biskups Jónssonar, er Gufu-
nes orðin leigujörð frá Bkálholti,
og var hún cin þeirra jarða sem
Páll Stígsson svældi undir konung.
Árið 1752 var „fátækra spítalinn'*
fluttur þangað frá Viðey, en hann
var lagður niður 1793, og árið 1798
var jörðin seld, og var síðan bænda-
eígn, þar til Reykjavíkurbær keypti
hana upp úr árinu 1920. Var kirkj-
an þar um margar aldir útkirkja
frá Mosfelli, eða þar til árið 1886,
er Gufunes og Mosfells-kirkjur
vorú lagðar niður en kirkja bygð á
Lágafelli. Var sú ráðstöfun gerð
þrátt fyrir mjög eindregin mótmæli
margra sóknarmanna, og vildi að
minsta kosti emn merkisbóncb í
Mosfellssveit hafa „herútboð“ og
verja Mosfellskirkju með valdi, þó
ekki yrði úr því.
Á Varmá, sem einnig var konungs
eign, hafði fyrrum verið kirkja
helguð Pjetri postula. Ekki sýnist
hún hafa verið auðsæl að ráði, því
eftir elsta máldaga, frá 1367, er
greint á að hiin eigi 10 hundruð í
heimalandi jarðarinnar, 4 kýr og
nokkur veiðirjettindi í Úlfarsá.
(Korpúlfsstaðaá).
Mosfell með 1 hjáleigu, var eign
kirkjunnar. llafði þar verið kirkju-
staður frá því um 1150, er kirkjan
var flutt þangað frá llrísbrú, en þar
hafði Grímur lögsögum. (1002—3)
Svertingsson, látið byggja eina
fyrstu kirkju landsins, er hann kom
heim frá Alþingi árið 1000. — Ekki
er mjer kunnugt um hvenær Mos-
fell komst í eign kirkjunnar, cn víst
er um, að það er ekki fyr en á síð-
asta hluta 15. aldar, eða síðar, eins
og ljóst má verða at' því að árið,
1470, hafa þau ólöf ríka Loftsdóttir
og Sigurður lögrjettum. Jónsson í
Ilraungerði, makaskifti á jörðun-
um, þannig að Sigurður fær ðlosfell
til fullrar eignar með öllum þeim
gögnum og gæðum sem jörðinni
fylgja og fylgt hafa. En Ólöí fær
llraungerði í Flóa með sömu skil-
3rrðum.
Einkaeignir í Mosfellssveit voru
ekki aðrar en þcssar:
SuðurReykir, með fjórum hjá-
leigum, meðal þeirra voru Reykja-
kot, sem nú heitir Reykja-hvoll, og
Amstur-dammur, þar sem vinnu-
heimili berkjasjúklinga er nú að
rísa upp. Eigandi þessara eigna var
Einar Isleifsson. Var þarna um,
gamla óðalseign að ræða, því for-
feður Einars höfðu í marga ættliði
átt jörðina og búið þar. Einar var
maður vel ættaður, Isleifur faðir
hans var Þórðarson, Erléndssonár,
Þorvarðarsonar, Þórólfssonar, en
foreldrar hans voru þau Eyjólfur á
Hjalla og Ásdís systir Ögmundar
biskups, er var honum kærust allra
hans ættmenna. Kona Þorvarðar var
Vilborg dóttir Gísla biskups Jóns-
sonar. Flestir þeir Suður-Reykja-
menn voru lögrjettumenn og efna
bændur, er giftust inn í góðar ættir.
Kona Einars Lsleifssonar var Krist
ín dóttir Bjarna lörjettum. Gíslason-
ar í Ásum, sem áður er nefndur.
Áttu þau h.jón 3 dætur bania, var
ein þeirra Kristín. móðir þess nafn-
kunna manns, ísleifs Einarssonar,
og þeirra mörgvt sv'stkina. En faðir
hans var Einar Jónsson, er var um
skeið skólameistari í Skálholti. Is-
leifur fæddist í Ási í lloltum árið
1765, en árið 1790 varð hann sýslu-
rnaður í llúnavatnssýslu, keypti
Geitaskarð, og bygði þar óvenju-
lega stórmannlega, og þótti Ivinn
mesti bviforkur. Er landsyfirrjettur-
inn var stofnaður, aldamóta-árið
1800, var lsleifur skipaður annar
,.assessor“ eða háyfirdónvari í rjett-
inum. Seldi hann þá eignir sínar
fyrir norðan. og fluttist til Reykja-
víkur. B.vgði hann þá á ný, af hin-
um rnesta myndarskap, „vandaða
timburstofu“. — Er það ætlun
mín, að þangað hafi oftar en einu
sinni legið spor flestra Reykvíkinga
og margra annara, því að um
margra ára skeið, hefir hinn ágæti
heiðursmaður Ilaraldur Árnason,
starfrækt í því húsi hina alkunnu
fyrirmyndar verslun sína.
★
Ekki kunni ísleit’ur við andrúnvs-
loftið, eins og það var þá, í vorri
kæru höfuðborg og þótti hjer
„svakksamt“ í meira lagi. Keypti
hann því næst Brekku á Álftanesi,
kostalaust kotbýli, með tveggja kýr-
fóðurs. kargþýfðum grasnytjum.
Þar bygði hann „snotran bæ og tvö
lítil timburhús", sljettaði alt tún-
ið, með mikilli fyrirhöfn, og girti
það, svo hann fjekk af því 6 kúa.
fóður. „Fyrir utan hans miklu franv
sýni og framkvæmd í búnaðarhátt-
um telst hann með hínum bestu lög-