Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1945, Síða 1
33. tölublað.
JfofgmifrlatoisMi
Sunnudag-ur 17. ágúst 1945
XX árgangur.
I*»{ol4&rpr«atuil4ja hX
EFTIRHREYTUR -
JEG ER oft 'spurð að því, hvort
jog sje ekki að seinja Endurminn-
ingar mínar. Má vera, að þessi
spurning sjc elcki óeðlileg, með því
að jcg hef fengist við að lifa í nœr-
felt átta tugi ára, víða farið og
þekkt niargt merkilegt fólk. En
sjálfsæfisögur eru viðsjáiar; við
lestur slíkra bóka heli .jeg oft orð-
ið fyrir vonbrigðum og sjeð eftir
að hafa ekki látið mjer nægja að
þekkja aðaldrættina í lífssögu
mætra manna og fylla svo út í oyð-
urnar í huganum.
Annað mál er það, að lítið atvik
eða viðburður getur orðið til þess,
að röð af myndum líður fram hjá
hugskotssjónum míniun og veitir
nijer svo mikla ánæg.ju, að mig
langar ósjálfrátt t.il að segja frá
frá einhverju af því scm á daga
mína hefir dregið. Þannig varð 100
ára dánarminning Jónasar Hall-
grímssonar til þess að kvikmvnda
í húga mínum frábærilega skemti-
lega ferðasögu frá árinu 1937.
Á Frakklandi á jeg mína bestu
vini og eru tveír ungir menn eftir
af þeirri ætt, sem tók mig að sjer
þegar .jeg kom fyrst tl Parísar fyr-
ir 47 árum siðan. Þeir áttu sinn
bílinn hvor og með því að þeir
vildu gera eitthvað mjer til .skemt-
unar, þá um sumarið, varð það úr
að ánnar hvor þeira skyldi vera bíl-
stjóri minn þegar jeg færi um land-
Eítir Thoru Friðriksson
Bagnolles de l’Orne í Normandí
ið til þess, að heimsækja vini mína
utan Parísar. Var þetta dásamlcg
uppástunga, því j.árnbrautarferðir
eru ekki skemtilegar.
Fyrstu ferðinni var heitið til
Bagnolles de FOrne í Nonnandi,
þar sem tvær vinkonur mínar
dvöldu sjer til hressingar, því þettá
er þektur baðstaður og náttúrifeg-
urðin mikil þar í kring.
En þetta hjerað þekkti jeg frá
fyrri tíð og var það því ekki sjer-
stakur þáttur í þessari kvikmynd.
Næsti áfanginn í heimsóknarferð
þessari var að vísu annar baðstaður
— því allir vinir mínir voru í sum-
ai'leyfum — en í þetta sinn vár það,
bærinn Dinard í Bretágne frægur
fyrir fegurð sína og s.jóböð, því iofts
lag er 'þar biítt og ströiidin 'þar ber
hið fagra nafn Cote d’émeraude
(smaragðströndin). En á leiðinni
var svo margt fallegt að sjá og
hugsa um, að bílstjójáfm og jeg vor-
um ekkert að flýta okkur. .leg gæti
sagt margt um útúrdúra okkar, eu
jeg skal að eins nefna Mont St,
Michel þar sem við eyddum einum