Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1945, Blaðsíða 2
410 LESBÓK M0R0UNBLAÐSIN9 degi að miklu leyti og gistum eina nótt. Frakkar hafa löngum haft mik ið dálæti á Mikael erkiengli — ef til vill af því, að þeir eru herskáir, en Mikael engill er álitinn foringi hinna himnesku herskara. Fjölda margar kirkjur í Frakkl. eru við hann kendar, einkum ef þær standa hátt og turninn sjest langt að, en efst á honum glampar fagurt lík- neski af englinum. Frægxist allra þessara kirkna er sú, sem stendur eins og.vörður milli Normandi og Bretagne (alment nefnd „La Merveille d'Occident“ eða einungis „La Merveille" —* furðuverkið). Þar er gamalt klaust- ur frá því á 13. öld; hafa jafnvel í grunni þess fundist klausfurleif- ar frá því á dögum Karlamagnúsar. Það var reist á háum kletti við sjáv- arströnd. en þetta litla fjall varð viðskila við meginlandið og lá að- eins grandi út í það um háfjöru. Nú hefir verið reistur varnargarð- ur á þessum granda og upphleypt- ur vegur. sem hægt er að aka eftir. í kringum eyjuna eru rammar víggirðingar. Neðst er dálítið þorp, aðeins ein gata, en húð við húð, þar sem kerlingar og karlar troða upp á ferðamenn allskonar minja- gripum: silfurkrossum, talnabönd- um. silfurhringum o. s. frv. Svo liggnr hrattur stígur og tröppiir upp að klanstrinu og klausturgarð- inum. en þar er margt fallegt að sjá, auk dásamlegs útsýnis. Nokk- uð er í rústum, en súlnagöngin, sem munkarnir gengu um. dýrð- legir salir („la salle des Chevali- ers“ og „la salle des TTötes“ t. d. hljóta að hrífa alla þá. sem elska fagra byggingalist, þótt löngu sjeu þeir rændir öllum innanstokksmun- um. En efst uppi er kirk.jan og turninn með logagiltum erkiengl- inum gjörðum af meistarahöndum. Jeg skal ekki hafa þessa lýsingu lengri, því að þetta er í rauninni aukamynd. En jeg get samt ekki Grafreitur Chateantriand stilt mig um, að <U'epa á sumt af því sem fyrir augun har á leiðinni til næsta áfangastaðar, sem var St. Malo. Fyrst fórum við um nokkuð ó- frjótt land. jarðvegurinn sendinn og grasið gisið og ekki eins grænt. á litinn og við eiguin að venjast í fjárhögum vorum, en þarna voru samt kindur á heit og rifjaðist þá upp fyrir mjer. að þetta mundi vera það sem Frakkar kalla „prés salés“ eða salta haga. En í l’arís hafði jeg oft heyrt talað um kjötið af þess- um fjenaði, sem við sjerstök kjör á að búa. en það k.jöt* þykir mörgum' sjerstaklega gott <>g „piquant“ eins og komist er að orði í París. Brátt breyttist landslagið og jarð argróðurinn. Við fórum framhjá nokkrum hæjum, sem vegna veður- blíðu og blómaræktar eru nefndir jarðnesk paradís af þeim fjölmörgu ferðamönnum, sem fóru þangað á ári hverju fvrir stríðið. Einn af þeim er bærinn Avranches, sem á að njóta góðs af fjár- og fatasöfn- un þeirri, er landar mínir hafa af örlæti sínu gefið til, en sem því miður er svo erfitt að koma á á- kvörðunarstaðinn. Jeg hefi ekki alls fyrir löngu fengið brjef frá borgarstjóranum í Avranches, dagsett 6. d. júnímán- aðar, þar sem hann meðal annars segir, að borgin sín, sem áður var oft köllnð „Cité des fleurs“, þ. e. blómaborgin, mætti nú nefna „Cité des ruines“, þ. e. rústaborgin. Jeg vil nota tækifærið til þess að bera öllum þeim mörgu, sem hafa hugs- að til bágstad<lra frænda okkar í hinu fagra Normandi, kveðju horg- arstjórans og þakkir hans. Þetta er í annað sinn sem hann skrifar mjer auk þess sem hann auðvitað hefir saðið í sambandi við forseta Alli- anee Franeaise. St. Malo kom mjer kunnuglega fyrir sjónir, þótt þetta væri fyrsta og einasta sinn, sein jeg kom þang- að. Fyrir ntan þær myndir, sem jeg hafði sjeð af þessari gömlu, já, níjög gömlu víggirtu hafnarborg, þá hafði jeg lesið mikið um hana, fornu fra»gð hennar, kaupmenn, út- gerðarmenn og sjóræn.ngja og það þætti fáfra*ði í sögu Frakklands að vita ekki að þaðan fór Jaqnes Car- tier, hinn frægi sjógarpur, sem fann Canada árið 1534. Margir frægir menn eru þar fæddir, þar á meðal tveir af merkustu rithöfundum 19. aldar, sem höfðn mjög hrifið mig og jeg því kvnt mjer nákvæmlega æt'isögu þeirra: Chateantriand og Lamennais. Ilinn nýbakaði stúdent, sem með mjer var og jeg öðru , hver.ju verið samtíða frá því hann var á barnsaldri og spjallað við um bókmentir og listir, var eins á- fjáður og jeg, að skoða það, sem merkilegt var í hænum, en aðallega voru það rit Chateantriand’s, seni við rifjuðum upp fyrir okkur. En Það er varla hægt að minnast á bók hans: „Le génie du Christian- isme“ án þess að minnast á Lam- ennais um leið, þ\i það er óhætt að segja, að þessir tveir menn áttu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.