Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 La Cbénaie upptökin að mestu trúmálahreyf- ingu Frakka á 19. öld. Þessvegna urðum við ásátt um, að við skyld- um skoða æskustöðvar þessa tveggja snillinga: höllina Comburg þar serrv Vicomte Francois, René de Chate- antriand ólst upp, og herrasetrið La Chenaie sem var ættaróðal Hug- nes, Félicité, Robert de Lamennais óg varð frægt vegna kláusturlifnað- ar þess, sem hann lifði þar með lærisveinum sínum og vegna þess, að þar ritaði hann hinar ódauðlegu bækur sínar „Paroles d'un Crovy- ant“ og „Le livre du Penple". 8ist grunaði mig þegar við geng- um uppi á varnarvirkjunum (remp- arts) St. Malo og vórum að bolla- leggja um þetta, að daginn eftir ætti jeg að lifa þá skemtilegustu stund, að hcyra talað um Jónas Hall- gTÍmsson og Fjölnismenn og njóta góðs af aðdóun, sem þeirn var lát- in í tje hjer i framandi landi. En það er einmitt aðal tilgangur þess- ara lína, að segja frá því. En fyrst verð jeg að ljúka við söguna um St. Malo. Við fórum að lokunx að skoða gröf Chateanbriand's en eftir ósk hans sjálfs liggur hún xiti á hárri klettasnös, ]xar sem hvítar brim- slettur döggva siðasta hvílustað þessa mikla skálds, þegar stormur er. Annars var það skuggi annars mikilmennis, sem fylgdi mjer all- an þennan dag í St. Malo; var það endurminningin urn vin rninnn, Dr. Jean Charcot, því hann hafði ekki talað við mig um annan stað meir en um St. Malo. Þar hafði hann látið byggja bæði skip þau, er hann fór heimskautsferðir sínar á: Le Francais og Pourquoi pas?, sem ár- inu áður hafði farist hjer við land. Hann hafði mikla ást á þessari börg og St. Servan, er telja mætti, að sje partur af henni, en skamt þaðan átti hann landsetur „La Passagére1 ‘. Eitt strætið í St. Servan ber nú nafn hans, en við það er kirkjan, sem mjer ljek lnigur á að sjó, af því hann hafði sagt rnjer, að þar Jiefði hann beðist fyrir og neytt altarissakramentisins síðasta morg- uninn áður en hann lagði. af stað í síðustu ferðina til íslands. Við fórum svo í hægðum okkar meðfram stnaragðströnditini þaiig- að til við komutn til hins fagra bað- vistarstaðar Dinard. Þangað var ferðinni aðallega heitið, því vinur rninn. hinn þekkti rithöfundur Roger Vercel og frú hans höfðu árinu áður heima í Reykjavík, tek- •ið það loforð af mjer. að jeg skyldi dvel.ja hjá þeim nokkra daga, þeg- ar jeg kæmi til Frakklands. Þau hjónin voru á hinu stóra ferðamanna skipi „Lafayette“, sem i nokkur ár kom hingað á leið til Jan Mayen og Svalbarðs. Roger Vercel skrifaði bók um þessa ferð sína, „cmfæy un Blanche“, þar sem hann auðvitað minnist á landið okkar og helgar því hjerumbil Vi af bókinni, ílann lxafði þekkt Dr. Charcot og vegtia frásagna hans og alt sem hann hafði lesið um landið, þráði hann að sjá það, og eins og margir Frakk ar. hafði liann snúið sjer til forseta Alliance Francaine h.ier — en þá var jeg í þessari virðingarstöðu —T til þess að fá ýmsar upplýsingar áður en hann kæmi hingað. Brjef hans voru skemtileg, og svo þegar hann og kona hans komu hingað til Reykjavíkur, urðutn við miklir vinir. Roger Vercel hefur síðan hann kom hjeðan 1936, skrifað bók, Jean Villemeur, um franska fiskimenn við ísland og rnætti vel nefna „Á lslandsmiðum“, eins og hitt fræga bók Pierre Loti’s. Við kornutn nokkuð seint til Dinard 18. d. júlímánaðar, en aí því að þau hjótlin voru þetta kvöld í veislu, þá kaus jeg heldur að vera á hóteli urn nóttina og konia til morgunverðar næsta dag. Þetta g.jörði .jeg og þá sagði húsbóndinn m.jer sögu, er mjer þótti heldur en ekki nierkileg. , Hann byrjaði á því, að bera ntjer kveð.ju ftá hinum fræga sjórnmála- manni og fyrverandi forsætisráð- herra Edouard Herriot, borgarstjóra Lyonboorgar, sem jeg auðvitað hafði heyrt talað mikið um, sjeð og hlustað á í franska þingintt. Jeg fór því að hlægja, og tók það ekki alvarlega, en þá sagði vinur minn, að þetta vææri alveg satt: kveldinu áður, eftir mat, hefðu þeir gengið saman úti í garðinum hjá veitinga- hxtsinu og hann hefði þá talað um mig við hann og sagt honunt, að jeg væri forseti Alliance Francaise í Reykjavík. mikill vinur Dr. Char- cot o. s. frv. Frattth. á bls. 416. (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.