Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1945, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1945, Page 7
LESBOK MOÍiGUNBLAÐSINS 439 og áhöldin. Klæðnaður nianna var vandlega prófaður. Sjerstaklega út- búin áhöld gáfu merki, þegar „radio aktífur" verkamaður nálgaðist. Orka og eitur. AUK plutonium framleiddu Han- ford verksmiðjurnar tvö hryllileg úrgangsefni. Vatnið, sem átti að kæla keðjuverkunartækin bar með sjer nægjanlega orku frá tækjunum til að hita Coloradoána töluvert mikið. Um þessi úrgangsefni veit almenningur ákaflega lítið, en ým- islegt af því, sem dr. Smyth gefur í skyn í skýrslu sinni veit á illt. Eitthvert efni, skylt uranium kann ef til vill að fela í sjer nægjanlega orku til að reka allar vjelar verald- arinnar. Hitt úrgangsefnið var hreint og heint hræðilegt. — Við reglulega starfsemi keðjuverkanatækjanna reiknaði dr. Smyth út, að myndast mundi svo mikið af „radioaktífum“ eiturtegundum á hverjum degi að nægja mundi til að gera heil hjeruð óbyggileg. Hætta á ferðum í Los Alamos. MEÐAN verið var að reisa þess- ar, tröllauknu tilraunastöðvar og gera tilraunirnar, var ánnar hópur eðlisfræðinga að taka sjer bólfestu á annari eyðimörk. í marsmánuði 1943 safnaðist hópur manna, undir stjórn prófessors <T. R. Oppenheim- er við KaHforniaháskólann, saman hjá Los Alamos í New Mexieo. - - Illutverk þesara manna var að gera drög að og reyna atómsprengjuna sjálfa. Tilraunamennirnir við keðju- verkanatækin höfðu barist við að koma í veg fyrir að alt spryngi í loft upp fyrir tímann. Sprenginga- mennirnir höfðu þeim mun erfiðara hlutverk, sem þeir áttu að reyna spreng.junS sjálfa á þeim tíma og á þeim stað. er til þess var ákveðinn. Af eðlilegum ástæðura er lýsing dr. Smyth á sprengingunni mjög ófullkomin. En þó má með lagni lesa ýmsan fróðleik um hana á milli línanna. Það þarf ekki að nota hvellhettu við það að spreng.ja U— 235 og plutonium eins og TNT. •— Þessi efni springa í loft upp hve- nær, sem næganlega miklu magni þeirra er safnað saman. Þess vegna er aðalvandinn við framleiðslu atóm sprengjunnar sá, að útbúa tæki, sem geta komið af stað sprengingu í tiltölulega litlu magni þessara efna. Litið fram á við. SKVRSLA dr. Smyth nær ekki lengi'a en til júníloka 1945, eða skömmum tíma fyrir hina afleið- ingaríku prófun atómsprengjunnar. Dr. Smvth var fullviss um það, að tilraunin mundi heppnast, áður en hún var gerð, en hann var þó ekki alg.jörlega ánægður. — 1 upphafi voru margir vísindamenn, sem von- uðu, að eitthvert lögmál mundi koma í ljós. sem gerði notkun atóm- sprengjunnar ómögulega — sagði hann. — Þessi von hefir brugðist. — Það er hægt að sjá fram á örar framfarir í vísindunum í framtíð- inni, hvað snertir klofningu atóm- kjarnans. I vísindunum er þetta náttúrlega þróun fram á við, en segir dr. Smvth: — Ef fundið væri upp ráð til þess að breyta þó ekki væri nema örlítilli prósenttölu ein- hvers venjulegs efnis í orku. þá mundi siðmenningin vissulega verai búin að afla sjer tækis til að fremja sjálfsmorð. — Efasemdir og ótti. . JAFNVEL á stundu sigursins voru hinar sameinuðu þjóðir fljótar að átta sig á hættunni af atóm- sprengjunni og hinum óhjákvæmi- legu afleiðingum hennar. f New Vork Times var skrifað: — Þetta er bletfur á þjóðlifi voru. -— Þetta er ekkert annað en fjöldamorð, hrein og bein ógnaröld. — Við skulum sökkva öllu saman niður á botn Atlantshafsins eða Kyrrahafs- ins, maðurinn er of breyskur til þess að óhætt sje að trúa honum fyrir öðru eins valdi. — Methodistabiskupinn G. Bromlev Oxnam og lögfræðingurinn JoHn Foster Dulles, sem töluðu á vegum kirkjuráðsins komust þannig að orði: — Ef þessari þjóð, sem játar kristna trú, finnst það siðferðis- lega rjettlætanlegt að nota atóm- orkuna á þennan hátt, þá munu aðrar þjóðir haga sjer í samræmi við þessa afstöðu hennar — allt er þá tilbmð fyrir skyndilega óg end- .anlega eyðingu mannkynsins. — Dr. Cecil Hinshaw, skólastjóri William Penn skólans í Oskaloosa (kvekara skóli) lýsti atómsprengju- árásum sem „villimannalegum, ó- mannúðlegum hernaðaraðgerðum. Notkun atómsprengjunnar er órjett- lætanleg". — Enda þótt Vatikan blaðið Oss- orvatorc Romano ljeti svo ummæ.lt. að atómsprengjuárásirnar hefðu valdið „óánægju“ í Vatikaninu. hefur þó Pius páfi 12. sagt blaða- mönnum, að þessi ummæli væri ekki samkvæmt opinberum heimildum. Breski eðlisfræðingurinn Sir Jam- es Chadwick skýrði frá því, að sum- ir starfsbræðra hans liefðu neitað að vinna að atómsprengjunni af þeim ástæðum, að þeir bjuggust alt eins vel við því, að verið væri að framleiða ferlíki, sem gæti tortímt heilum plánetum. I ' ■ Aðrar raddir. ERKIBTSKUPINN af Kantara- borg dr. G. F. Fisher var ekki hrædd ur við neina tortímingu. — Á sín- um tíma mun þessi uppgötvun bæta gífvirlega lífskjör manna.... Mikil þægindi eru mönnum meiri freisting en mikil hætta. Með því að nota hin auknu þægindi að nota þau rjett mun maðurinn 'vaxa andlega. Menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.