Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 2
238 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS En nú var vonin vöknuð á ný. Vonin eins viss eins og dagur fylg- ir nótt, er vakti innilega hjartans gleði. Augun störðu út um glugg- ana, fengu aldrei nóg af því að fylgja hinum takmarkaða sjón- deildarhr. Var fyrst rent upp litlu brekkuna, síðan fylgdu þau með íhygli útlínum gaddavírsgirðing- arinnar, síðan haldið áfram niður til jarðar „hjerpa megin“. Þar sem hægt var að sjá ofurlitla jarðræmu með steinum og greinum og úr- kasti eftir braggabyggingar. Þannig var sá aldingarður, þótt ekki væri þar hægt að stíga sínum fæti og taka á neinum hlut. Meira segja ólöglegt að horfa þangað. Þarna með fram veggnum var ein- mitt litla rennan, þar sem hægt var á kyrrum kvöldstundum, að loknu dagsins erfiði, að hlusta á skolpið síga út undir gólfinu. Óþefurinn upp úr þessari rennu jókst æði mikið, eftir því sem hitnaði í veðrinu og sólin skein heitar á þilin og hinar gisnu fjalir bragganna, svo varla var lengur hægt að opna glugga. En þarna inn á þennan stað höfðu töfrar vorsins slæðst, vorboðar. Þeir höfðu smogið þarna innfyrir, Þetta eru fyrstu öruggu merki um vorkomu, sem hvert barn þekkir. Þeir komu frá hinum mikla ríka skógi, yfir rafurmagnaðar girðing- ar, fram hjá varðmönnum og alla leið niður að hinni skitnu skolp- rennu og vöktu fögnuð í brjósti hvers manns, sem þá sá. „Velkomin! Velkomin! Vorblóm og hrosshófur“. Hver einasta kona í bragganum ljómaði af gleði, er hún sá þessa aufúsu gesti þarna utan við glugg- ann, kinka kollinum allan daginn, og jafnvel kalla á fjelaga sína. En úr því vorblómin voguðu sjer þetta, því skyldu þá ekki aðrir hafa kjark. í húmi kvöldsins tók einn af föng- unum sig til og hoppaði út um gluggann, skreið eftir hinni röku jörð, lagði sig flatan með fram girð ingunni, losaði upp steina til þess að geta stungið lófanum undir blómahnaus og rifið hann upp. Hvílíkur fengur, hvílk dásemi. Hátt hljómaði söngurinn þetta kvöld. Fangarnir í karlmannadeildinni undruðust yfir því, hvað hjer væri á seiði. Þeir símuðu og hraðrituðu á fingramáli sínu fyrirspurnir um það, hvort alt kvenfólkið væri nú orðið vitlaust. Og hvort allur frið- ur væri úti okkar megin. „Vorið er komið“, var þeim svar að. „Við getum skilað til ykkar kveðju frá vorblóminu“. „Segið þið okkur heldur einhverjar frjettir", sögðu þeir þar fyrir handan. „Við vitum alt um vorið“, var þeim svarað. „Bóndinn sáir og kúnum er hleypt út. Krakkarnir hoppa í paradís. Og Þjóðverjarnir drekka“. „Takið þið saman pjönkur ykkar. Þið verðið sendir heim; fyrr en ykkur grunar“. Heim Þeim var kunnugt um það. Þeir vanræktu aldrei fullyrðingar sínar í þá átt. „Margir voru í útivinnu í dag“, voru þeir vanir að segja. Þeir komu með nýjar frjettir í fangabúð irnar aftur, þeir urðu varir við mikla ókyrð meðal fólksins úti. Allir væntu mikilla tíðinda. Loftárásir á Berlín bæði dag og nótt, sögðu þeir. Stríðið bráðum búið. Vestri-herinn kominn með fram allri Rín. Stríðið bráðum búið! Rússarnir eru að ná Vín. Stríðið bráðum búið! Frjetst hefir að við fáum súpu með fleski, í mið' dagsmat á morgun. Stríðið bráð- um búið! En á hverju kvöldi meðan þýsku frjettirnar tilkyntu að herstaðan hafi verið treyst við aðalbrýr og hernum hafi tekist vel undanhald, með miklu tjóni fyrir óvinina, þá skiptu kvöldskýin um lit, í gull og purpura, rjett eins og þau gæfu endurskin af orustum, sem háðar voru til úrslita í órafjarska. Svona loftsjónir hlutu að boða sigur rjett- lætisins. Þær gátu ekki logið. En fangarnir er sátu innilokaðir þús- undum saman, litu hverir á aðra, og kinkuðu kolli fll samþykkis. Því það var ekki að eins vor í loftinu, sem dreifði áhyggjum þeirra. Það voru meiri tíðindi í vændum. ★ Er setið var vdð vinnu á daginn í hinum löngu og þröngu göngum, og við þurftum að beygja okkur yfir ræfla af gömlum gatslitnum flíkum, höfðum við margt að segja. Yfir hedtum þvottastömpum í kjallaranum, þar sem konur stóðu berfættar í trjeskóm, í skyrtum með þýskum stimpli, rak hver spurningin aðra. Er nokkuð nýtt í frjettum, spurði hvert andlit. Veistu nokkuð? Kom- umst við heim fyrir 17. maí? Þá hvein alt í einu 1 varðmönnunum, svo sápan skvettist, en hjartað tók kipp, og maður varð að keppast við eftir mætti. „Arbeiten", öskr- uðu þeir þýsku. Á kvöldin, þegar „fjeð“ var talið og komdð í hús, en marrandi Þjóð- verjaskór og hringlandi lyklakipp- ur voru á burt, þá byrjuðu sam- ræðurnar fyrir alvöru. Þá þurfti að skrafa um hvern einasta atburð dagsins. En ef svo vel var, að náðst hafði í þýsk blöð, þá var hrifning- in svo mikil, að þakið nærri lyft- ist af húsinu í þeim gleðilátum. Því bæði greinar og hernaðartil- kynningar gátu ekki leynt sann- leikanum. Að vísu voru þarna hót- andr. En staðreyndirnar gerðu þær máttlausar. Og hernaðarkortin í blöðunum! Ekkert sýndi betur, hvernig komið var fyrir Þjóðverj- um. Kortin voru sálubót jafnvel

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.