Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 243 SigurÖur Þórarinsson dr. í VELDI VATNAJÖKULS Inni á hjarnbreiðum Vatnajökuls. (S. Þ. foto 1936). Inngangsorð. SAGA íslensku þjóðarinnar er ó- lík sögu allra annarra menningar- þjóða. Engrar hvítrar þjóðar saga nema Færeyinga er svo lítið mótuð af styrjöldum. íslend. hafa aldrei átt í styrjöld við aðrar þjóðir og innaniandsstyrjaldir móta aðeins nokkra áratugi af þeirra þúsund ára sögu. En þó íslandssagan sje ekki styrjaldarsaga í venjulegum skilningi, er hún þó saga þrot- lausrar baráttu, baráttunnar við náttúruöflin, við eld, ís og óblíða veðráttu. Raunar má með nokkrum sanni segja, að allar þjóðir eigi í baráttu við náttúruöflin, én sú bar- átta hefir hjer verið harðari en með flestum öðrum þjóðum og hún hefur verið margþættari en með nokkurri annarri þjóð. Margar þjóðir eiga við óblíða veðráttu að stríða, ýmsar hafa sætt þungum á- föllum vegna eldgosa og jarð- skjálfta og hafísar og jöklar eru fleirum að meini en íslendingum einum. En engin þjóð önnur en Is- lendingar hefur átt við alt þetta að etja. Af þessu leiðir, að íslandssagan verður að minna leyti en saga ann- arra þjóða rannsökuð og skýrð af sagnfræðingum einum saman. Þeir þurfa aðstoð náttúrufræðinga til að geta rakið sögu eldgosa og jarð- skjálfta, sögu veðurfars og hafísa, sögu afstöðubreytinga láðs og lag- ar, sögu uppblásturs og jarðvegs- myndunar. Ekki mun öllum sagn- fræðingum okkar ljóst, að þeir þurfa þessa aðstoð. Á hinn bóginn er náttúrufræðingunum hætt við að einblína um of á.sínar náttúru- fræðilegu skýringar á ýmsum sögu legum fyrirbrigðum og ætla þeim of alment gildi. Að telja loftslags- breytingu einu orsökina til þess að kornyrkja lagðist niður hjer á landi næstu aidirnar eftir þjóðveldis- tímann er álíka þröngsýnt og það að taka ekkert tillit til loftslags- breytingar, er skýra skal þessa þýð ingarmiklu breytingu á íslenskum búskaparháttum. Það sem hjer hefir verið sagt um sögu íslendinga sem heildar gildir í ennþá ríkara mæli um sögu Skaft fellinga. í byggðarlögum Skafta- fellssýslna, einangruðum milli jökla, úthafs og eyðisanda, lærðu íbúarnir snemma að búa nær ein- göngu að sínu. Breytingar á stjórn- arfari landsins, atvinnu- og versl- unarháttum hefur því gætt minna þar en víðast annarstaðar á land- inu. Saga þessara byggðarlaga er því að ennþá meira leyti en saga annarra byggðarlaga okkar lands, saga um baráttu við náttúruöflin. í Vestursýslunni er það baráttan við eldinn, sem mest hefur mótað byggðasöguna. í Austursýslunni er það baráttan við ísinn. Þar drottn- ar Vatnajökull og kærir sig koll- óttan um það hvernig öðrum lands- hlutum er stjórnað, hvort þar er þjóðveidi, einveldi eða lýðveldi. Hjer er það hann sem ræður ríkj- um. Eftirfarandi greinum er ætlað að bregða upp nokkrum myndum úr baráttusögu þeirra bygða er lúta veldi hans. I. Vatnajökull fœrir út veldi sitt. NORÐAN að Austur-Skaftafells- sýslu allri liggur Vatnajökull, víð- áttumesta jökulbreiða jarðarinnar, að jöklum heimskautalandanna undanskildum. Samkvæmt nýj- um mælingum er flatarmál hans 8540 m2. Frá bungubreiðum hjarn- svæðum hið innra teygja sig skrið- jökultungur til allra hliða. Lengstu skriðjöklarnir eru þeir, sem ganga niður á láglendi Austur-Skaftafells sýslu: Hoffellsjökull, Fláajökull, Heinabergsjökull (þessir þrír köll- uðust áður einu nafni Hornafjarð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.