Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 12
248 T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Rústir af hermannakofum í Örfirisey. ið enn. Þar stóð Reykjavík einu sinni, og var þá kölluð Hólms- ins kaupstaður. Hafa til skams tíma sjest merki bygðar þar. Á þeim tímum varð að sæía sjávar- föllum til að komast út í ey og úr henni í land. Kom það þá fyrir að menn, sem lögðu á grandann seint um kvöld, ölvaðir og ódómbærir á það hvort hann væri fær, drukn- uðu á leiðinni. En þá var ekki feng ist mikið um slík slys, þetta voru forlög. Fyrir eða um aldamótin reis upp sjerstök starfræksla í Örfirisey, grútarbræðsla, og var hún þar í mörg ár. Man jeg það á sumrin þegar norðanátt var, að þá lagði grútarbrækjuna inn yfir bæinn, svo að hispursmeyjar og fínar frúr tóku fyrir nefið. En Geir Zoega sagði að þetta væri góð lykt, það væri „peningalykt", og mátti til sanns vegar færa. Þegar hafnargarðurinn kom og var sem brú út í eyna, vildu margir fá þar ítök. Sumir vildu gera eyna að skemtistað Reykvík- inga. Þá varð það úr, að íþrótta- menn gerðu þar sundstöð og bygðu skála. Þá kom upp hvatriingin. „Notið sjóinn og sólskinið“. En ekki gat þetta orðið til langframa. Síðan hefir verið farið fram á það að hafa þar kolageymslu, olíustöð og margt fleira. En bæjairstjórnin hefir enn eigi viljað ráðstafa eynni, og þess vegna var nú hægt að koma björgunarstöðinni þar fyrir, og mun mál flestra að þar sje hún best sett, hverju sem viðrar. Á hernámsárunum var Örfirisey lokað land. Herinn lagði hana al- gjörlega undir sig, en gerði þar þó engin stór mannvirki, svo að eyj- an er enn ónumin, þótt ekki sje hún að öllu eins góð og áður var. ÖRFIRISEY er likust sleif í laginu. Fyrst er mjór rindi, sem svarar til skafts, en svo slær hún sjer út á báða vegu og myndast þar eins og breitt blað, og til þess að gera líkinguna fullkomnari, er dæld þar í hana miðja. Er eyjan öll hið besta vígi af náttúrunnar hendi, til þess að mæta þar árásum af sjó eða úr lofti. Var því eðlilegt að hún yrði á hernámsárunum eitt af aðal varnarvirkjum Reykjavíkur. Sá, sem fer um eyna, sjer þessa glögg merki, þótt allar vígvjelar sjeu nú farnar og vígin ekki annað en rústir. Með fram sjónum báðum megin hafa verið gerðar öflugar gadda- vírsgirðingar. Flækjur af þeim liggja enn í fjöruborði, ryðgaðar og ógeðslegar. Hingað og þangað eru grunnar undan hermannaskál- um og á bökkunum eru leifar af vjelbyssuhreiðrum og stöðvum fyr ir loftvarnabyssur. Þar sem áður voru bæjarrústir eru nú rústir eft- ir mörg vígi, og jarðgöng á milli þeirra. Þessi jarðgöng hafa verið í hlykkjum, eins og skotgrafir. Er áreftið víðast hvar fallið niður. Veggja hleðsla þar og í víginu er svo að segja að engu orðin. Það hafa verið sandpokar, en þeir grotnað niður. Á einstaka stað eru kofa- skrifli upp standandi. Tímans tönn og mannshöndin munu brátt þurka út þessi mann- virki. En þau voru öll sýnileg á lokadaginn. Þau voru talandi tákn um það tímabil, þegar mest var hugsað um að myrða og drepa. Sem betur fer, eru ekki handaverk ís- lendinga á þeim minjum. En syðst á eynni hafa þeir reist sjer minnis- merki, dýrt minnismerki, sem mið- ar að því að bjarga mannslífum. Það er gott fyrir hvern þjóðræk- inn íslending að bera þetta tvent saman. HVAÐA vonir má svo gera sjer um gagn af þessari stöð. Ja, bestu vonirnar eru nú þær, að aldrei þyrfti til hennar að taka. En ef

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.