Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS PBPPBF'-^" ' 245 Kortskissa er sýnir legu býlanna Breiðár og Fjalls. Jökul- jaðarinn 1904 er heildreginn. Punktalínan sýnir legu jökul- jaðarins í kring um 1890. tilheyrir jörðin Hofskirkju og hef- ur þá líklega verið byggð. En sam- kvæmt því „Jarðabókar extracti“ yfir Öræfin, sem ísleifur sýslumað- ur Einarsson skrifaði 1709 fyrir tilstilli Árna Magnússonar, er Fjall eyðijörð. „Hefur fyrir 14 árum sjest til túns og tófta en er nú alt komið í jökul“, segir í extractinu. Skammt austur af Felli lá býl- ið Breiðá. Ekki er það nefnt í Land námabók, en samkvæmt Njáls sögu þjó þar í kringum árið 1000 frændi Síðu-Halls- Özurr Hróaldsson, er ljet prímsignast af Þangbrandi. Þar bjó og Kári Sölmund- arson eftir að hann hafði sæst við Flosa og gengið að eiga Hildigunni bróðurdóttur hans. Enda þótt litið sje á Njálu sem skáldrit, má telja nokkuð öruggt, að Breiðá hafi til forna verið talin til stórjarða, því annars hefði höfundur Njálu varla látið Kára taka sjer þar bólfesu. Líklegt er, að snemma hafi verið byggð kirkja á Breiðá. Hennar er ekki getið í kirkjutali Páls biskups frá því um 1200, en þar eru ekki nefndar nema alkirkjur. Samkv. máldaga, sem talinn er vera frá 1343 (ártalið ekki öruggt) er Maríu kirkja á Breiðá alkirkja og liggja undir hana tvö bænhús. 1363 eru tvær klukkur og kross frá Breiðár- kirkju lögð til Stafafellskirkju í Lóni af þáverandi Skálholtsb.sk. Bendir það til þess að vegur Breið- árkirkju hafi þá verið tekinn að minka, enda er prestsskyldar þar ekki getið í yngri máldögum. Hálf- kirkja virðist þó hafa verið þar a. m. k. fram um 1600. 1697 er Breiðá enn byggð og 6 hundruð að dýr- leika, en árið eftir er jörðin komin í evði. Til er þingsvitni frá mann- talsþingi, er haldið var á Hofi í Öræfum, 1. júní 1702. Þar segir m. a.: „Var hjer svo næst fram borið um það eyðiból Breiðármörk, sem konungseign er hálf og bóndaeign hálf, hvert að er í vatnaklofa und- ir jöklinum, nærri á miðjum Breið- ármerkursandi, og aldeilis í eyði legið hefir nú næstu 4 ár, hver enn nú er árlega að foreyðast, sem fleiri aðrar af vatni, grjóti og jöklayfir- gangi, svo þar sjest ei nýtanlegt grasland eftir; utan lítill hólmi, sem húsin hafa á staðið, hver bæði hafa verið lítilfjörleg og nú mjög lasin orðin eru, því eitt er aldeilis niður fallið, en hin tvö, sem til eru, nærri að falli komin, og trjen flest öll fúin og fordjöfuð, svo þar með er það sýnileg meining, bæði und- irskrifaðra og annara, sem vel til þekkja, að það býli byggist aldrei framar, hvorki bóndaeignin nje kongsins partur“. (Blanda IV, 1, bls. 147—148). í skrá ísleifs sýslu- manns yfir eyddar jarðir í Öræf- um 1712 segir, að jörðin sje „af fyr- ir jökli, sandi og grjóti; sjest þó til tópta. Þar hafi verið bænhús og sá þar til tóptarinnar fyrir fáum ár- um og garðsins í kring. Þar lá milli dyraveggjanna í bænhústóptinni stór hella, hálf þriðja alin á lengd, en á breidd undir tvær álnir, víð- ast vel þverhandar þykk, hvítgrá að lit, sem kölluð var Kárahella, hverja hann hafði sjálfur fyrir sinn dauða heim borið, til hverrar nú ekki sjest. Þó kunna menn að sýna, hvar hún er undir“. (Blanda I, bls. 49). Á meðfylgjandi kortskissu (mynd 4) eru býlin Breiðá og Fjall teiknuð inn á herforingjaráðskort- ið frá 1904. Lega býlanna er ekki nákvæm, en mun þó ekki fjarri rjettu lagi. Má m. a. ráða það af tveimur örnefnum á Breiðamerk- urfjalli. Þar heitir enn Bœjarsker. Sker kalla Skaftfellingar lága berg- eða urðarása og „bæjarsker“ eru altaf heima undir bæjum (sbr. Bæjarsker við bæinn Kvísker á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.